Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.10.1985, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 17.10.1985, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 17. október 1985 11 Hilmar Jónsson: Er brennivínsútgerð Davíðs það sem koma skal? Um daginn var aðalfrétt DV um vaxandi áfengis- og vímuefnaneyslu ungl- inga og barna. Fréttin var byggð á skýrslu landlæknis. Daginn eftir kom frásögn Víkur-frétta af afgreiðslu bæjarstjórnar Keflavíkur á beiðnum þriggja skemmti- staða um vínveitingaleyfi. Sú beiðni var samþykkt með 7:0 og formaður bæjar- ráðs, Guðjón Stefánsson, lét bóka sérstaka fordæm- inug frá sér á flokksbróður sinn, Jón Helgason dóms- málaráðherra, fyrir að spyrna gegn stöðugri fjölg- un vínveitingastaða í land- inu. Brennivínsútgerð Davíðs Oddssonar er sem sagt orðin útflutningsvara um landið. Enginn stjórnmála- maður hefur sýnt áfengis- vörnum og bindindisfólki jafn mikla fyrirlitningu og Davíð, enda má segja að það eina sem blómstrar í hans borg séu búllur. Tvö útvegsfyrirtæki er þar að finna, annað rambar á barmi gjaldþrots, hitt er tuttugu til þrjátíu árum á eftir tímanum. Borgar- bókasafnið var einu sinni stolt Reykjavíkur. Nú kaupir sú stofnun eitt eintak af tímariti, sem hún áður keypti 20. Undanfarin ár hafa nýjar bækur ekki verið þar á boðstólum fyrr en eftir jól. Þetta er afleið- ing þess fjársveltis, sem stofnunin hefur verið í, einkum og sé í lagi eftir að Davíð tók við stjórnar- taumum í borginni. Af félagsmálum er ekkj fegurri sögu að segja. í Reykjavík hefur borgin undir forystu Sjálfstæðis- manna staðið í mikilli styrj- öld síðan 1967 við áhugafé- lög og æskulýðssamtök með því að veita lítt tak- mörkuðu fé í svokallað Æskulýðsráð Reykjavíkur. Eg þekki ekkert sveitarfé- lag sem á eins skipulagðan hátt reynir að drepa frjálst framtak í félagsmálum og Reykjavík. En hvað varðar Davíð um æskulýðsmál og áfengisvarnir? Lætur hann ekki borga svo milljónum skiptir úr borgarsjóði í rekstur og byggingu með- ferðarstofnana fyrir áfeng- issjúklinga? Hvað varðar Davíð um að gamalt fólk þorir ekki að vera eitt á ferli á Hlemmi og fleiri stöðum í borginni, af ótta við eiturlyfjaneytendur og þjófa? Ráðið við því er mjög einfalt, góðir menn: meiri gleði, bjór handa börnum og burt með gagnrýnendur. Stendur ekki til að reka Kristján Pétursson úr starfi? A meðan Ragnar Guð- leifsson, Hilmar Pétursson og Tómas Tómasson héldu um taumana í bæjarmál- um Keflavíkur, voru áfengisvarnir í heiðri hafðar. Fyrsti bresturinn kom 1967 með áfengisút- sölu hér. Með henni hefur áfengisneysla stóraukist og aldur neytenda færst niður. Síðan komu vínveitinga- húsin: Glóðin, KK-húsið og nú er beðið um leyfi fyrir það þriðja. Eg óttast þessa þróun og tel að allt heiðar- legt fólk eigi að leggja sitt af mörkum til að snúa henni við. Það verður ekki gert nema með pólitísku átaki: Stofnun kristilegs flokks á svipuðu plani og sá norski. En áfengisvarnir eru eitt af höfuðmálum kristilega flokksins norska. Eg fæ ekki annað séð en Davíð Oddsson þvingi alla góða menn í Reykjavík til að snúa bökum saman gegn honum. Og ég fæ heldur ekki annað séð en bæjar- stjórn Keflavíkur sé að marka stefnu í þessum málum á ári æskunnar, sem knýi fólk til að taka af- stöðu: Vill það brennivíns- útgerð eða vill það eflingu atvinnu og menningarlífs í byggðarlaginu? Fj örheimalistinn 1. Maria Magdalena .. 2. Unkiss that Kiss ... Stephan aj Duffy 3. Cherish Kool and the Gang 4. Pop Life 5. White Wedding .... Billy Idol 6. This is the Night ... 7. Part-time Lover ... .. Stevie Wonder 8. Dancing in the Street ... Bowie/Jagger 9. Yo’re my heart, Yo’re my soul - M. Talking 10. If I was - Listinn gildir fyrir vikuna 13.-20. okt. - TAKTU TILFOTANNA . \ BOLLASETT, DISKAR, MATAR- OG SÚPUDISKAR, GLÖS OG KÖNNUR, MATAR- OG KAFFISTELL og margt, margt fleira. KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.