Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.10.1985, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 17.10.1985, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 17. október 1985 VÍKUR-fréttir Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík KEFLAVÍK: 5 herb. sérhæö við Brekkubraut í mjög góðu ástandi .................................. 2.750.000 Raðhús við Faxabraut með bílskúr (skipti á 4ra herb. íbúð) .............................. 2.500.000 Raðhús við Greniteig ásamt bílskúr (skipti á 3ja herb. íbúð) .............................. 2.500.000 Raðhús við Mávabraut m/bílskúr. Skipti mögul. 2.500.000 Einbýlishús við Hafnargötu í góðu ástandi. Laust strax .................................... 1.700.000 4-5 herb. íbúð við Túngötu, laus strax ... 1.050.000 Einbýlishús við Vallargötu, mikið endurnýjað . 2.250.000 4-5 herb. íbúð við Hólabraut m/bílsk., ath. skipti 1.550.000 4ra herb. íbúð við Sólvallagötu m/sér inngangi 1.400.000 4ra herb. rishæð við Sunnubraut, mikið endur- nýjuð, m.a. ný teppi ..................... 1.250.000 2ja herb. íbúð við Aðalgötu í mjög góðu ástandi 1.000.000 2ja herb. e.h. við Aðalgötu meö sér inng.. 1.150.000 2ja herb. íbúð í sambýlishúsinu Heiðarbóli 4. Mjög góðir greiðsluskilmálar ............. 1.300.000 3ja herb. íbúð við Hringbraut (jarðhæð með sér inngangi og bílskúr) ..................... 1.550.000 3ja herb. íbúö við Suðurgötu, nýjar innréttingar, sér inngangur ............................ 1.450.000 2ja herb. íbúð v/Vesturgötu, sér inng., lausstrax 1.000.000 Fasteignlr i smíöum i Keflavfk: Húsgrunnur f Garðahverfi á besta stað, góðir greiðsluskilmálar. Nánari uppl. um söluverö o.fl. á skrifstofunni. Húsgrunnur undir iðnaðarhúsnæði f Grófinni, 578 ferm.................................. 1.000.000 2ja og 3ja herb. ibúðir við Heiðarholt, sem seljast tilb. undir tréverk. Mjög góðir greiösluskilmálar. Seljandi: Húsagerðln hf. Verð frá ... 935.000-1.445.000 2ja herb. ibúðir vlð Mávabraut. Sjá nánari augl. i siðasta tbl. Seljandl: Hllmar Hafsteinsson. NJARÐVÍK: 4ra herb. íbúð við Hjallaveg í mjög góðu ástandi, laus strax................................ 1.750.000 3ja herb. íbúð við Hjallaveg, góðir greiðsluskil- málar .................................... 1.500.000 Einbýlishús við Háseylu í smíðum, Nánari uppl. á skrifstofunni ............................ 2.800.000 GRINDAVÍK: Úrval fasteigna m.a. við Efstahraun, Gerðavelli, Heiðarhraun, Kirkjustíg, Mánagötu, Selsvelli, Hvassahraun, Suðurvör, Túngötu, Vesturbraut og Vikurbraut. Ath. Einnig höfum við á söluskrá mikið af fasteignum i Garði og Sandgerðl. Suöurgata 32, efri hæð, Keflavfk: 3ja herb. íbúð ásamt 40 ferm. bílskúr. Sér inngang- ur, engar áhvílandi skuldir. 1.500.000 Heiðargarður 3, Keflavik: Glæsilegt raðhús ásamt bíl- skúr. Húsið er mikið endur- nýjað, m.a. nýtt parket og ný teppi á gólfum. Nánari uppl. um söluverð og greiðsluskilmála á skrif- stofunni. FASTEIG N ASALAN Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 Jóhann Geirdal skrifar: Breytingar á skólum í Keflavík -Tvo skóla í Keflavík fyrir 0.-9. bekk. - Nýjan skóla í Norðurbænum. - Gerum Myllubakkaskóla að safnahúsi. Þær umræður um skóla- mál sem átt hafa sér stað hér í Keflavík á undanförn- um árum, hafa einkum snúist um tvennt: 1. Nýjan skóla í norður- hluta bæjarins (Heiðar- byggð). 2. Skiptingu aldurshópa í skólunum, þar sem margir, einkum skólamenn hafa lagt áherslu á svokallaða langskiptingu. Það er að allir aldurshópar séu sam- an í grunnskóla, eins og grunnskólalögin gera ráð fyrir. A síðasta ári var hafist handa við teikningu á við- byggingu við Myllubakka- skóla. I kjölfar þess var svo óskað eftir því við Fræðslu- skrifstofu Reykjaness að gerð yrði úttekt á skólahús- næði grunnskóla Keflavík- ur. Nú liggja því fyrir upp- lýsingar um stærð skólanna svo og um það hve mikið skólahúsnæði þarf að vera til staðar svo það fullnægi þeim normum sem í gildi eru fyrir skólahúsnæði. Gert er ráð fyrir því að hér í Keflavík verði 5 bekkj- ardeildir í hverjum árgangi og virðist ekki óhætt að spá verulegri fjölgun þar á næstu árum. Sé stærð skólanna skoð- uð kemur í ljós að Holta- skóli getur annað núver- andi starfsemi, það er að vera með 5 bekkjardeildir í 6.-9.bekk. Hann getur líka hentað VETRARSKOÐUN • Stilltir ventlar • • Stilltur blöndungur • • Skipt um kerti • Skipt um platínur • • Still kveikja • Athuguð viftureim • og stillt • • Athugað frostþol á • kælikerfi. • • Athugaðar þurrkur og settur isvari • í rúðusprautu Athugaður stýrisbúnaður Athugaðar og stilltar hjólalegur Mælt millibil á framhjólum Athugaðir bremsuborðar Skoðaður undirvagn Borið silicon á þéttikanta Athuguö öll Ijós og stillt ef þarf Mæld hleðsla Bíla- og vélaverkstæði KRISTÓFERS ÞORGRÍMSSONAR Iðavöllum 4B - Keflavlk - Siml 1266 Verð með kertum, platinum, isvara og sölu- skatti kr. 2.516 fyrir 4 cyl. bíl. Erum einnig með viðgerðarpjónustu fyrir Mazda, Nissan/Datsun Subaru, Daihatsu og Mitsubishi-bifreiðar. ágætlega sem skóli fyrir 0.- 9.bekk með þrjár deildir í árgangi. Húsnæði fyrir „lang- skiptan“ skóla með 3 deild- ir í árgangi er áætlað 4638 ferm. Núverandi húsnæði Holtaskóla er 4503 ferm., en þá eru ekki taldar með þær tvær stofur sem nú eru notaðar fyrir æskulýðs- starf bæjarins, 120 ferm. Myllubakkaskóli er hins vegar allt of lítill, hvernig sem á hann er litið. Hann er of lítill fyrir þá starfsemi sem þar á sér stað í dag, þó svo að gamli skólinn og lausu kennslustofurnar, kálfarnir, séu teknar með í dæmið. Hins vegar miða allar tillögur við það að hætt verði að kenna í gamla skólanum og að bráða- birgðastofurnar verði teknar úr notkun, og er því augljóst að það vantar tölu- vert uppá að hann geti ann- að, svo vel sé þeirri starf- semi sem þó fer þar fram í dag. Eigi að fullnægja þörf- inni fyrir skólahúsnæði og verði 3 bekkjardeildir í ár- gangi í Holtaskóla þarf Myllubakkaskóli að geta tekið við 2 bekkjardeildum í hverjum árgangi. Húsnæði fyrir langskipt- an skóla 0.-9.bekk með tvær bekkjardeildir í ár- gangi þarf að vera 3365* ferm. en núverandi stærð Myllubakkaskóla (án gamla skólans og kálfanna) er 2191 m2. Það er því ljóst að það vantar 1174 ferm. viðbyggingu við Myllu- bakkaskóla svo hann geti annað þessu hlutverki. Það þarf að stækka hann um rúmlega þriðjung. Það kemur að mínu mati ekki til greina. Fyrir því eru eink- um tvær ástæður. 1. Verði byggt við Myllu- bakkaskóla 1174 ferm., stækkaður um þriðjung, verður hann að mínu mati of stór á þessum stað, börnum á öllum aldri verð- ur áfram beint í hjarta bæj- arins, í alla umferðina sem þar er. 2. Verði þörf bæjarins fyrir skólahúsnæði fullnægt með viðbyggingu við Myll- ubakkaskóla er fyrirsjáan- legt að ekki verður byggður nýr skóli í Heiðahverfi, að minnsta kosti ekki á þess- ari öld. Við stöndum nú frammi fyrir því, ef við viljum lang- skipta skóla að Myllu- bakkaskóli hentar ekki. Við stöndum líka frammi fyrir því að ef við stækkum Myllubakkaskóla nú, þá fæst ekki samtímis skóli norður í nýju hverfunum, þar sem mikill og vaxandi fjöldi barna er. Ég tel því skynsamlegt í þessari stöðu að leggja Myllubakkaskóla niður og byggja nýjan skóla í nýju hverfum bæjarins. Skóla sem verður langskiptur, með 0.-9.bekk og með tvær bekkjardeildir í hverjum árgangi. Sá skóli gæti jafnvel stækkað og tekið við þriðju bekkjardeildinni í hverjum árgangi, ef þörf verður síðar t.d. um alda- mót. Þannig getum við rekið tvo langskipta skóla í bæn- um, Holtaskóla með þrjár bekkjardeildir í árgangi og „Heiðaskólann" með tvær bekkjardeildir í árgangi. Þessi hugmynd er að vísu nokkuð róttæk og ekki óeðlilegt að spurt sé hvað eigi þá að gera við húsnæði Myllubakkaskóla. I því sambandi vil ég benda á að einmitt nú er bærinn að huga að lóð und- ir Safnahús. Safnahús hefur lengi verið ofarlega á loforðaskrá, eins og reynd- ar nýji skólinn. Sú hugmynd að staðsetn- ingu Safnahúss sem helst er talað um nú er lóðin beint á móti nýbyggingu Spari- sjóðins. Sá galli er hins vegar á þeirri lóð að þó byggingarreitur sé nógu stór fyrir Safnahús, þá er lóðin umhverfis heldur lítil því ef byggðasafn verður í því húsi verður að gera ráð fyrir útisvæði fyrir stærri muni sem þar þurfa að vera. Myllubakkaskóli hefur bæði nokkuð stórt húsnæði og nægjanlegt útisvæði í hjarta bæjarins og því hent- ugur fyrir Safnahús. Hann virðist því kjörinn í þetta hlutverk. Jóhann Geirdal

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.