Alþýðublaðið - 09.12.1924, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.12.1924, Blaðsíða 3
ALÞÝÐtJBLAÖlÖ f Jón Krnkknr Bjðrnsson. íslenzku kunna þeir ekki, ungl ingarnir, sem rita Morgunblaðið fyrir Fenger, en margir hafa haldið, að þeir væru bíóauglýs- inga færir í dönsku. En Mgbl. 4. dez. ber þess vitni. að þeir eru það ekki. Þann d g lætur Fenger biaðið flytja skritlu um bifrelða* stjóra, sem segir, að bilslys hafí orðið, af því að maðurinn á hækj- unum hafí ekki hlaupið nógu fljótt undan. Það or að segja: svona stóð akrít an ekkl i Mgbl. þvf að Jón var ekki betri í dönsk- unni en það, að hann hélt að danska otðið »krykke< (hækjð) þýddi krukka, og þegar skrftlan kom í blaðinu stóð: >maðurinn þarua með krukkurnar<. Jón er svarídælskur eias og meon vita, en frá hvaða bæ? Ætii hann sé ekki frá Kiau'a- brekku? Áki, Sjfi landa sýn. (Frh.) Alt þaö, sem nú hefir veriö frá sagt, er í stærra hluta garðsins, sem sporbrautin frá borginni skiftir í tvent. Yflr hana liggur há brú í hinn blutann, en áöur á þá brú er komið, liggur leiðin Um aðra brú yfir tjörn nokkra. Hvílir miðja hennar á eyju, þar sem alt er með japönsku sniði, hús, dýr og juitir, en Buddha-líkneski mikið helgar eyna austrænum sið. í minni hluta, garðsins eru fyist og fremst vötn mikil, full af alls konar fiskum og vatnadýrum. Þar ganga og pokadýr um velli og Btyðjast við rófu sína, en í háreistum járn- búium sitja hiæfuglar og láta ófriðlega. Þarna er og tamninga- hús mikið, þar sem villidýr eru vanin við hinar og þeasar listir og leikfimt; fer það fram á leiksviði, og er þeim, er í dýragarðinn koma. gef inn koítur á að hotfa á. í þetta sinn voru bjarndýr á sviðinu. Svartur björn kreikaði á afturfót- unum um sviðið, dansaði og steypti sór kollhnýs eftir skipun- um tamningamannsins, sem gekk um með tvær afarmiklar svipur og sló ýmsa vega. Síðan fékk björninn kjötbita og lausn, en hópur hvítabjarna kom þá á sjón- arsviðið. Settust þeir á stóla, klifr- uðu upp trönur, rendu sér aítur á bak niður eftir skáborðum, koll- steyptu sór og stigu dans — alt eftir því, sem svipuhöggin dundu. Rótt hjá tamningahúsi þessu er útisvið mikið. Fara þar fram þjóð- fræðasýningar. þetta skifti voru þar Berbar, sveipaðir hvltum voð- um, og sýndu hátterni sitt; Þeir höfðu byssur og hesta og Jögðust til svefns á víðavangi og bundu hestana við sig. Alt í einu kemur náungi aðvífandi og stelur hesti. Rétt á eítir rís hópurinn upp og saknar hestsins. Allir snarast á bak og elta þjóflnn með byssur á lofti. Hann þeysir undan hvað af tekur og hinir á eftir æpandi og skjótandi. Alt f einu kastast þjóf- urinn af baki; hann er tekinn og fluttur burt; bráðlega næat hest- urinn, þótt tryltur só orðinn, og sýningunni lýkur.* Við vorum um fjórar klukku- stundir þarna í dýragaiðinum og munum, þótt gárðurinn só stór, á þeim tíma hafa sóð flest, er þar getur að bta, en mikiu færri dýra- tegundir voru þar nú en áður fyrri. Margir básar og byrgi voru auð, en af nafnspjöldum á þeim mátti sjá, hverjum þau ból voru ætluð. Fjöldi fólks var þarna á ferðinni, þótt virkur dagur væri, og þar á meðal hópur skólabarna með kennurum til leiðsagnar. Datt mér í hug, að börnunum í Reykjavík myndi þykja gaman að eiga kost á sliku, og mintist þess, er Ólafur Friðriksson hafði ein- hvern tíma haft á orði við mig, að koma þyrfti upp dýragarði í Reykjavík, þar sem væru öll inn- lend dýr til að byrja með og svo helzt þau útlend, er gætu þriflst sjálíala í landinu, þótt innflutt væru. Ætti þetta að vera kleift, og væri að því menningarauki fyrir bæjar- búa. Aö minsta kosti fanst fó- lögum mínum fátt um, þegar ég varð að svára noitandi spurningu þeirra um, hvort ekki væri dýra garður í höfuðboig ísiands, (Frh.) wm- Jðlagjatir: -*« skaftfiottar 12.00 kafflkönnur 25.00 vatnskatlar 25.00 vatnspottar 20 00 Flautukatlar úr eir 13.50 Kaffl- og te-bos úr eir 5.00 Frá þessu verði gefum við 10 % afslátt til jóla Hf. rafmf. Hiti & Ljðs. Laugavcgi 20 B. — Síml 830. Söngvar jefnaðar- manna er lítið kver, sem allir alþýðu- menn þurfa að eiga, en enpan muoar um að kaupa. Fæst í Sveinabókbandlnu, á afgreiðslu Alþýðublaðslna og á fundum verkiýðsfélaganna. Útkomið: Etturhsrzklnn, Graf- in lifandi, Gildran, Bónorðlð. — Hver saga kostar 30 aura. Fást á Lautásvegi 15. Opið trá kl.*4 tll 7. — Sfml 1269. Huldir fjársjððir. Tvö télög hér á landl hafa um langt akeið gefið út mlkið af ýmsam tióðlegum bókum. Það er Bókmenta é agið og Þjóðvinaféiagið. Annað þsirrá er meira en 100 ára gamalt og hitt 50 ára. Bæði iélögln eiga stór upplög af góðum bókum, sem þau hafa gefið út frá því þau voru sto'nuð, þó að vitaulegt sé, að einstakar bækur eru upp- seldsr fyrir iöngu. Árið 1915 voru Bókœentafé- I igsbækurnar vlrtar á 20000 kr. og var það talin lág virðlng. Af því má ráða, að félaglð munl eiga til töluvert af bókum. Þessl bóka'jársjóður er iokaður ianl uppi á lofti í dómkirkjanni, og hefir verlð það í mörg ár. Eo Þjóðvinafélagsbækurnar eru vandlega inniby gðar á Softinu í bókasafnshúsl mentaskólans. — Heldur virðist það óviðeigandi, að loka þessa fjársjóði avo ræki- lega mnl, sem gert ®r. Annað- Rafmagns-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.