Fréttabréf - 01.09.1992, Blaðsíða 1

Fréttabréf - 01.09.1992, Blaðsíða 1
Aí. XrisC;<Hatt<lsnJátc;r Simi: 91-73725, fru: 97-27560 9. táí. 1992 / 10. «*?. "Et meget stort oplevelse" segja kvennalistakonur, sem sóttu Kvinnuting Útnorðurs á Egilsstöð- um. riína Helgadóttir segir svo frá: í upphafi skal tekið fram, að undirrituð var nörruö til að fara tii Egiisstaða í lok ágústmánaðar á samkundu vestnor- raenna kvenna til að sjá um kynningarbás Kvennalistans. Þær konur, sem áttu heiðurinn af því táli, eiga mínar bestu þakkir skildar, enda var veran austur par „et meget stort oplevelse". (í fyrsta sinn á ævi minni miðlungslangri fann ég virkilega til þess, að ég tilheyrði fyrrverandi nýlenduþjóð, þegar það eina,sem dugöi í samskiptum okkar grænlenskra, færeyskra og íslenskra kvenna, var gamla herraþjóðarsprokið. Jafnvel þó ég hafi hangið á „stakketinu" og tölt eftir „fortóinu" í æsku.) Nema hvað, á flugvellinum beið okkar kona á staðnum , Helga Hreinsdóttir, og það má ekki seinna vera að þakka henni allan viðurgjörning, skutl og reddingar ýmsar og ekki síst gistingu í miðri gróðurparadís, enda garðurinn hennar Helgu viðurkennd- ur og verðlaunaður.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.