Fréttabréf - 01.09.1992, Side 9

Fréttabréf - 01.09.1992, Side 9
Við höfum nú ekki verið mjög afkastamiklar í funda- haldi í Vestfjaröaanga. Sumarið reyndist okkur eiginlega alltof stutt til að gera allt, sem við hefðum viljað gera. En eins og áður hefur komið fram og iýst var í síðasta Fréttabréfi, fórum við 4 Kvennalistakonur í ferðalag um Strandasýslu í júlí síðastliðnum og heilsuðum upp á fólk. Og hefðum við gjarna viljað hafa meiri tima í það, því fátt er gagnlegra í stjórnmála- vafstri en að hitta fólk á heimavelli, heyra sjónarmið þess og óskir. En þar að auki gáfum við út blaðið okkar, Pilsaþyt, þann 19. júní. Því var dreift inn á öll heimili á Vestfjörðum og nokkur eintök send í alla anga. Þar sögðum við frá þingmálum Kvennalistans, fyrirhuguðu vestnorrænu kvennaþingi, sem nú er nýlega afstaðið á Egilsstöðum, þar var hugleiðing um sam- einingu sveitarfélaga og grein um EES, svo að eitthvað sé nefnt. Ef einhverja langar til að fá eintak, þá er hægt að fá það á þingflokksskrifstofu okkar í Austurstræti 14 og hjá Sigríði J. Ragnar á ísafirði. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. í framkvæmdanefnd Kvennalistans í riorðurlandi eystra eru Helga Erlings, Hólmfríður Jóns og undirrituð. Við erum farnar að huga að vetrarstarfi, erum að athuga með húsnæði og velta fyrir okkur reglulegum samkomum af svipuðu tagi og „Laugardagsköffin" sívinsælu. Piokkrar Kvennalistakonur fóru á kvennaráðstefnuna á Egilsstöðum og komu harðánægðar til baka. Tíöarfarið hefur hins vegar ekki beinlínis orðið til þess aö lyfta geðinu, það hefur verið með undarlegra móti þetta árið, sem sést best á því, að meðalhitinn í júlí var lægri en í janúar! Þvílíkt rugl getur nú jafnvel sett hinar mætustu Kvennalistakon- ur út af laginu. Qunnhildur Bragadóttir.

x

Fréttabréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.