Fréttabréf - 01.09.1992, Síða 10
Reykjavíkurangi hélt félagsfund miðvikudagskvöldið 2.
september. Fagur hópur vaskra kvenna var þar saman kominn
og lagði á ráðin um starfið á komandi missirum.
Tilkynnt var, að Margrét Sæmundsdóttir hefur tekið að
sér að verða varakona Guðrúnar Ögmundsdóttur næstu tvö
árin í borgarstjóm. Henni var fagnað með lófaklappi og góðum
óskum um leið og lagt var á ráðin, hvernig við gætum staðið að
útskiptunum sjálfum með glæsibrag. Ákveðið hafði verið, að
Elín G. Ólafsdóttir sæti sinn síðasta borgarstjórnarfund þann
17. september, sem er fyrsti fundur að loknum sumarleyfum. Á
þann fund er ráðgert, að við kvennalistakonur fjölmennum á
pallana við fundarsetningu kl. 17.00. Það er þó bara byrjunin!
Því síðan er ætlunin að safnast saman að Laugavegi 17 daginn
eftir, föstudaginn 18. septemberkl. 17.00, og þakka Elínu
samstarfið og málfiutning fyrir Kvennalistann og allar konur.
Eitt er svo að þakka Elínu frábær störf, annað er að taka á móti
Guðrúnu til starfa. í því skyni er ætlunin að mæta aftur á palla
borgarsljórnar hálfum mánuði síðar eða þann 1. október og
bjóða þessa nýju valkyrju velkomna til starfa. Við höfum því
ærin tækifæri til að dusta af okkur sumarslenið, halda í miðbæ-
inn og mynda glæstan hóp baráttukvenna á pöllum borgar-
stjórnar. Einnig var rætt lítillega um útskiptingar í nefndum. Þar
kom fram, að Kristín Blöndal, fóstra og myndlistarkona, verður
aðalkona í sijórn Dagvistar barna og Hólmfríður Garðarsdöttir
varakona hennar, en Kristín Árnadóttir verður varakona í
stjóm Sorpu. Þeim er óskað alls hins besta fyrir veturinn.
Sagt var frá því, að kannaðir hafa verið möguieikar á
því að taka Hótel Vík á leigu fyrir starfsemi Kvennalistans, og
var mikill áhugi á því máli.
Málefni landsfundar voru mikið rædd. Það er Reykjavík-
urangi, sem ber ábyrgð á því að standa veglega að landsfundi
nú haustið 1992. Mokkrar konur gáfu kost á sér til undirbún-
ings og munu nú hella sér í verkið ásamt framkvæmdanefnd
angans. Ýmsar tillögur komu fram um húsnæði og aðbúnað,
nokkrar um málefni og áherslumál, og í kjölfarið var ákveðið
að hittast á fundatíma framkvæmdanefndar á mánudögum kl.
10