Fréttabréf - 01.01.1995, Blaðsíða 2

Fréttabréf - 01.01.1995, Blaðsíða 2
A.m.K. fréttist af miklum fundahöldum í öngunum í síöustu viku, þar sem drögin voru til umf]'öllunar. Eins gott, því lokafrágangur er þegar haflnn. Yfirskoöunamefnd er tekin til óspilltra málanna aö snyrta og samræma texta. Stefnuskrárvinna, fjárhagsáætlun og fleira Helgina 28. - 29. janúar veröur svo samraösfundur, þar sem lokahönd veröur lögö á verkiö. Og nú þýöir ekkert elsku mamma, pví handritiö parf aö komast í prentun. Áformaö er aö samráö komi til fundarins í Rúgbrauösgeröinni, Boigartúni 6, kl. 11 á laugardag og vinni höröum höndum fram á sunnudag. Afgreiðsla stefnuskrarinnar er par sem sagt aöalatriöiö, en vonandi gefst pó góöur timi til aö raeöa ýms önnur mál, sem tengjast undirbúningi kosninganna. Brýnt er t.d. aö ganga frá fjárhagsáætlun kosningabaráttunnar og komast aö niöurstööu um skiptingu fjárins milli anganna og milli einstakra sameigin- legra liöa. Dagskrá fundarins og nánari upplýsingar veröa send- ar samráöskonum á næstunni. Hvers vegna er Kvennalistinn besti kosturinn? Margt fleira er á döfinni og reyndar byrjaö á ýmsu. Piæsta tbl. VERU ætti aö nýtast vel í kosningabaráttunni, pví megin- þemaö veröur helgaö kvennabaráttunni, stööu kvenna og kon- um í pólitík. Þar er m.a. ætlunin aö sýna fram á, hvers vegna þaö skiptir máli aö styöja frambjóöendur Kvennalistans fremur en annarra fiokka, hafi paö vafist fyrir einhveijum. Pá er ætlun- in aö vinna styttri útgáfu af stefnuskránni, sem hentar betur til almennrar dreifingar, og hugaö er aö ýmsum öörum mögu- leikum í sameiginlegri útgáfu. ÁróÐurs- og ímyndarhópur að störfum Von er á fréttum af störfum áróöurs- og ímyndarhóps á næstunni, en eins og piö muniö, var samþykkt á landsfundi tillaga um slíkan hóp, sem skila myndi af sér í janúar. Anna Maigrét Quöjónsdóttir, Helga Qunnarsdóttir, Hansína B. Einars- dóttir, María Jóhanna Lámsdóttir og Steinunn V. Óskarsdóttir hafa ráöiö ráöum sínum undanfamar vikur, en lítiö látiö upp- skátt um hugmyndir sínar. Þetta eru frjóar konur, og viö bíöum spenntar frétta. En paö er mökkur af öörum frjóum konum í Kvennalist- anum, og þær eru endilega beönar aö lúra ekki á hugmyndum sínum og tillögum. Viö ætlum aö sækja duglega á brattann í kosningabaráttunni, og pá má engin liggja á liöi sínu. 2

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.