Fréttabréf - 01.09.1995, Blaðsíða 5

Fréttabréf - 01.09.1995, Blaðsíða 5
' angafréttir angafréttir angafréttir núna að undirbúa félagsfund fyrir landsfund og munum halda annan í Zontasalnum 28. nóvember og segja þá fréttir af landsfundi. Lára Ellingsen Frá Reykjanesanga Reykjaneskonur stóðu fyrir söguferð um Álftanes þann 15. október s.l. undir leiðsögn Önnu Ólafsdóttur Björnsson. Veðurhorfur voru ekki ýkja góðar fyrr um morguninn en veðurguðirnir voru búnir með mestallt loftið þegar ferðin hófst og bjart var yfir nesinu alla leiðina. Mættu níu Kvennalistakonur og tveir Kvennalistahundar og skoðuðu bæði fjörur og sögustaði nessins. Að fenginni þessari reynslu bendum við Reykja- neskonur Kvennalistakonum í öðrum öngum á þennan ágæta möguleika á samveru, því göngugleði Kvennalistakvenna hefur margsannast á landsfundum og vorþingum. Vegna atburðanna á Flateyri var félagsfundi angans sem fyrirhugaður var fimmtudagskvöldið 26. október frestað til mánudags 6. nóvember. Reykjaneskonur. Frá Vesturlandsanga Vesturlandsangi hélt fund í Borgarnesi mánudaginn 30. október þar sem vetrarstarfíð var rætt. Ákveðið var að skipa konur úr uppsveitum Borg- arfjarðar í nýja framkvæmdanefnd og tók Ingibjörg Daníelsdóttir að sér að finna konur með sér. Hansína B. Einarsdóttir bauðst til að sitja í Samráði fyrir angann en auk hennar verður valin ein kona úr ófæddri framkvæmdanefnd í ráðið. Þingkonur Reykjavíkuranga mættu til fund- arins og sögðu fréttir úr þinginu og hver yrðu helstu mál þessa þings. Sköpuðust mjög góðar umræður um framu'ðina í framhaldi af því. Ákveðið var að leggja höfuöáhersluna á að halda 3 þemafundi á næsta hálfa árinu og var framkvæmdanefndinni falið að sjá um þá. Heimildir: Helga Gunnarsdóttir. Frá Reykjavikuranga 19. október var haldinn félagsfundur í Reykjavíkuranga. Fyrir angann sitja Sjöfn Kristjánsdóttir og Kristín Einarsdóttir í Samráði og Þórhildur Þorleifsdóttir og Ragnheiður Sigurjónsdóttir í Framkvæmdaráði. Sigrún Sigurðardóttir og Kristín Einarsdóttir gengu úr framkvæmdanefndinni en í þeirra stað voru valdar þær Erna Haraldsdóttir og Salóme B. Guð- mundsdóttir. Sigrún fer þó áfram með fjármál angans, ásamt Helgu Sigrúnu Sigurjónsdóttur.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.