Fréttabréf - 01.09.1995, Blaðsíða 4

Fréttabréf - 01.09.1995, Blaðsíða 4
angafréttir angafréttir angafréttir Frá Austurlandsanga Það var vonskuveður og við konur þrælkvefaðar sem ætluðum að standa að hátíðahöldunum. Konur sem ætluðu að koma langt að tóku að boða forföll, en við Gwendolyn stússuðum ýmislegt, fundum til kaffibolla, dúka, veitingar og fleira. Á slaginu 5 birtust fyrstu gestirnir í Ásbrún, þá var Gwendolyn rokin í sturtu, en ég var að hræra í pastasósu og huga að chili con carne, sem maðurinn minn lagði til. Það var kaffihúsa- stemning í þessu vinalega gamla húsi. Þar sem hér er ekkert kaffihús var bara það alveg sérstakt. Gwendolyn birtist í fullum skrúða Maori- kvenna, konur skröfuðu yfir kaffibollum og ungar stúlkur spiluðu á ýmis hljóðfæri, sungu og Iásu Ijóð. Sumar þeirra sveipuðu sig svuntum og gengu um beina óumbeðið, sjálfum sér og öðrum til óblandinnar ánægju. Vera má að kvennafrídagurinn taki á sig aðra merkingu í hugum þeirra. Sjáum til. Klukkan 7 mátti sjá konur í upphlut, færeyskum búningi, maoripilsi og öðrum klæðnaði fá sér chili con carne, og prest mjög svo barnshafandi rjúka á milli borða að spyrja hver ætlaði nú að gera hvað í messunni, á meðan ein okkar spilaði og söng inni á kontór Gwendolyn og bar undir mig ýmis gítargrip við Áfram stelpur og önnur góð lög. Svo var lagt á brattann í slabbinu og gengið til kirkju kl. 8. Hún var full, svona 90 konur, þar með taldar fræknar konur frá Egilsstöðum, sem buðu veðrinu birginn, en héldu svo rakleitt heim í Fagradalinn. Stundin var yndisleg, meiri söngur, tónlist, ritningarlestur um konur í Biblíunni, söngur um Mirjam, frekar en Móse bróður hennar, sem frelsaði ísrael frá Faraó. Þá var mál að renna sér fótskriðu niður brekkuna og snæða herlega tertu Gwendolyn, sem er jú atvinnukona í hátíðaskreytingum. Hún endurtók Maoriathöfn til að bjóða allar velkomnar. Við sungum rauðsokkulögin og skemmtum okkur þar til allir fóru til síns heima. Við bjuggumst ekki við slfkri þátttöku í okkar villtustu draumum, erum því sælar og hyggj- um á eitthvað sniðugt í framhaldi. Bestu kveðjur, Yrsa. Frá Norðurlandsanga eystra Á norðurlandi eystra gengur lífið sinn gang. 24. október var haldinn há- líðlegur og komu um 140 konur í Deigluna á Akureyri og áttu ánægju- lega stund saman. Þar var í forsvari okkar ágæta Ragnhildur Vigfús- dóttir (Dússa) og stjórnaði hún af meðfæddum skörungsskap. Hyggjum við gott til samstarfs við nýjan jafnréttisfulltrúa á Akureyri. Við erum

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.