Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 1
ÍÞRÓTTIR Best Thea Imani Sturludóttir úr Fylki er leikmaður 13. umferðar í handboltanum. Íslandsmeistari í spjótkasti og kringlukasti. Hættir vonandi í frjálsum, segir Guðríður. Næsta skref að fara utan og spila. 4 Íþróttir mbl.is skekið hafa sambandið. Í kjörinu í sumar kusu Geir og flestir evrópskir formenn Ali prins, en Geir segist ekkert hafa ákveðið um hver verði fyrir valinu í febrúar: Mjög slæm staða fyrir fótboltann „Þetta er allt annar leikur núna. Það eru mun fleiri frambjóðendur núna og það var mjög áhugavert að heyra þeirra málflutning, hjá þeim öllum. Það er mikið eftir af þessu kapphlaupi. Við formennirnir á Norðurlöndunum höfum ekki tekið neina ákvörðun, aðra en þá að reyna að vera samstiga í kjörinu,“ sagði Geir við Morgunblaðið í gær. Blatter og Michel Platini, forseti UEFA, eru nú báðir í 90 daga banni vegna rannsóknar á 270 milljóna króna greiðslu FIFA til Platinis, fyr- ir ráðgjafarstörf sem hann á að hafa unnið níu árum fyrir útborgun. Plat- ini hafði þótt líklegur til að taka við af Blatter sem forseti FIFA. „Þetta er mjög slæm stað fyrir fótboltann, að bæði forseti FIFA og UEFA séu í bráðabirgðabanni. En eins og við höfum sagt þá bíðum við eftir því að hann [Platini] fái réttláta málsmeðferð og úrskurð, og knatt- spyrnuheimurinn bíður eftir þeim úrskurði. Við höfðum engar upplýs- ingar um þetta samkomulag, og þetta kom öllum mjög á óvart,“ sagði Geir. Hann útilokar ekki að Platini komi til greina sem næsti forseti FIFA: „Lögmenn Platinis hittu okkur formennina úr Evrópu á fundi í október þar sem þeir voru fullvissir um að hans nafn yrði hreinsað af öll- um ásökunum. Ég veit ekkert meira um það, og við verðum bara að bíða eftir úrskurði. Hér gildir hið al- menna, að menn eru saklausir uns sekt er sönnuð,“ sagði Geir, en reiknað er með úrskurði fyrir jól í máli Platinis og Blatters. Sam- kvæmt BBC gætu þeir átt yfir höfði sér sjö ára bann frá öllum störfum tengdum fótbolta. „Allt annar leikur núna“  Geir hitti FIFA-frambjóðendur í gær  Bíður niðurstöðu í máli Platinis Morgunblaðið/Golli Hættir Geir Þorsteinsson og kollegar hans um allan heim velja arftaka hins þaulsetna Sepp Blatters í embætti forseti FIFA á fundi í Zurich í febrúar. FIFA Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Geir Þorsteinsson og aðrir formenn knattspyrnusambandanna á Norð- urlöndunum fengu að kynnast fjór- um af fimm frambjóðendum til for- seta FIFA, á fundi í Danmörku í gær. Á fundinum voru Frakkinn Je- rome Champagne, Gianni Infantino, framkvæmdastjóri UEFA, jórd- anski prinsinn Ali bin Hussein og hinn suðurafríski Tokyo Sexwale. Fundað verður í desember með fimmta og síðasta frambjóðandan- um, sjeiknum Salman Bin Ibrahim Al-Khalifa frá Barein. Arftaki Sepps Blatters verður val- inn á fundi FIFA hinn 24. febrúar. Blatter hlaut endurkjör síðasta sum- ar en ákvað svo að láta af embætti í febrúar vegna spillingarmála sem Axel Stefánsson er þjálfari B- landsliðs Noregs í handknatt- leik kvenna sem mætir A- landsliði Íslands í tveimur vin- áttulandsleikjum um næstu helgi. Axel var á árum áður markvörður Þórs á Akureyri og síðar Vals. Hann hefur getið sér gott orð sem þjálfari í Nor- egi. Undir hans stjórn hafa yngri kvennalið Noregs m.a. orðið Evrópumeistarar. Axel hefur einnig þjálfað hjá félagsliðum. Selfyssing- urinn Þórir Hergeirsson hefur þjálfað A-landslið kvenna í Noregi í sex ár. iben@mbl.is Íslendingur stýrir B-landsliði Noregs Axel Stefánsson Alfreð Finnbogason og félagar í gríska liðinu Olympiacos geta tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld takist þeim að krækja í stig gegn Bayern München í Þýskalandi. Svo gæti reyndar farið að bæði lið tryggðu sér sæti í 16-liða úrslit- unum, en sú yrði raunin ef hin liðin í riðlinum, Dinamo Zagreb og Arsen- al, gerðu jafntefli í Lundúnum. Bay- ern og Olympiacos eru bæði með níu stig, en Dinamo og Arsenal aðeins þrjú, þegar tvær umferðir eru eftir. Arsenal sækir Alfreð og félaga heim í lokaumferð riðlakeppninnar og leikmenn liðsins hafa ekki gefið upp alla von: „Þetta er búið að vera erfitt hjá okkur, bæði hvað varðar úrslit og frammistöðu, en við eigum enn von og við tökum hana alvarlega. Höfum í huga að við unnum eitt besta lið Evrópu á heimavelli og nýtum sjálfs- traustið þaðan til að standa okkur,“ sagði Per Mertesacker, miðvörður Arsenal. Barcelona dugar jafntefli gegn Roma á heimavelli til að tryggja sér sætið í 16-liða úrslitum, og jafnframt sigur í E-riðli. Chelsea sækir Maccabi Tel Aviv heim til Ísraels í G-riðli, en Chelsea er í 2. sæti riðilsins með sjö stig, tveimur stigum á undan Dynamo Kiev sem sækir Porto heim. Porto er á toppi riðilsins með 10 stig. Í H-riðli er Zenit St. Pétursborg frá Rússlandi þegar öruggt um að komast áfram, en Valencia, Gent og Lyon berjast um að fylgja liðinu. sindris@mbl.is Alfreð eða Bayern  Alfreð og félagar gætu skilið Arsenal eftir og komið sér í 16-liða úrslit í kvöld  Nokkrir farseðlar í boði í kvöld AFP Mark Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið gegn Arsenal á útivelli. Fyrirliðinn Ashley Williams og sóknarmaðurinn André Ayew, liðsfélagar Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Swansea, hafa lýst yfir stuðningi leik- manna við knattspyrnustjór- ann Garry Monk sem þykir af- ar valtur í starfi vegna slæms gengis liðsins í vetur. „Allir í búningsklefanum eru á sama máli og við viljum standa okkur bæði fyrir hann og okkur sjálfa,“ sagði Williams. „Hann er stór- kostlegur stjóri. Við sáum allir hvað hann gerði á síðustu leiktíð,“ sagði Ayew. sindris@mbl.is Sýna stuðning við stjóra Gylfa Þórs Gylfi Þór Sigurðsson Knattspyrnumaðurinn Guð- mundur Andri Tryggvason, sem leikur með KR, mun æfa með hollenska liðinu Feyen- oord næstu daga. Guðmundur Andri hélt til Hollands í fyrri- nótt ásamt Henrik Bödker, að- stoðarþjálfara KR-liðsins. Guðmundur Andri æfði með unglingaliði félagsins í gær og mun æfa með liðinu út vikuna. Guðmundur Andri, sem er nýorðinn 16 ára, lék einn leik í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili og tvo í Borgunarbikarnum þar sem hann skoraði eitt mark. sport@mbl.is Guðmundur Andri æfir hjá Feyenoord Guðmundur Andri Tryggvason  Ingólfur Óskarsson var í íslenska landsliðinu í handknattleik sem sigraði Spánverja, 22:13, í vináttulandsleik í íþróttahúsinu á Keflavíkurflugvelli 24. nóvember árið 1964.  Ingólfur fæddist 1941 og lék lengi með Fram þar sem hann varð sjö sinn- um Íslandsmeistari. Hann skoraði 20 mörk í leik gegn ÍR og það var lengi markamet í efstu deild. Ingólfur var í lykilhlutverki í landsliði Íslands, m.a. á HM 1964 þar sem hann átti stórleik í fræknum sigri á Svíum. Ingólfur spil- aði einnig um skeið með Malmberget í Svíþjóð en hann lék 29 landsleiki og skoraði í þeim 65 mörk. ÍÞRÓTTA- MAÐUR- DAGSINS Aron Einar Gunnarsson gat ekki leikið með Cardiff um helgina vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Íslands og Póllands á dög- unum. Meiðslin eru þó ekki al- varleg og kvaðst Russell Slade, stjóri Cardiff, í sam- tali við BBC vonast til að Aron gæti spilað gegn Burnley á laugardag. sindris@mbl.is Vonast eftir Aroni fljótt Aron Einar Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.