Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015 Serbneski tennisleikarinn Novak Djokovic batt endahnút á frábæran árangur sinn á árinu með því að leggja Svisslendinginn Roger Fede- rer að velli í úrslitaleik á ATP World Tour Finals á sunnudaginn og tryggja sér þar með sigur á mótinu fjórða árið í röð. Mótið fór fram á O2 Arena í London. Djokovic sem er efstur á heims- listanum í tennis vann 11 titla á árinu, þar á meðal þrjú risamót og Serbinn hefur þar með unnið 10 risa- mót á ferli sínum. „Ég naut hverrar mínútu á vell- inum og þetta var draumi líkast. Ég er kominn í góða stöðu eftir að hafa leikið vel á árinu og síðastliðin fimm ár í raun. Titlarnir í ár setja mig á spjöld sögunnar,“ sagði Djokovic. hjorvaro@mbl.is AFP Bikar Novak Djokovic með nýjasta verðlaunagripinn í fanginu. Ellefu titlar á árinu SÚ BESTA Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is „Hún er ótrúlega efnilegur leik- maður og einn sá efnilegasti sem hefur komið fram í mörg ár,“ segir Guðríður Guðjónsdóttir, aðstoðar- þjálfari Fylkis og fyrrverandi lands- liðskona, við Morgunblaðið þegar hún var beðin um að lýsa hinni 18 ára gömlu Theu Imani Sturludóttur, leikmanni Fylkis. Thea Imani er leikmaður 13. um- ferðar Olís-deildar kvenna að mati Morgunblaðsins en unga örventa skyttan skoraði 11 mörk í sigri Fylk- is gegn ÍR, 28:27, í leik liðanna í Fylkishöllinni um nýliðna helgi. Thea hefur þar með skorað 87 mörk fyrir Árbæjarliðið í deildinni á tíma- bilinu og er á meðal markahæstu leikmanna deildarinnar. Thea er ekki bara góð handboltakona heldur hefur hún látið að sér kveða í frjáls- um íþróttum. Hún varð Íslands- meistari í spjót- og kringlukasti í flokki 18-19 ára í sumar. Hún fékk bronsverðlaun í kringlukasti á Meistaramóti fullorðinna í júlí, kast- aði þá 10 metrum styttra en ólymp- íufarinn Ásdís Hjálmsdóttir, og varð bikarmeistari í fyrra. „Einn af kostunum við Theu er að hún er jafnvíg í vörn og sókn. Hún er mjög öflug á báðum sviðum. Þrátt fyrir að vera aðeins 18 ára gömul er hún búin að vera í lykilhlutverki hjá Fylki síðustu þrjú árin. Hún er hörkugóð skytta og fantagóður varnarmaður. Thea er með góðar gabbhreyfingar, er mjög frá á fæti og er í góðu líkamlegu formi. Ekki skemmir fyrir að hún hefur hæðina og er örvent,“ segir Guðríður, sem á árum áður var besta handboltakona landsins um árabil. Hættir vonandi í frjálsum Thea Imani var valin í A-landsliðið í fyrsta sinn nú í haust en hún var í landsliðshópnum sem tók þátt í leikjunum við Frakka og Þjóðverja í undankeppni Evrópumótsins og um næstu helgi spilar hún með landslið- inu í tveimur leikjum á móti B-liði Norðmanna ytra. „Thea er mikill íþróttamaður. Hún hefur unnið til verðlauna í spjótkasti en ég held og vona að hún látið staðar numið í frjálsum og ein- beiti sér alfarið að handboltanum. Hins vegar held ég að þetta hafi gert henni gott að vera í frjálsum íþrótt- um líka. En núna finnst mér kominn sá tímapunktur að hún verði að ein- beita sér að einni grein. Hún er kom- in í landsliðið í handboltanum og þá þarf hún að nota sumarið í að byggja sig upp fyrir handboltann. Lífið hjá Theu snýst bara um íþróttir og skól- ann. Hún er algjör bindindismann- eskja og leggur sig 100% fram í allt sem hún gerir. Framtíð hennar er svo sannarlega björt. Auðvitað vilja öll stóru liðin hér heima fá hana en hún gerði tveggja ára samning við Fylki. Hins vegar held ég að næsta skrefið hjá henni sé að fara út og spila. Hún hefur svo sannarlega get- una og burðina til þess en fyrst mun hún klára stúdentinn,“ sagði Guð- ríður en Thea Imani stundar nám við Borgarholtsskólann og er þar á afreksbraut í handbolta. Næsta skrefið að fara út  Thea Imani Sturludóttir úr Fylki er leikmaður 13. umferðar í Olís-deildinni  Örvhenta skyttan varð Íslandsmeistari í spjótkasti og kringlukasti í sumar Morgunblaðið/Styrmir Kári Barátta Hin efnilega Thea Imani Sturludóttir sækir að Helenu Örvarsdóttur og Esther Viktoríu Ragnarsdóttur í leik með Fylki gegn Stjörnunni í vetur. Hún hefur skorað 87 mörk í fyrstu 13 leikjum Árbæjarliðsins. Handbolti: Best í 13. umferð Hvaða uppátæki er það hjá stöku fréttamönnum að tala nið- ur vináttulandsleiki í hinum ýmsu íþróttagreinum með því að kalla þá æfingaleiki? Jú, jú – vissulega má verja þessa orðnotkun með þeim rök- um að þegar ekki sé um leiki í undankeppni Evrópu- og heims- meistaramóta að ræða séu við- komandi leikir ekkert annað en æfingaleikir. Það eru engin stig í húfi. En þegar spilaðir eru op- inberir landsleikir, seldur að þeim aðgangur, þeir sýndir beint sjónvarpi og áhorfendur eru kannski 58 þúsund eins og þegar karlalandsliðið í knattspyrnu lék í Varsjá á dögunum? Þá hljómar orðið æfingaleikur hálfhjákát- lega, ekki síst í lýsingu þess fjöl- miðils sem hefur lagt út í kostn- að við að koma honum á framfæri við landsmenn. Í mínum huga og minni mál- vitund hefur æfingaleikur ávallt verið í því formi að þar sé mest lítið um áhorfendur, jafnvel spil- að án þeirra, innáskiptingar frjálsar, leiktíminn jafnvel líka, og engin umgjörð. Hvað þá þjóð- söngvar! Á enskri tungu, sem stund- um er höfð til fyrirmyndar (og stundum ekki!) er notað hið ágæta orð „friendly“ um vináttu- landsleikina. Ég hef aldrei séð eða heyrt BBC eða Sky fjalla um „practice match“ í þessu sam- bandi. Á íslenskunni eigum við þetta fína orð – vináttulands- leikur – sem líka inniheldur ágætis boðskap ef út í það er farið. Það hefur líka verið í fullri notkun til skamms tíma en þess- ir „æfingaleikir“ hafa skotið upp kollinum á allra síðustu árum. Eigum við ekki að skjóta þá aftur í kaf? BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is SÁ BESTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Reginald Keil Dupree, betur þekktur sem Reggie Dupree, lagði svo sann- arlega sitt af mörkum þegar Keflvík- ingar lögðu Íslandsmeistara KR- inga, 89:81, í síðustu viku. Dupree skoraði 21 stig, tók 7 fráköst og átti 2 stoðsendingar á þeim tæpum 33 mín- útum sem hann spilaði. Bakvörður- inn knái fór á kostum utan þriggja stiga línunnar en hann hitti úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Dupree er leikmaður 7. um- ferðarinnar að mati Morgunblaðsins. „Dupree hefur komið geysilega sterkur inn í lið okkar á tímabilinu og við erum virkilega ánægðir með hann,“ sagði Einar Einarsson, að- stoðarþjálfari Keflvíkinga, við Morg- unblaðið þegar hann var inntur álits á lærisveini sínum. Orðinn Íslendingur Dupree fékk íslenskan ríkisborga- rétt á þessu ári en hann giftur ís- lenskri konu, Dísu Rhiannon Edw- ards, og eiga þau eitt barn saman. Þau kynntust í skóla í Bandaríkjun- um. Dupree hóf sinn feril hér á landi með liði Reynis í Sandgerði en hann gekk í raðir Keflvíkinga fyrir tímabil- ið í fyrra. Ekki lét Dupree mikið að sér kveða á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 4,6 stig að meðaltali. „Hann var ekki í neinu hlutverki með okkur í fyrra. Hann var Kani númer tvö og leysti hinn af hólmi þegar hann þurfti á hvíld að halda. Það er auðvitað hálfömurlegt hlut- verk en hann vildi vera áfram í Kefla- vík, vinna sig upp og öðlast íslenskan ríkisborgararétt. Það gekk upp. Ég var búinn að benda mönnum á að hafa augu með Reggie og sagði að hann ætti eftir að gera góða hluti í vetur. Hann æfði alveg eins og skepna í sumar og á æfingunum hjá okkur er hann manna duglegastur. Hann leiðir „tempóið“ og í nokkrum leikjum sem hann var ekki með okk- ur á undirbúningstímabilinu var „tempóið“ allt annað í leikjunum og á æfingunum. Hann er bara prímus- mótorinn hjá okkur,“ sagði Einar en Keflvíkurliðið hefur farið á kostum í byrjun tímabilsins og hefur unnið alla sjö leiki sína í deildinni. Dupree hefur skorað 13,7 stig að meðaltali í leik á þessu tímabili og tekið 4,3 frá- köst. Sjálfstraustið er í botni „Hittnin hjá honum á tímabilinu hefur verið óvenjugóð. Hann er góð- ur skotmaður og allt það en að setja niður fimm þriggja stiga skot úr jafn- mörgum tilraunum á móti KR er ekki eitthvað sem maður hefði reikn- að með fyrir leikinn. Ég hefði alveg fyrirgefið honum ef hann hefði brennt af einu skoti. Dupree hitti á fantagóðan leik á móti KR. Hann hefur mikla trú á því sem hann er að gera og sjálfstraustið er í botni hjá honum. Líkamlega formið á honum er frábært og þeir hæfileikar sem hann hefur yfir að ráða nýtast okkar spræka liði afar vel. Það má segja að hann sé svona nett ofvirkur. Hann er manna harðastur í vinnunni í eldhús- inu hjá IGS og þegar það er róleg æf- ing daginn fyrir leik þá vill hann vera á fullu. Hann er flott fyrirmynd og hann er þannig leikmaður sem allir þjálfarar elska að hafa í sínu liði,“ sagði Einar. Körfubolti: Bestur í 7. umferð Prímusmótorinn í liðinu  Reggie Dupree hefur spilað afar vel með Keflvíkingum á leiktíðinni  Leikmaður sem allir þjálfarar elska að hafa í sínu liði, segir Einar Einarsson Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Stórleikur Reggie Dupree með boltann í sigurleiknum gegn KR-ingum þar sem hann skoraði m.a. úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.