Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015 SÁ BESTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Guðmundur Hólmar Helgason, fyr- irliði Vals, er leikmaður 14. umferðar í Olís-deild karla í handknattleik en hann fór fyrir Hlíðarendaliðinu sem hafði betur gegn Gróttu, 26:24, á Sel- tjarnarnesi á laugardaginn. Guð- mundur Hólmar skoraði 9 mörk í leiknum og var að venju öflugur í varnarleik sinna manna. „Guðmundur er bara frábær leik- maður í alla staði. Það er alveg magn- að hversu þroskaður leikmaður hann er miðað við aldur,“ sagði Hlynur Morthens, markvörður Valsmanna, við Morgunblaðið þegar hann var beðinn um að lýsa samherja sínum. Er að springa út „Gummi er mikill leiðtogi sem sést best á því að hann er fyrirliði liðsins og hann sinnir þessu hlutverki sínu mjög vel. Það má segja að hann sé að springa út sem leikmaður á þessu tímabili. Eftir að hann samdi við franska liðið hefur hann stigið heldur betur á pedalann. Hann æfði rosalega vel í sumar eins og hann gerir í raun alltaf og Gummi er bara ótrúlega heill og góður strákur. Hann er svakalegur duglegur að mæta í lyft- ingasalinn og hann lyftir meiri þyngd en nokkur annar í liðinu. Hann gerir allt meira en flestallir í liðinu og það er skila þessum árangri sem hann hefur náð,“ segir Hlynur. Er nautsterkur Guðmundur Hólmar er 23 ára gamall Akureyringur sem ungur að árum fór að spila með Akureyrarlið- inu en hann gekk í raðir Valsmanna fyrir tveimur árum og er spila sitt þriðja tímabil með liðinu. Hann yfir- gefur Val eftir tímabilið því í sumar samdi hann við franska liðið Cesson Rennes. „Hann er búinn að vera í lykilhlut- verki frá því hann fór að spila með meistaraflokki, fyrst hjá Akureyri og svo hjá Val. Guðmundur er ekki bara góður sóknarmaður heldur er hann frábær varnarmaður. Hann er naut- sterkur og kann leikinn vel. Hann vinnur vel í vörninni með Orra Frey og það er virkilega gott fyrir mig að vinna fyrir aftan þá,“ segir Hlynur Morthens. Guðmundur Hólmar hlaut eldsk- írnina með íslenska landsliðinu á Gullmótinu í Noregi á dögunum og óhætt er að segja að hann hafi stimplað sig vel inn með því. Hlynur segir að það hafi ekki komið sér á óvart að Guðmundur hafi fengið tæki- færi með landsliðinu. Á eftir að spila marga landsleiki „Það var virkilega gaman að sjá hvað hann stóð sig vel í þessum leikj- um. Hann sýndi það að hann er klár í hvað sem er. Hann átti svo sannar- lega skilið að fá tækifærið og hann nýtti það heldur betur vel. Ég held að það sé alveg klárt mál að hann á eftir að spila marga landsleiki í framtíð- inni. Ég vona það alla vega. Hann hefur alla vega burðina til þess. Það verður gaman að fylgjast með honum í atvinnumennskunni. Hann hefur styrk og burði til vera í henni. Hann mætti vera aðeins hávaxnari eins og margir aðrir íslenskir handboltamenn en hann hefur klárlega líkamlegan styrk til að berjast við þessa gaura. Hann hefur góðan leikskilning og hann getur farið eins langt og hann vill. Hann er með hausinn í lagi sem spilar stóra rullu í þessum bransa,“ sagði Hlynur. Getur náð eins langt og hann vill Morgunblaðið/Eva Björk Fyrirliði Guðmundur Hólmar Helgason er leiðtogi í Valsliðinu og hann gerist atvinnumaður hjá Cesson Rennes í Frakklandi næsta sumar.  Guðmundur Hólmar mjög þroskaður miðað við aldur, segir markvörður Vals Handbolti: Bestur í 14. umferð Neymar og Luis Suárez eru búnir að skora í sameiningu 23 af 29 mörkum Spánar- og Evrópumeistara Barcelona í spænsku deildinni á tímabilinu. Neymar er markahæsti leik- maður deildarinnar með 12 mörk og fast á hæla hans kemur Suárez með 11. Lionel Messi, sem lék sinn fyrsta leik í tvo mánuði í stór- sigrinum á móti Real Madrid á laugardagskvöldið, hefur skorað 3 mörk í deildinni á tímabilinu en á öllu árinu 2015 hafa Messi, Suárez og Neymar skorað samtals 79 mörk í deildinni, tíu mörkum minna en allt lið Real Madrid til sam- ans. Neymar og Suárez hafa skorað saman 20 af síðasta 21 mark Barcelona í deildinni en Andrés Iniesta varð fyrsti leikmaður liðsins í háa herrars tíð fyrir utan Neymar og Suárez sem kemst á markalistann en hann skoraði þriðja markið í 4:0 sigrinum á móti Real Madrid. Þetta var fyrsta deild- armark Iniesta frá því í marsmánuði í fyrra. gummih@mbl.is Neymar og Suárez skæðir Neymar da Silva Florentino Pérez, forseti Real Madrid, blés til blaðamanna- fundar í gær þar sem hann tilkynnti miklum fjölda gesta að knattspyrnustjórinn Rafael Benítez nyti fyllsta trausts. Spænskir fjölmiðlar hafa verið fullir af fréttum síðustu daga um hugsanlegan brottrekstur Benítez, eftir tapið slæma gegn Barcelona í El Clásico á laugardag, og blaðið Marca fullyrti til að mynda að leikmenn, með Cristiano Ronaldo fremstan í flokki, væru mótfallnir veru Benítez hjá félaginu. Pérez blés á slíkt tal í gær: „Við berum fullkomið traust til Rafa. Hann er rétt að hefja störf. Gefið honum vinnufrið. Hann mun ná sínum markmiðum,“ sagði Pérez. Carlo Ancelotti var látinn fara frá Real í sumar, en hann segist alveg opinn fyrir því að snúa aftur til félagsins. Pérez var spurður út í orðróm þess efnis að Ancelotti myndi snúa aftur næsta sumar en neitaði því. „Maður veit aldrei hvað gerist eftir sex mánuði,“ bætti hann þó við. sindris@mbl.is Benítez nýtur enn stuðnings Rafa Benítez England Crystal Palace – Sunderland................... 0:1 Staðan: Leicester 13 8 4 1 28:20 28 Manch.Utd 13 8 3 2 19:9 27 Manch.City 13 8 2 3 27:13 26 Arsenal 13 8 2 3 23:11 26 Tottenham 13 6 6 1 24:11 24 West Ham 13 6 3 4 24:20 21 Everton 13 5 5 3 24:16 20 Southampton 13 5 5 3 19:14 20 Liverpool 13 5 5 3 17:15 20 Crystal Palace 13 6 1 6 14:13 19 Stoke 13 5 4 4 11:12 19 WBA 13 5 2 6 12:17 17 Watford 13 4 4 5 12:14 16 Swansea 13 3 5 5 14:18 14 Chelsea 13 4 2 7 17:23 14 Norwich 13 3 3 7 16:24 12 Newcastle 13 2 4 7 13:25 10 Sunderland 13 2 3 8 14:26 9 Bournemouth 13 2 3 8 14:27 9 Aston Villa 13 1 2 10 10:24 5 Þýskaland B-deild: Nürnberg – Braunschweig .................... 2:1  Rúrik Gíslason hjá Nürnberg er frá keppni vegna meiðsla. Holland B-deild: Jong PSV – Jong Ajax............................. 3:3  Hjörtur Hermannsson kom inn á sem varamaður hjá PSV á 81. mínútu, Albert Guðmundsson var ekki í leikmannahópni liðsins. Spánn Getafe – Rayo Vallecano.......................... 1:1 Staðan: Barcelona 12 10 0 2 29:12 30 Real Madrid 12 7 3 2 26:11 24 Atlético Madrid 11 7 2 2 15:6 23 Villarreal 12 6 3 3 16:12 21 Celta Vigo 12 6 3 3 22:20 21 Eibar 11 5 5 1 17:10 20 Valencia 11 5 3 3 17:9 18 Dep. La Coruna 12 4 6 2 18:13 18 Athletic Bilbao 12 5 2 5 18:16 17 Espanyol 12 5 1 6 14:23 16 Sevilla 12 4 3 5 17:18 15 Rayo Vallecano 12 4 2 6 14:20 14 Real Betis 11 4 2 5 11:17 14 Real Sociedad 12 3 3 6 14:14 12 Sporting Gijon 12 3 3 6 11:18 12 Getafe 12 3 2 7 12:19 11 Granada 12 2 4 6 13:20 10 Las Palmas 12 2 4 6 10:17 10 Levante 12 2 4 6 10:23 10 Málaga 12 2 3 7 5:11 9 Bandaríkin Undanúrslit, fyrri leikir: Columbus Crew – New York RB ........... 2:0  Kristinn Steindórsson var ekki í hópi Columbus vegna meiðsla. Portland Timbers – Dallas ...................... 3:1 KNATTSPYRNA Olís-deild karla ÍBV – Afturelding ............................. frestað Danmörk Ribe-Esbjerg – SönderjyskE ............. 22:27  Árni Steinn Steinþórsson skoraði eitt mark fyrir SönderjyskE. Daníel Freyr Andrésson ver mark liðsins. HANDBOLTI Danmörk Svendborg – Næstved..........................62:77  Axel Kárason leikur með Svenborg Rabbits. Tölfræði leiksins lá ekki fyrir í gærkvöldi. NBA-deildin LA Clippers – Toronto......................... 80:91 Brooklyn – Boston............................ 111:101 New Orleans – Phoenix.................... 122:116 Oklahoma City – Dallas ................... 117:114 Denver – Golden State..................... 105:118 LA Lakers – Portland........................ 93:107 Staðan í Austurdeild: Cleveland 10/3, Miami 8/4, Chicago 8/4, In- diana 8/5, Toronto 9/6, Atlanta 9/6, Wash- ington 6/4, New York 8/6, Detroit 7/6, Bost- on 7/6, Charlotte 7/6, Orlando 6/7, Milwaukee 5/8, Brooklyn 3/11, Philadelphia 0/14. Staðan í Vesturdeild: Golden State 15/0, San Antonio 10/3, Dallas 9/5, Oklahoma City 8/6, Phoenix 7/6, Utah 6/6, Memphis 7/7, LA Clippers 6/7, Denver 6/8, Portland 6/9, Minnesota 5/8, Houston 5/9, Sacramento 5/9, New Orleans 3/11, LA Lakers 2/11. KÖRFUBOLTI Hverjar eru líkurnar á að Los Angel- es Lakers taki upp á því að vinna Gol- den State Warriors í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt og komi í veg fyr- ir að ríkjandi meistarar deildarinnar setji nýtt og glæsilegt met í sigur- leikjum? Lengst af hefðu flestir búist við öruggum sigri gamla stórveldisins La- kers í viðureign þessara Kaliforníuliða enda hefur það sextán sinnum orðið NBA-meistari og á sér glæsta sögu. Í þetta sinn er þó varla nokkur maður tilbúinn til að veðja háum fjárhæðum á sigur Lakers. Golden State, sem er frá Oakland, 400 þúsund manna hafnarborg við San Francisco-flóann, varð meistari í fyrsta sinn í fjörutíu ár síðasta vor og byrjun liðsins á nýju tímabili er stór- glæsileg. Golden State vann í fyrri- nótt sinn fimmtánda sigur í jafn- mörgum leikjum, lagði þá Denver Nuggets á útivelli, 118:105, og ekkert meistaralið NBA frá upphafi hefur byrjað titilvörn jafn vel. Boston Cel- tics átti það met, frá 1957-1958, en það féll með sigrinum á Denver. Tvö hafa unnið fyrstu fimmtán Þá jafnaði Golden State metið í bestu byrjun í deildinni. Tvö lið hafa áður unnið fyrstu fimmtán leiki sína. Washington Capitols lék þann leik fyrst allra tímabilið 1948-1949 og Houston Rockets jafnaði það tímabilið 1993-1994. Sextándi sigurleikurinn blasir við Golden State sem fær La- kers í heimsókn í nótt. Hjá Lakers hvorki gengur né rekur því liðið tap- aði í fyrrinótt í ellefta skipti í fyrstu þrettán leikjum sínum og situr á botn- inum í Vesturdeild NBA. „Þetta yrði flott afrek og myndi sýna hversu magnað þetta lið okkar er,“ sagði Klay Thompson eftir sig- urinn í Denver en hann var stigahæst- ur í liði Golden State með 21 stig. Stephen Curry var hvíldur allan fjórða leikhlutann og hann skoraði því bara 19 stig, hans lægsta skor á tíma- bilinu til þessa. Þeir Thompson og Curry hafa verið fremstir í flokki í liði Golden State en Curry hefur skorað hvorki meira né minna en 32,7 stig að meðaltali í leik til þessa. Thompson kemur næstur með 16,6. Þjálfarinn ekki á bekknum Golden State er ekki einu sinni með þjálfara sinn, Steve Kerr, á bekknum um þessar mundir en hann gekkst undir uppskurð á baki í haust. Kerr varð á síðasta tímabili fyrstur í 33 ár til að vinna NBA-titil á sínu fyrsta ári sem þjálfari. Aðstoðarþjálfarinn Luke Walton sér um að stjórna liðinu á meðan. Kerr er þó til staðar á æfing- um liðsins og ræðir við leikmenn í hálfleik en reiknað er með að hann geti hafið störf af fullum krafti á ný eftir áramótin. vs@mbl.is Aðeins ein lítil hindrun eftir  Golden State þarf bara að vinna Lakers til að ná bestu byrjun í sögu NBA  Fimmtán sigrar þegar í höfn og besta byrjun ríkjandi meistara í deildinni ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla: Laugardalur: SR – Esja....................... 19.45 Egilshöll: Björninn – SA...................... 19.45 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.