Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.11.2015, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 2015 Guðjón ValurSigurðsson er næstmarka- hæsti leikmaður Barcelona í spænsku 1. deild- inni í handknatt- leik á leiktíðinni. Guðjón Valur hef- ur skorað 49 mörk í fyrstu 11 leikjum Börsunga en spænsku meistararnir eru með fullt hús stiga. Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov er markahæstur en örv- henta stórskyttan hefur skorað 54 mörk.    Michael Laudrup vill ekki takavið þjálfun danska karlalands- liðsins í knattspyrnu en Morten Ol- sen tilkynnti eftir tap Dana á móti Svíum í umspili um sæti á HM á dög- unum að hann væri hættur. Laudrup var einn þeirra sem danska knatt- spyrnusambandið setti niður á blað sem hugsanlegur eftirmaður Olsens en líklegt þykir að Norðmaðurinn Åge Hareide, þjálfari Malmö, verði næsti landsliðsþjálfari Dana.    Tyrkneska knattspyrnuliðið Gala-tasaray hefur ráðið Mustafa De- nizli sem nýjan þjálfara liðsins í stað Hamza Hamzaoglu sem rekinn var frá störfum í síðustu viku. Denizli snýr þar með til baka eftir 23 ára hlé en hann stýrði Galatasaray með góð- um árangri frá 1987-89 og aftur frá 1990-92. Síðan þá hefur hann þjálfað Fenerbahce og Besiktas og landslið Írans og Aserbaídsjan.    Franski miðju-maðurinn Francis Coquelin mun ekki geta leikið með Arsen- al næstu þrjá mánuðina eftir að hafa meiðst í hné í tapinu gegn West Bromwich Albion um helgina. Arsenal er einnig án miðjumannanna Mikels Arteta og Jacks Wilsheres vegna meiðsla, auk þess sem Alex Oxlade-Chamberlain, Theo Walcott og Danny Welbeck eiga við meiðsli að stríða. Arsenal mætir Dinamo Zagreb í Meist- aradeild Evrópu í kvöld.    Knattspyrnusamband Íslands ogKatar hafa komist að sam- komulagi um að leika vináttulands- leik á milli U23 ára landsliða karla. Leikið verður í Belek í Tyrklandi 6. janúar næstkomandi en Ísland mun senda leikmenn sem skipa U21 lands- liðið. Þar sem ekki er um alþjóðlegan leikdag að ræða er ljóst að ekki eiga allir þeir leikmenn, sem leika með er- lendum félagsliðum, möguleika á að taka þátt í þessu verkefni. Fólk folk@mbl.is baráttu í Svíþjóð, með frábæran þjálf- ara og búið að vera að gera frábæra hluti í vetur, til dæmis með því að vinna Rhein-Neckar Löwen og Kold- ing í Meistaradeildinni, og standa vel í Barcelona á útivelli. Ég veit hvernig allt gengur fyrir sig þarna, og leið æð- islega eins og fjölskyldunni allri. Þetta er frábær staður og algjör handbolta- bær. Það eru 5.000 manns á hverjum einasta leik, hver sem andstæðing- urinn er, og það er æðislegt að vera með í slíku,“ sagði Ólafur, sem er samt sem áður ánægður með þá ákvörðun sína að fara til Hannover sumarið 2014. Sé ekki eftir því að hafa komið „Þetta snýst að einhverju leyti um heppni í þessum bransa. Ég sé alls ekki eftir því að hafa komið til Hann- over, það var hárrétt skref á sínum tíma, en svo meiðist ég, það koma fleiri leikmenn í hópinn og á tímabili vorum við sex landsliðsmenn að berj- ast um tvær stöður. Ég var að koma upp úr meiðslum og náði aldrei alveg að spila mig inn í liðið,“ sagði Ólafur, en ætla má að betur verði tekið á móti honum hjá Kristianstad þar sem hann var algjör lykilmaður: „Maður hugsar til þess þegar allt gekk sem best þarna. Þá var þetta svo ógeðslega gaman og það er það sem maður sækist eftir; að elska að spila leikinn og njóta þess að spila hand- bolta,“ sagði Ólafur. En sér hann fyrir sér að snúa aftur í þýsku 1. deildina síðar meir? „Ég útiloka það alls ekki. Þýska deildin er sú sterkasta í heimi en vissulega kemst maður í Meistara- deildina í staðinn, sem er auðvitað öðruvísi en samt enn sterkari. En já, ég er ennþá ungur og maður verður bara að sjá til hvað gerist. Ég útiloka alls ekki að snúa aftur hingað til Þýskalands.“ Leið æðislega þarna eins og allri fjölskyldunni Morgunblaðið/Eva Björk Landsliðið Ólafur Guðmundsson lék á EM í fyrra og á að baki 61 landsleik.  Ólafur hefði getað tekið meiri áhættu en kaus að snúa aftur til Kristianstad Ólafur Guðmundsson » Er 25 ára gamall og leikur oft- ast sem vinstri skytta en einnig sem leikstjórnandi. » Er uppalinn hjá FH en samdi árið 2010 við AG Köbenhavn í Danmörku. » Gekk í raðir Kristianstad árið 2012 og spilaði með liðinu í tvö ár, en snýr nú aftur. » Á að baki 61 A-landsleik. HANDBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég hefði alveg getað tekið meiri áhættu og fært mig til í Þýskalandi eða farið til Frakklands eða skoðað eitthvað enn annað, en þarna veit ég hvað klúbburinn stendur fyrir,“ sagði Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handknattleik, við Morgunblaðið í gær. Ólafur heldur í dag frá Þýska- landi til Svíþjóðar en hann hefur ákveðið að ganga í raðir Kristianstad á nýjan leik. Ólafur verður lánsmaður frá Hannover í Þýskalandi út leiktíð- ina, en hefur samið við Kristianstad til tveggja ára í viðbót eftir hana. Ólafur lék við afar góðan orðstír með Kristianstad árin 2012-2014 og vill nú endurtaka leikinn, eftir erfiðan tíma í Þýskalandi þar sem hann var óheppinn með meiðsli og ósáttur við skort á tækifærum til að sanna sig. Hann var því byrjaður að líta í kring- um sig þegar Kristianstad hafði sam- band: „Þetta byrjaði allt saman í vikunni. Það eru meiðsli í herbúðum Kristian- stad og á sama tíma er ég ekki búinn að vera að spila nægilega mikið hjá Hannover, og var byrjaður að líta í kringum mig. Ég var ekki í plönunum hérna og vildi finna eitthvað meira spennandi, þar sem ég hefði stærra hlutverk. Það gekk vel síðast þegar ég var þarna, áhuginn var mikill og gagn- kvæmur, svo þetta small,“ sagði Ólaf- ur, sem er hæstnánægður með ákvörðunina: „Liðið er í Meistaradeildinni, í topp- Hinn 22 ára gamli knattspyrnumaður Ingólfur Sigurðsson hefur skrifað undir samning til tveggja ára við Fram. Hann mun því leika með Frömurum í 1. deildinni á næstu leiktíð eftir að hafa unnið deildina með Víkingi Ólafsvík á síðustu leiktíð, en Ingólfur skoraði þá sex mörk í 21 deildarleik. Fram er fimmta Reykjavíkurfélagið sem Ingólfur kemur til með að spila fyrir. Hann lék sína fyrstu leiki í Pepsideild- inni með KR árið 2009 en hefur einnig leikið í efstu deild með uppeldisfélagi sínu, Val. Þá hefur Ingólfur leikið með KV í 2. deildinni og Þrótti R. í 1. deildinni. Í atvinnumennsku hefur Ingólfur verið á mála hjá Heeren- veen í Hollandi og Lyngby í Danmörku. Framarar stefna á að bæta enn frekar við sig mannskap í vetur en Ingólfur er fjórði leikmaðurinn sem kemur til félagsins á síðustu vikum. Áður höfðu Atli Fannar Jónsson, Hlynur Atli Magnússon og Brynjar Kristmundsson bæst í hópinn. sindris@mbl.is Í fimmta Reykjavíkurliðið Ingólfur Sigurðsson Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á Eimskipsmótaröð- inni í golfi en starfshópur á vegum Golfsambandsins skilaði af sér tillögum þess efnis á nýafstöðnu þingi sambandsins. Hópurinn kynnti áætlanir til næstu þriggja ára sem meðal annars fela í sér að mótaröðin telji átta mót, í stað sex. Sú undantekning verður þó á þessu að næsta sumar mun móta- röðin telja sex mót líkt og í ár. Keppnistímabilið í mótaröðinni, þar sem Axel Bóasson og Tinna Jóhannsdóttir úr Keili eiga nú stigameistaratitil að verja, mun hefjast í lok ágúst ár hvert. Fyrstu tvö mótin hverju sinni fara því fram að hausti. Tvö mót fara fram að vori, og svo eru fjögur mót yfir hásumarið. Fjöldi keppenda verður sá sami og áður á haust- og vormótunum, eða 144, en færri keppendur á mótunum yfir hásumarið. Fallið var frá hugmynd um að Íslandsmótið í golfi færi fram á höfuðborg- arsvæðinu fjögur ár af hverjum fimm. sindris@mbl.is Eimskipsmótaröðin stækkar Tinna Jóhannsdóttir AFP Magnaðir Klay Thompson og Stephen Curry eru lykilmenn í liði Golden State. Dagskrá: Í upphafi aðalfundar skal kjósa sérstakan fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu. 1. Skýrsla formanns. 2. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna um lagabreytingar ef einhverjar eru. 5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 6. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. 7. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 8. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. 9. Önnur málefni ef einhver eru. Dagskrá frekar kynnt á heimasíðu GR. Virðingarfyllst, STJÓRN GR. Aðalfundarboð Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldinn Fimmtudaginn 03. desember 2015 kl. 20:00. Fundarstaður: Golfskálinn Grafarholti Knattspyrnumaðurinn Emil Ás- mundsson er á förum frá enska B- deildarfélaginu Brighton & Hove Al- bion, en þetta staðfesti hann í samtali við vefsíðuna Fótbolta.net í gær. Emil hefur verið að glíma við meiðsli í rúmt ár, en hann var að brjóta sér leið inn í aðallið Brighton þegar hann meiddist. Emil er tvítugur miðjumaður sem er uppalinn hjá Fylki, en hann gekk í raðir Brighton í byrjun árs 2013. „Ég er 90% heill og þarf kannski nýtt umhverfi til að komast af stað. Ég ætla að skoða mín mál út desem- ber og tek vonandi ákvörðun sem fyrst. Ef það er eitthvað spennandi sem býðst þá skoða ég það. Það er einhver áhugi erlendis og maður þarf að vega og meta hvað er best að gera,“ sagði Emil. sport@mbl.is Emil á leið burt frá Brighton

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.