Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.03.1987, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 17.03.1987, Blaðsíða 3
MlKUn jUUU Þriðjudagur 17. mars 1987 3 Suðurnes: Síma- vandamál brátt úr sögunni Nú standa yfir fram- kvæmdir við tækjabúnað símstöðvarinnar í Keflavík upp á tugi milljóna. Að sögn Björgvins Lútherssonar sím- stöðvarstjóra og Halldórs Heiðars Agnarssonar tækni- manns munu öll vandamál símnotenda á Suðurnesjum verða úr sögunni að breyt- ingum þessum loknum. Meðal breytinga verður þeim sem hafa bílasíma gef- inn kostur á að flytja mót- töku heimilis- eðaskrifstofu- símans yfir í bílasímann. Er breyting þessi mjög góð fyrir þá sem eru t.d. með lítil fyrir- tæki, því þá má svara hring- ingum sem menn eiga von á í viðkomandi síma þó menn séu í akstri. Innan mánaðar munu 300 númer úr hverju þúsundi í gömlu símstöðinni í Kefla- vík verða flutt yfir í nýju stöðina til að létta álagið á eldri stöðinni. Verða þau númer sem mest eru notuð í viðkomandi þúsundi flutt yfir, notendum að kostnað- arlausu, en þó í samráði við þá. Þá er nú unnið að því að tengja ný sambönd við höfuðborgarsvæðið, sem kemur í stað radíósambands- ins sem er nú m.a. á milli þessara staða. Við þetta mun verða margföld fjölgun á samböndum. Voru þeir félagar á einu máli um að með þessu yrði símaþjónustan á Suðurnesj- um orðin ein sú besta sem þekkist í heiminum í dag. En breytingar þær sem nú standa yfir eru bæði varð- andi aukningu og bætur á núverandi þjónustu. Mikil loðnulöndun Að undanförnu hefur verið stanslaus loðnulöndun á Suðurnesjum. Mest er um loðnu þar sem hrognin eru fryst og fiskurinn fer í bræðslu eða meltu. Þó fara einstaka loðnufarmar eingöngu í bfæðslu. Loðnufrystingu er hins vegar alveg lokið. Þessi mynd er tekin í síðustu viku í Njarð- víkurhöfn af loðnuveiðiskipinu Hörpu RE sem var þar inni til löndunar. Ljósm.: epj. V / Akveðinn við ölvunarakstur Fimm ökumenn voru teknir fyrir grun um meinta ölvun við akstur af lögregl- unni í Keflavík um helgina. Þar af var einn sem greini- lega var harðákveðinn að keyra þó reynt hafi verið að koma í veg fyrir það. Þegar nærstaddir sáu ætl- unarverk hans tóku þeir bíl- lyklana í sínar hendur en sá ölvaði lét sér ekki segjast og beintengdi bílinn og komst þannig áfram. Hafði lögregl- an upp á honum og tók í sína vörslu. Þá ók ölvaður ökumaður bíl sínum út af á gatnamót- um Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar síðasta sunnudag. Gerði hann tilraun til að ná bílnum upp á veginn. Stöðvaði hann bíla sem óku framhjá og bað um hjálp við ætlunarverk sitt, en varð ekki ágegnt, en þess í stað var boðum komið til lögreglunnar sem kom þegar á staðinn og tók kauða í sína vörslu. Strandir hf., Reykjanesi: Tug- milljóna- hafa Á föstudag fór fram nauð- ungaruppboð, það annað og síðara, á eignum þrotabús Stranda h.f. á Reykjanesi. Var Fiskveiðasjóði slegnar eignirnar á 6 milljónir en kröfur í þrotabúið eru á bil- inu 40-50 milljónir kr. og tapast að verulegu leyti. Flest tæki verksmiðjunnar eru talin ónýt sökum slæms viðskilnaðar er rekstrinum var hætt fyrir um 18 mánuð- um. Varhvorkifiskúrgangur hreinsaður úr þeim né frá þeim gengið á einn eða annan hátt. Virðast lánadrottnarnir ekki hafa gert sér grein fyrir því þó flestir sem fóru um svæðið eftir að verksmiðjan hætti hafi fyrir löngu séð þetta. Var m.a. bent á slæma umhirðu við verksmiðjuna hér í blaðinu fyrir all löngu. „UNGFRÚ SUÐURNES 1987“ Kristín Jóna Hilmarsdóttir INNILEGAR HAMINGJUÓSKIR SPARISJÓÐURINN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.