Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.03.1987, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 17.03.1987, Blaðsíða 5
MlKUn jutiU Njarðvíkurhöfn: Mengadur sjór notaður til þvotta Athygli hefur verið vakin á því að í Njarðvíkurhöfn rennur skolp frá stórum fyrirtækjum s.s. vélsmiðju og fiskvinnslu. Síðan hafa bátar notað hafnarsjóinn til að þrífa lestarnar eftir fisklönd- un. Hafa sýni verið tekin bæði úr Njarðvíkurhöfn og Kefla- víkurhöfn og kom þar í Ijós að sýklar voru langt umfram eðlilegt ástand í Njarðvík en á mörkunum í Keflavík. Er það því í raun furðuleg ráð- stöfun bæjaryfirvalda í Njarðvík að leiða ekki skolp- ið fram hjá höfninni til að koma í veg fyrir mengun þessa. Landshöf nin: Bryggjustigarnir lagfærðir í sumar í framhaldi af frétt Víkur- frétta í síðustu viku um hættulegar aðstæður í Kefla- víkurhöfn, fyrir menn sem færu í sjóinn og þyrftu því að klifra upp bryggjuna, hafði blaðið samband við Pétur Jó- hannsson hafnarstjóra. Hann sagði að nú væri í at- hugun hvernig bæta mætti stigum á bryggjurnar. Væru jafnvel uppi hugmyndir um að saga fyrir stigum þar sem það er hægt. Síðan mætti lengja stigana með keðjustig- um, er festir yrðu að neðan og ofan, þar sem því væri ekki við komið að saga inn í bryggjurnar fyrir stigum. Taldi hann að úr fram- kvæmdum á þessu gæti orðið jafnvel nú í sumar. En þá eru uppi hugmyndir um ýmsar endurbætur á hafnarmann- virkjunum í Keflavík og Njarðvík s.s. lagfæringu á bryggjukantinum í Njarðvík. Þriðjudagur 17. mars 1987 5 Máni GK 36 í Njarðvíkurslipp á föstudag. Ljósm : epj Máni GK hætt kominn Sjötíu og tveggja tonna eikarbátur, Máni GK 36 frá Grindavík, var hætt kominn, er hann fékk á sig brotsjó, er hann lenti í slæmri kviku á leið til veiða á fimmtudagsmorg- un. Var báturinn kominn út fyrir höfnina í Grinda- vík er óhappið varð. Var bátnum snúið fljót- lega til hafnar, en þó var sjórinn í lestinni orðinn 120 sm. djúpur er bátur- inn kom að bryggju. Við brotið sprungu þiljur í lúkar og skemmdir urðu í lest, auk þess sem sló úr bátnum milli planka. Er talin mikil mildi að báturinn var ekki kominn lengra út, því vafamál er að dælur bátsins hefðu haft lengið við vandan- um. Dældi slökkvilið Grindavíkur sjónum úr bátnum eftir að hann kom að bryggju. Síðan var báturinn þéttur til bráðabirgða og honum siglt fyrir eigin vélarafli til Njarðvíkur, þó í fylgd annars báts frá sömu útgerð, Vörðuness GK 45. Var Máni tekinn ar upp í slipp á föstudag g slegið á ný í bátinn og hann þéttur. Viðgerð á lúkar og lest mun bíða vertíðarloka. Nú láta stór- karlar eins og „Siggi trukkur“ smyrja hjá okkur „Þetta hefur verið eilífðar vandamál. Við sem eigum þessa stærri bíla, vörubíla, flutningabíla og vinnuvélar, höfum þurft að vera að smyrja sjálfir. Nú, eftir að Aðalstöðin stækkaði smurstöðina, er þetta auðvelt og fljótlegt, og mikill munur“, segir Sigurður Markússon. Allar gerðir af olíu. Rafgeymar - / bíla, báta og vinnuvélar. Hleðsluþjónusta. ALLAR STÆRÐIR - EKKERT MÁL Þetta er ekkert mál fyrir okkur lengur. Þú kemur með fólksbílinn, vörubílinn eða flutningabílinn - og lætur okkur smyrja. Síur olíu-, loft-, PC-, gír- og stýrissíur GAS- áfyllingar Aðalstöðin Smurstöð - Sími 2620

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.