Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 17.03.1987, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 17.03.1987, Blaðsíða 8
\fiKur< 8 Þriðjudagur 17. mars 1987 TILKYNNING til viðskiptamanna Hitaveitu Suðurnesja LOKANIRs Varist lokanir og greiðið orkureikningana á réttum tíma. ATH: Lokunargjald er kr. 1.000. - LÁTTU ORKUREIKNINGINN HAFA FORGANG. Innheimtustjóri = Njarðvíkurbær Fasteigna- gjöld Þriðji gjalddagi fasteignagjalda 1987 var 15. mars sl. ATH: - Dráttarvextir reiknast mánuði frá gjalddaga og eru nú 2.25% fyrir hvern byrjaðan mánuð. Greiðum útsenda gíróseðla fyrir eindaga og forðumst þannig óþarfa kostnað. Bæjarsjóður - Innheimta juUit Eggert Guðmundsson og Jón Sigurðsson i hinum nýju húsakynnum Vikurhugbúnaðar við Hafnargötu 16 i Keflavík. Ljósm.: bb. VÍKURHUGBÚNADUR SF. á Hafnargötuna flytur VÍKURHUGBÚNAÐUR SF. hefur nú flutt starfsemi sína frá Vatnsnesvegi 14 að Hafnargötu 16. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í þróun á bókhaldskerfum og hefur hug- búnaður frá fyrirtækinu verið viðurkenndur fyrir gæði og er nú notaður hjá fjölmörgum aðilum. Víkurhugbúnaður sf. hóf starfsemi sína fyrir tveim árum og voru stofnendur tveir, Eggert Guðmundsson og Jón Sigurðsson og hafa þeir hannað allan hugbúnað sem fyrirtækið hefur á boð- stólum. Eggert Guðmundsson sagði í samtali við Víkurfrétt- ir að þeir félagar hefðu enga háskólagráðu í tölvufræðum en væru báðir með tölvu- dellu. Hugbúnaður frá þeim væri nú notaður í mörgum fyrirtækjum og notaði Tölvufræðslan sf. Ráð-hug- búnað frá þeim til kennslu í tölvu og bókhaldsnámskeið- um. Hugbúnaður frá Víkur- hugbúnaði sf. er miðaður við IBK PC eða sambærilegar tölvur og eru nú um 60 fyrir- tæki sem nota Ráð-hugbún- að. Eggert sagði að kostnað- ur í dag við að tölvuvæða meðalstór fyrirtæki væri um 120 þúsund krónur með öll- um Súnaði. Opið bréf til hrepps- nefndar Gerðahrepps Viröulega hreppsnefnd. Nú eru liönir tæpir þrir mán- uðir síðan að Kvenfélagið Gefn seldi Gerðahreppi leikskólann Gefnarborg. Flestir áttu von á að hreppurinn ræki leikskólann á- fram á svipuðum nótum og gert er í nágrannasveitarfélögunum. Þið ákváöuð hins vegar að bjóða reksturinn út til einkaaðila. Tvær konur sýndu áhuga á því aö taka við rekstrinum, hvorugar meö fósturmenntun. í lögum um byggingu og rekstur dagvistar- heimila fyrir börn nr. 112/1976 stendur í 16. gr., að forstöðu- maður dagvistarheimilis og starfslið er annast fósturstörf, skuli hafa hlotið fósturmenntun, svo og þeir sem annast umsjón með dagvistarheimilum ávegum rekstraraðila. Starfsmaður menntamálaráðuneytisins hef- ur tjáð mér að undanþága frá þessari grein fái einkaaðilarekki. Starfsmönnum leikskólans var sagt upp störfum frá og með 1. apríl næstkomandi. Frá þeim tíma að þið auglýstuð eftir rekstr- araðilum fyrir leikskólann hafa starfsmenn hans verið í óvissu um stöðu sína. Það var ekki fyrr en á hrepps- nefndarfundi 11. mars sl. að þið samþykktuð að ræða við starfs- menn leikskólans og biðja þá að gegna störfum áfram næstu tvo mánuði. Þann tíma ætlið þið að nota til þess að ræða við þær konur sem sýndu útboðinu áhuga. Á þessum sama fundi höfnuðuð þið tillögu þess efnis að halda kynningar-og umræðu- fund með foreldrum um málefni leikskólans. Ég veit að foreldrar eru ekki ánægðir meö þá niður- stöðu. Ég leyfi mér hér á eftir að spyrja ykkur nokkurra spurn- inga: 1. Hver er ástæðan fyrir því að þið ákváðuð að bjóða rekstur leikskólans út til einkaaðila? 2. Ef ástæðan er hagkvæmari rekstur, hvar teljið þið þá möguleika á sparnaði? 3. Hvað ætlið þið að gera ef til- raunir til þess að fá hæfan einkaaðila takast ekki? 4. Hver yrði samningstími, ef samningar tækjust milli hreppsins og einkaaðila? 5. Teljið þið að rekstur einka- aöila skapi meira rektstrar- öryggi heldur en ef hreppur- inn sæi um hann? 6. Hvað ætlið þið að gera til þess að fá menntaðan starfs- kraft til leikskólans? 7. Hvert teljið þið að sé hlutverk leikskóla í nútíma þjóðfélagi? Vonandi er ykkur Ijóst að mál sem þetta þarfnast meiri umræðu og undirbúnings en þið hafið í upphafi gert ráö fyrir. Ég vona að þegar þið takið lokaákvörðun í þessu máli hafið þið það efst í huga að í leikskóla eru börn, og þegar börn eru ann- ars vegar þarf að vanda sig sér- staklega. Með von um skjót og góð svör. Oddný G. Haraðrdóttir, kennari, Björk, Garði Róstusamt á götum Talsvert róstursamt varað sögn lögreglunnar á götum Keflavíkur síðasta föstudag. Þó var ekki um mjög mikla ölvun að ræða, en þeir sem voru ölvaðir voru þeim mun verri viðureignar. Var ástand þetta við skemmtistaðina, á götunum og í heimahúsum og voru fangageymslur lög- reglunnar fullar af þessum sökum þá um nóttina. Um helgina þurfti lögregl- an að hafa afskipti af báðum verbúðunum sem enn eru við lýði í Njarðvík og Sandgerði þ.e. hjá Brynjólfi h.f. Innri- Njarðvík og Nirði h.f. Sand- gerði. Þurfti lögreglan m.a. að korna á friði á báðum stöðum. A laugardagskvöldið hafði lögreglan mjögmikiðaðgera vegna afskipta af ölvuðu fólki, en þó gistu fáir fanga- geymslurnar þá nótt.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.