Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 15.04.1987, Síða 16

Víkurfréttir - 15.04.1987, Síða 16
ViKurt 16 Miðvikudagur 15. apríl 1987 Grindavík ORLOFSHÚS Orlofshús Verkalýðsfélags Grindavíkur á Akureyri verðurtil leigu ísumarfyrirfélags- menn. Tekið er á móti umsóknum frá 15. apríl til 15. maí n.k. ATH. Þær umsóknir sem þegar hafa borist og berast fyrir 15. apríl, þurfa að endurnýj- ast. Að öðrum kosti verða þærekki teknar til greina. Til að koma sem flestum að verður húsið opnað 1. júní n.k. til móttöku. Leiga fyrir hverja viku er 2.500 kr., sem þarf að greiða við úthlutun. F.h. Verkalýðsfélags Grindavíkur Orlofsnefnd Félagasamtök í Keflavík sem áhuga hafa á að standa fyrir skemmt- unum 17. júní, sendi fulltrúa til viðtals við þjóðhátíðarnefnd í fundarsal bæjarskrif- stofu Keflavíkurbæjar, Hafnargötu 12, mið- vikudaginn 22. apríl kl. 17.30. Þjóðhátíðarnefnd Útivistartími barna Samkvæmt lögum um útivistartíma barna á tímabilinu 1. maítil 1. september, er börn- um 12 ára og yngri ekki leyfilegt að vera á almannafæri eftir kl. 22 nema í fylgd með fullorðnum. Sömuleiðis er börnum yngri en 15 ára óheimil útivist eftir kl. 23, nema í fylgd með fullorðnum eða á heimleiðfrá viðurkenndri æsku lýðsstarfsem i. Barnaverndarnefnd Keflavíkur ~^\ KEFLAVÍK ll^ Gæsluvellir Gæsluvellir Keflavíkurbæjar við Miðtún, Ásabraut, Baugholt og Heiðarból, verða opnir á tímabilinu 2. maí til 15. september kl. 9-12 og 13-17. Vellirnir verða opnir alla virka daga nema laugardaga. Félagsmálastofnun Keflavíkurbæjar Minning: Arnbjörg Sigurðar dóttir, Kefiavík Fædd 1. september 1934 Dáin 6. apríl 1987 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð ^ Hún hét Ambjörg en var þekkt- ari undir nafninu Adda í Bárunni. Foreldrar hennar voru Sigrún Hannesdóttir og Sigurður J. Guð- mundsson bifreiðastjóri en þau eignuðust 8 böm sem komust til fullorðinsára og var Adda næstelst þeirra. Sigurður faðir hennar er látinn fyrir 22 ámm, en Sigrún lif- ir dóttur sína. Það kom engum á óvart sem fylgst hafði með veikind- um hennar, þótt dauðann bæri að garði. En það kom mér á óvart hversu mikið sálarþrek og stillingu hún sýndi þegar ljóst var að hún væri haldin ólæknandi sjúkdómi og dauðinn var ekki langt undan. Það gætu allir dregið mikinn lærdóm af því að fylgjast með slíku. Þar sem Adda var sjúkraliði þekkti hún sjúkdóm sinn og tók mótlætinu með þvflíkri reisn að lengi verður f minnum haft. Hún bognaði aldrei, hún féll til foldar með sóma. Ég tengdist Öddu fyrir rúmum aldarfjórðungi og því veit ég að líf hennar var litríkt, og eng- in lognmolla var henni að skapi. Hún giftist ung Björgvin Guð- mundssyni og átti með honum 8 böm. Þau bjuggu lengst af á Hring- braut 64 í Keflavík, en þau slitu samvistir. Þegar ég læt nú hugann reika til baka ber hæst minninguna um það þegar hún veiktist af krabba- meini aðeins 29 ára gömul og með öll bömin 8 innan við fermingu, yngsta 3 mánaða. Þá var Adda mjög hætt komin, en hún fékk 23 ár í viðbót á meðal okkar. Mér seg- ir svo hugur að um þær mundir hafi lífið hjá henni verið þrotlaus vinna, harka við sjálfa sig og ekki síst umhyggja fyrir öðmm. Hún komst í gegnum móður- hlutverkið með dugnaði og seiglu. Bömin hennar hafa öll komist vel til manns og gengið menntaveginn og sum þeirra em enn f skóla. Adda var tvígift. Með seinni manni sínum, Vilhjálmi Sigurlinnasyni, bjó hún í Svfþjóð um árabil, þar sem þau gengu bæði menntaveginn, hún lærði til sjúkraliða en hann er hjúkr- unarfræðingur. Það má nærri geta að það þarf dugnað til að drffa sig í nám eftir að hafa alið upp 8 böm. Maðurinn minn, sem er elsti bróðir hennar, og ég og sonur okk- ar, Einar, vomm þess aðnjótandi að vera gestir þeirra í Svfþjóð 1981 og eigum við yndislegar minningar um það. Það var stór veisla allan tímann, því Adda var snillingur í matargerð og allt sem hún bar fram var til fyrirmyndar. Oft er minnst á steikta fískinn hennar sem á eng- an sinn líka. Það lék allt í höndunum á Öddu, hvort sem það var að sauma eða ptjóna. Ég minnist þess að á þessum tíma var hún að ptjóna peysur og selja og sagði hún mér að þá peninga notaði hún til að borga símreikninga vegna þess að hún vildi halda sam- bandi við bömin, sem vora ýmist í Danmörku, Svíþjóð eða á íslandi. Ekki gleymist f minningunni hversu smekklega hún bjó heimili sitt hvar sem hún bjó. Það var allt- af hreint og fágað í kringum hana. í Svíþjóð hafði hún mikið af heima- unnum hlutum og man ég hvað hún var stolt þegar hún sýndi mér smíðahlutina sem hún smíðaði og sagði um leið, „hvað ætli Diddi bróðir segi um þetta,“ en hann er smiður. Hún þurfti eflaust oft að vinna úr litlu og hefur ábyggilega þurft \jutU% að halda vel á til að láta enda ná saman en á ytra borði virtist manni allt vera leikur hjá henni. Sl. haust flutti Adda heimili sitt til Reykjavíkur og auðnaðist henni ekki að njóta þess fallega heimilis sem hún hafði búið sér af mikilli smekkvísi. Minning Öddu lifir um ókomin ár í afkomendum hennar sem em orðnir margir. Adda var þakklát öllum sem heimsóttu hana í veikind- um. Ég held að ekki halli á neinn þó ég segi að traust sitt lagði hún í miklum mæli á Lilju sem var allt- af litla systir hennar og var aðdáunarvert hvað Lilja reyndist henni vel þar til yfir lauk. Að endingu vil ég votta öllum ástvinum hennar samúð mína og flölskyldu minnar. Sérstakar þakkir em frá Ingu Benný sem býr í Stokk- hólmi. Sérstaka samúð vottum við móður hennar sem vakað hefur yfir velferð hennar og beðið fyrir henni. Bömunum hennar sem vöktu yfir banabeði hennar til skiptis. Villa, sem hún treysti mikið á í veikindun- um, og við þau vil ég segja orð spámannsins Kahlil Gibran: „Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aft- ur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þfn. Að endingu Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Stella mágkona Kátir krakkar í Vogum Þessir krakkar eiga heirna í Vogunum og stunda nám í bamaskólanum þar. Um síðustu helgi var glatt á hjalla hjá krökkunum, því þá voru þau með „opið hús“. Ljósmvndari Víkur-frétta átti leið um og tók þá þessa mynd af glaðværum hópi sem var að leika borðtennis.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.