Víkurfréttir - 30.04.1987, Blaðsíða 3
MlKUH
(utm
Fimmtudagur 30. apríl 1987 3
Ein af byssunum sem eiga að halda veiðibjöllunni frá flugbrautunum.
Ljósm.: bb.
Skothríð á 30
sekúndna fresti
Veiðibjallan, sem á varp
sitt í nágrenni flugbraut-
anna á Keflavíkurflugvelli
Athugasemd
við viðtal
Vegna túlkunar blaða-
manns á viðtali við undirrit-
aðan í síðasta tbl. Víkur-
frétta dags. 28. apríl, óska ég
eftir að fram komi, að það
sem stendur: „Það væri ljóst
að ekki hefði fengist þær
niðurstöður sem menn hefðu
vonast eftir og því ætti ég
von á að endurskoða þyrfti
hverjir skipuðu efstu sætin á
lista flokksins".
Mín ummæli voru þau, að
ég taldi kosningabaráttuna
hafa snúist meira um menn
en málefni. Þar sem vor-
kunnsemi átti upp á pall-
borðið hjá mörgum kjósend-
um, en málefnin. voru látin
sitja til hliðar. Og efþað væri
nóg að menn grættu sig eða
bæru fyrir sig fallhættu, teldi
ég að endurskoða þyrfti
hverjir skipuðu efstu sæti
listans og bjóða fram í stað-
inn málefnalausar glánspíur
sem kjósendur fyndu til sam-
úðar með.
Með þökk fyrir birting-
una.
Þorsteinn Jónsson,
kosningastjóri
Alþýðuflokksins
Blaðamaður stendur í einu
og öllu við það sem fram kom í
viðtalinu, þrátt fyrir athuga-
semd Þorsteins.
Ritstjórar
á ekki sjö dagana sæla í
vændum. Nú er ætlunin að
hræða fuglana frá því að
verpa á sínum hefðbundnu
stöðum með stöðugum
skothvellum og hafa verið
fengnar fjórar gasbyssur í
þessu skyni. Hægt er að
stilla byssurnar og láta þær
skjóta á 30 sekúndna og
upp í 30 mínútna fresti.
Byssur þessar eru léttar í
meðförum og er ætlunin að
færa þær stöðugt á milli
staða til að gera veiðibjöll-
unni lífið nógu leitt.
Mikil hætta hefur skap-
ast af flugi þessara fugla og
ungum þeirra í nágrenni
flugbrautanna á undan-
förnum árum og hefur það
verið daglegt brauð yfir
varptímann að dauðirfugl-
ar séu tíndir upp af braut-
unum eftir að hafa flogið á
flugvélar.
Ljósm.: bb.
Nánast flak eitt
Það getur verið varasamt að skilja bíla eftir úti á
víðavangi og jafnvel úti á þjóðvegum. Þjófar virðast
fljótt flnna á sér hvar feng sé að hafa og það fékk eig-
andi þessa jeppa svo sannarlega að finna fyrir. Hann
hafði orðið að skilja bíl sinn eftir á Krísuvíkurvegi að
Djúpavatni og er hann nú nánast flak eitt, búið að
brjóta í honum allar rúður, stela undan honum dekkj-
unum, stela vélarhlutum og stórskemma bílinn. Að
beiðni lögreglunnar var bíllinn fjarlægður með krana-
bíl og urðu þeir sem það verk unnu að fá lánuð dekk útí
bæ til að setja undir jeppann svo hægt yrði að draga
hann til byggða.
Væri mátulegt á þá sem þetta verk unnu að upp um
þá kæmist og þeim gert að greiða skaðann.
NYKOMIÐ
mikið úrval af sængur-
veraefnum, t.d. damask
og bómullarefni.
Vorum einnig að taka upp
fallega barnavöru, tilvalda
til sængurgjafa.
DRAUMALAND
HAFNARGÖTU 37A - KEFLAVÍK - SlMI 3855
ÓDÝRIR SPORTGALLAR
VATNS- OG
VINDHELDIR
á börn kr. 995.-
á fullorðna kr. 1.395,
NÝKOMNIR
dömu sumarjakkar
kr. 3.900 - 4.330
Alltaf eitthvað nýtt
Sandgerði - Sími 7415
Opið alla daga
til kl. 23.30.