Víkurfréttir - 30.04.1987, Blaðsíða 11
VflWiít
MÍKUn
10 Fimmtudagur 30. apríl 1987
Fimmtudagur 30. apríl 1987 11
ENDURSKODUNARSKÝRSLA KEFLAVÍKURBÆJAR
Hr. ritstjóri.
Vegna greinar í hlaði yðar
jostudaginn 24. apríl s.l. sem ber
yfirskriftina ,.Af marg gefnu til-
efni" undirrituð afTómasi Tóm-
assyni og Hilmari Péturssyni, vil
ég hér með koma áframfœri mót-
malum við efni greinarinnar.
Allt frá þvl að meirihluti okkar
alþýðuflokksmanna tók við, höf-
um við mátt þola allskonar ónot,
en þar hefur blað þeirra sjálf-
stœðismanna, Reykjanes, haft al-
gjöra forystu um. Flest af þess-
ari lágkúru hefur ekki verið svara
vert, en grein þeirra félaga, Tóm-
asar og Hilmars, er eitt af þvi,
sem taka verður alvarlega. Ég
kannast ekki við að hafa viðhaft
þau ummceli um bœjarfélagið og
starfsmenn þess, sem þeir tala um
i niðurlagi greinar sinnar. Til
þess að svara þessum skrifum er
ég tilneyddur til að óska hér með
eftir þvi að heiðrað blað yðar
kynni fyrir lesendum meðfylgj-
andi skýrslu endurskoðenda
Keflavlkurbœjar, sem bœjarráð
réði til að gera úttekt á og endur-
skoða bókhald og fjárreiður bœj-
arsjóðs.
Það var fljótlega Ijóst að nauð-
synlegt var að láta gera þessa út-
tekt og óumflýjanlegt að ráða
nýja endurskoðendur til þess.
Eftir að Ijóst var hvað þurfti lag-
fœringar við, hefur þeim hlutum
verið komið í lag, þannig að nú er
því aðhaldi og stjórnun beitt, sem
nauðsynlegt er. Það skal tekið
fram að þeir einstaklingar sem
nafngreindir eru í skýrslunum
hafa gert upp sín mál að fullu
eftir þvi sem það er hœgt, en þeir
Tómas og Hilmar hafa skilað
greinargerð varðandi þau mál,
sem snerta fyrrverandi btejar-
stjóra.
Að lokum vil ég ítreka að end-
urskoðunin var framkvœmd af
illri nauðsyn ogfyrst ogfremst til
þess að koma hlutunum I það
horf sem vera ber og er skylda
bœjarstjórnarinnar að sjá um að
gert sé.
Virðingarfyllst,
Guðfinnur Sigurvinsson,
forseti bæjarstjórnar
Keflavikur.
Bæjarráð Keflavíkur,
Keflavík.
Reykjavík 04.02.1987.
Með bréfi dags. 31.10.1986 fór
bæjarstjórinn í Keflavík, f.h. Kefla-
víkurbæjar, þess á leit við okkur að
við tækjum að okkur endurskoðun
á bókhaldi bæjarins.
Við hófumst þá þegar handa um
framkvæmd verksins og hefur verið
unnið að því síðan, allt til þessa
dags.
A þessum tíma höfum við sent
bæjarráði nokkur bréf og athuga-
semdir, ásamt áfangaskýrslu vegna
endurskoðunarinnar, en sú skýrsla
er dagsett hinn 19.11.1986. Viðhöf-
um ennfremur sent ýmsum starfs-
mönnum bæjarins fyrirspurnarbréf
og hefur efni þeirra jafnframt verið
kynnt bæjarráði eða bæjarstjóra.
Við höfum nú lokið við gerð
reikningsskila fyrir bæjarsjóð, fyrir
fyrstu 10 mánuði ársins 1986, svo
og reikningsskila fyrir SBK fyrir
sama tímabil.
Við lok þessara reikningsskila
teljum við rétt að senda bæjarráði
heildarskýrslu um störf okkar.
Fyrri ársreikningar Keflavíkur-
bæjar.
í skýrslu okkar 19.11.1986 eru
fyrri ársreikningar bæjarins og árit-
un endurskoðanda á þá gerð að um-
talsefni. Þar er komist að þeirri nið-
urstöðu, að reikningsskilin séu ekki
í samræmi við góða reikningsskila-
venju, né heldur hafi þeir veriðend-
urskoðaðir í samræmi við góða
endurskoðunarvenju, þrátt fyrir
það sem fram kemur í áritun endur-
skoðanda.
Frá því að tilvitnuð skýrsla okk-
ar var skrifuð hefur ekkert komið í
ljós er breyti þessari skoðun okkar.
Þvert á móti hafa fjölmörg atriði
komið í ljós til viðbótar er renna
stoðum undir þetta álit. Nægir þar
að nefna til mál Ragnars Friðriks-
sonar, sem síðar verður komið að.
Ljóst er að stórkostleg brotalöm
er á reikningsskilum undanfarinna
ára, endurskoðunin hefur ekki
verið hnitmiðuð og raunar að mestu
óvirk og allt bókhald bæjarins og
innra eftirlit í hinum mesta ólestri.
Þetta á ekki aðeins við um bókhald
bæjarsjóðs, heldur einnig bókhald
SBK, meðferð gagna hjá áhalda-
húsi, afstemmingar launabókhalds
og svo mætti lengi telja.
Reikningsskil SBK:
Við höfum valið þann kost að
gera sjálfstæð reikningsskil fyrir
SBK fyrir tímabilið 1.1. -
31.10.1986.
Þessi reikningsskil eru árituð, en í
áritun kemur fram fyrirvari vegna
máls Ragnars Friðrikssonar svo og
vegna upphafsstöðu ársreiknings-
ins.
Hvað varðar mál Ragnars, vísum
við til skýrslna, sem við höfum sent
bæjarráði, dags. 07.01., 22.01. og
loks 29.01.1987.
Teljum við að það mál sé nú í
höndum bæjarráðs til frekari
ákvörðunar.
Við endurskoðunina hafa komið
í ljós nokkur atriði, sem við leggjum
áherslu á að verði lagfærð:
1. Frá l.janúar 1987 verði bók-
hald SBK fært algerlega sjálfstætt.
2. Sami aðili gegni ekki störfum
gjaldkera og bókara, svo sem verið
hefur.
3. Eðlilegt eftirlit verði haft með
olíu og öðrum rekstrarvörum. I
þessu sambandi létum við kannaog
skrá birgðir SBK hinn 31.12.1986.
4. Færsla og skráning bókhalds
verði regluleg og það tryggt að
nauðsynleg úrvinnsla bókhaldsins
fari fram.
5. Eðlilegu eftirlitskerfi verði
komið upp með útgjöldum, m.a.
vegna viðhalds og varahluta. Þetta
verði m.a. fólgið í því að þeir aðilar,
sem ábyrgir eru fyrir einstökum
verkþáttum skrifi upp á reikninga
þeirra vegna, og gefi jafnframt
skýringar á því hvaða bifreið sé um
að ræða o.s.frv.
6. Tryggt verði að farið sé yfir
akstursskýrslur vagnstjóra, þannig
að allar hópferðir og tilfallandi
akstur skili sér og sé innheimtur
reglulega.
7. Nauðsynlegt er að reikningar
SBK vegna aksturs séu skrifaðir út
mánaðarlega, en til þessa hefur út-
skrift þeirra verið mjög óregluleg.
Reikningsskil Keflavíkurbæjar:
Um tekjur:
Skráning á tekjum bæjarins
vegna sölu til þriðja aðila hefur alls
ekki verið fullnægjandi og raunar
með þeim hætti að útilokað er að
sannreyna hvort allar tekjur hafi
skilað sér. Utskrift reikninga hefur
ekki verið í númeraröð og færsla
gagna handahófskennd.
Sama má segja um staðgreiðslu-
sölu í áhaldahúsi. Ekkert nothæft
eftirlit hefur verið með henni.
Söluskattskil bæjarins eru svo
sérkapítuli. Þar er ljóst að alls eng-
in afstemming eða tilraun til að
finna réttan gjaldstofn hefur átt sér
stað. Svo virðist sem söluskatt-
skýrslur hafi verið áritaðar með
upphæðum af handahófi og sölu-
skattur greiddur í samræmi við það.
Við lauslegan samanburð á sölu-
skattsgreiðslum Keflavíkurbæjar
og annarra sveitarfélaga, verður
ekki annað séð en að söluskattur
hafí verið ofgreiddur í verulegum
mæli um langt skeið. Þetta atriði er í
nánari skoðun.
Eftirlit með greiðslum og fram-
lögum frá opinberum aðilum virð-
ist einnig vera í lágmarki, og raun-
ar ekki á ábyrgð neins sérstaks að-
ila að fylgjast með þeim. Þannig
komu t.d. í ljós greiðslur frá ríkis-
sjóði (þéttbýlisvegafé) sem færðar
höfðu verið inn á hlaupareikning
bæjarsjóðs, alls að upphæð kr.
1.400.000.00, en þeirra var að engu
getið í bókhaldi. Sama var um
framlög frá Framkvæmdasjóði
aldraðra, að upphæð kr. 750.000.
Endurskoðun á gjaldendabók-
haldi bæjarins er ekki lokið enn og
því ekki tímabært að draga álykt-
anir þar að lútandi. Þó er ljóst að
engin afstemming hefur verið gerð á
milli gjaldendabókhalds og fjár-
hagsbókhalds. Brýn nauðsyn er á
því að gerð verði úttekt á því hvað af
þeim gjöldum, sem útistandandi
eru talin eru í raun innheimtanleg.
Um gjöld:
Laun:
A miðju ári 1986 var tekið í notk-
un nýtt launabókhald hjá bænum,
en ekki virðist starfsfólki hafa verið
kynnt nægjanlega hvernig það kerfi
vinnur, né heldur með hvaða hætti
meðhöndla skyldi upplýsingar úr
því. Af þessu leiðir að skráning
gagna úr launabókhaldi í fjárhags-
bókhald hefur ekki verið fullnægj-
andi og beinlínis röng, og nauðsyn-
legar afstemmingar því alls ekki
fyrir hendi. Starfsmenn þeir, sem
með launamál hafa að gera, hafa
ekki getað unnið sjálfstætt við
launakerfið. Þá er meðhöndlun
ávísana, sem notaðar eru til greiðslu
launa, óafsakanleg meðöllu. Þessar
ávísanir liggja eftirlitslausar þar
sem fjöldi manna hefur aðgang að
þeim og við bætist að hlaupareikn-
ingur sá, sem ávísað er á hefur ekki
verið stemmdur af svo árum skipt-
ir.
Annað atriði er varðar greiðslu
launa er eftirlit með eftirvinnu og
aukagreiðslum, en það virðist ekki
vera með þeim hætti að fullnægj-
andi geti talist. Þannig hefur t.d.
einn starfsmaður, Jón B. Olsen,
verið að staðaldri með yftr 100 tíma
í eftirvinnu á mánuði, undanfarna
mánuði, án sérstakra skýringa eða
uppáskriftar. Hér þarf skýr fyrir-
mæli um framkvæmd.
Skil og meðferð á launamiðum til
skattyfirvalda, hvað varðar greiðsl-
ur til verktaka, hefur verið verulega
ábótavant. Þá hefur ennfremur
vantað afstemmingu á innsendum
launamiðum og gjaldfærðum laun-
um.
Fyrirframgreiðsla launa hefur ver-
ið skipulagslaus og oft á tíðum hafa
upphæðir, sem greiddar hafa verið
fyrirfram, legið sem sjóður hjá
gjaldkera án þess að endurgreiðsla
eða frádráttur frá síðari launum
hafi farið fram. Engar reglur hafa
gilt um þessar fyrirframgreiðslur og
þær þvi ekki verið í neinu samræmi
við laun viðkomandi starfsmanns.
Auk fyrirframgreiddra launa
hafa starfsmenn bæjarins átt kost á
lánum, sem færð hafa verið á sér-
staka starfsmannareikninga í bók-
haldi. Sama gildir um lán þessi eins
og fyrirframgreiðslur, að þau hafa
ekki í framkvæmd farið eftir nein-
um ákveðnum reglum, hvorki hvað
snertir upphæðir, eða fyrirkomulag
endurgreiðslu. Skuldir hafa þannig
staðið mánuðum eða jafnvel árum
saman án þess að vextir hafi verið
reiknaðir.
Kostnaðarliðir almennt:
Misbrestur er á því að eðlilegt
eftirlit sé með útgjöldum bæjarins,
þ.e. að ábyrgðaraðilar skrifi upp á
reikninga til greiðslu, ásamt skýr-
ingum. Oft á tíðum er fylgiskjölum
mjög ábótavant og formsatriða
ekki gætt svo fullnægjandi sé. Hér
er þó nokkur mismunur á milli
stofnana, en einna lakast virðist
ástandið vera á bæjarskrifstofun-
um. Nauðsynlegt er að fastmótaðar
reglur verði settar um uppáskriftir
og að gjaldkera sé þá jafnframt ljóst
hvaða formsatriða þarf að gæta til
þess að greiðsla sé heimil. Jafnframt
þurfa ábyrgðaraðilar að gera grein
fyrir því hvaða útgjaldalið viðkom-
andi greiðsla tilheyrir.
Veltufjármunir:
Um meðferð á sjóði gjaldkera vís-
ast til bréfs, sem sent var bæjar-
stjóra hinn 05.01.1987, enþarkem-
ur fram gagnrýni á fyrirkomulagi
fyrirframgreiddra launa svo og því
að geymdar eru ávísanir frá gjald-
endum, vegna bæjargjalda, stund-
um svo mán'uðum skiptir.
Um meðferð og afstemmingu
bankareikninga vísast til skýrslu frá
19.11.1986 en það skal jafnframt
ítrekað að hér er um grundvallarat-
riði að ræða og brýn nauðsyn á því
að út verði bætt. Við endurskoðun
hefur komið í ljós að afstemmingar
hafa ekki farið fram í áraraðir enda
var um fjölda leiðréttinga að ræða
fyrir það tímabil, sem yftrfarið var.
Hlaupareikningur 855 í Spari-
sjóðnum í Keflavík, var skv. upp-
lýsingum Harðar Ragnarssonar,
notaður af fyrrverandi bæjarstjóra,
Steinþóri Júlíussyni. Engar hreyf-
ingar eru á þessum reikningi árið
1986, en inneign á honum var skv.
bókhaldi kr. 127.362.00. Við af-
stemmingu kom í ljós að innstæða
þessi var ekki fyrir hendi, heldur
var inneign á þessum reikningi kr.
2.205.00. Á árinu 1986 eru í bók-
haldi bæjarins bókaðar þrjár ávís-
anir, samtals að upphæð kr.
140.000.00, sem og taldar vera út-
tekt Steinþórs og fært á starfs-
mannareikning hans. Þessar ávís-
anir voru í raun gefnar út sem hér
segir:
19.01.1981 ...... kr. 60.000.00
19.11.1982 ....... kr. 30.000.00
26.05.1983 ....... kr. 50.000.00
Koma þarf á virku eftirliti með
útistandandi kröfum bæjarsjóðs,
öðrum en opinberum gjöldum, þ.e.
viðskiptamönnum, víxileign og
verðbréfaeign. Á þessu hefur verið
mikill misbrestur, og innheimtu
þessari ekki sinnt svo sem vera ber.
Nefna má sem dæmi skuldabréf Jón
B. Olsen, sem bæjarsjóður á.
Skuldabréf þetta var upphaflega kr.
305.000.00 útgefið 1983. Aldreihef-
ur verið greitt af bréfinu og nema
gjaldfallnar greiðslur nú kr.
707.000.00 að meðtöldum dráttar-
vöxtum. Þetta er vægast mjög óeðli-
leg framkvæmd og hagsmunir bæj-
arsjóðs fyrir borð bornir.
Nokkuð hefur verið um það að
víxlar í eigu bæjarsjóðs, hafa verið
notaðir sem greiðsla til þriðja aðila
vegna viðskipta, eða jafnvel notaðir
til að greiða framlög bæjarins til
ákveðinna stofnana, svo sem Fjöl-
brautaskóla. Þetta teljum við ekki
rétt, heldur ætti að innheimta alla
víxileign, til að fylgjast betur með
framgangi mála. Þurfi að inna ein-
hverjar greiðslur af hendi með víxl-
um ættu það einungis að vera víxlar,
samþykktir af bæjarsjóði.
I ársreikningi 1985 eru eignfærð-
ar greiddar ábyrgðir vegna Heimis
h.f., sem varð gjaldþrota og ljóst að
ekki verður um endurgreiðslu að
ræða. Þessi upphæð, kr. 5.309.264,
ásamt ábyrgðar vegna saumastof-
unnar Sporið h.f. að upphæð kr.
546.387 eða alls kr. 5.855.651.00
höfum við gjaldfært í reikningsskil-
um 31.10.1986 undir liðnum „Önn-
ur mál“, afskrifaðar tapaðarskuld-
ir.
Við athugun á birgðum bæjar-
sjóðs í ársbyrjun 1986 var það upp-
lýst að þær voru ekki byggðar á
neinni raunverulegri talningu eða
mati. Upphæðir þessara birgða telj-
ast því ómarktækar. Talning sú sem
við létum framkvæma á birgðum
31.12.1986 leiddi einnig í ljós að
gera má ráð fyrir því að birgðamat í
reikningsskilum 1985 sé að veru-
legu leyti rangt.
Verulegra endurbóta er þörf á
eftirliti með birgðum í áhaldahúsi,
svo og bókun á þeim hreyfingum í
fjárhagsbókhaldi. Með núverandi
fyrirkomulagi er útilokað að hægt
sé að hafa eftirlit með því að þær
vörur sem inn eru keyptar skili sér á
rétta gjaldaliði og þess er heldur
enginn kostur að meta hvort
rýrnun verður á þessum vörum.
Þetta á einnig við um ýmiss konar
aðkeypta þjónustu í áhaldahúsi,
svo sem akstur, vélavinnu o.fi. Hér
er um háar fjárhæðir að ræða og
fyllsta ástæða til aðgerða. Frekara
aðhalds er þörf í sambandi við öll
innkaup á rekstrarvörum og að-
keyptri þjónustu og verður að gera
þá kröfu að ábyrgðamenn viðkom-
andi verkliða eða stofnana áriti
reikninga. Hér má nefna sem dæmi
aðkeyptan akstur og vélavinnu og
kemur þá til athugunar nýting á
þeim tækjum sem eru í eigu bæjar-
sjóðs.
Áberandi stærstur hluti aksturs
er keyptur af Sverri Olsen og er um-
fang þess aksturs slíkt að ástæða er
til að ætla, að hægara hefði verið að
bjóða út viðkomandi verkliði.
Fyrstu 10 mánuði ársins 1986 er
þessi upphæð kr. 1.965.000.00.
I áfangaskýrslu okkar dags.
19.11.1986 er minnst á gerð eigna-
skrár. Mjög brýnt er að þegar sé
hafist handa um gerð hennar, enda
óverjandi með öllu að hún sé ekki
til. Ekki er það síst vegna þess að
umtalsverður hluti eigna er gjald-
færður, þannig að bókhaldslegt eft-
irlit með eignum er óframkvæman-
legt án eignaskrár.
Um skuldir:
Um skuldir er það að segja að þær
voru með öllu óafstemmdar í bók-
haldi, auk þess sem verð- eða geng-
istryggðar skuldir höfðu ekki verið
framreiknaðar, svo sem vera ber.
Við höfum kannað þennan lið sér-
staklega og gert íjölda leiðréttinga
og teljum að skuldirnar, eins og þær
eru tilgreindar í efnahagsreikningi
31.10.1986 séu réttar. Við athugun
þessa kom í ljós að óreiða var á
gögnum, þ.e. ekki var haldið til
haga á skipulegan hátt afritum af
skuldabréfum sem bæjarsjóður
hafði gefið út og að ennfremur var
ekki með neinum hætti haldið utan
um vanskil vegna skulda. Þá voru
dæmi um að skuldabréf væru hrein-
lega óbókuð svp sem skuld við
Brunabótafélag íslands, þar sem
nýtt skuldabréf var gefið út til
skuldbreytingar.
Meðal skulda er talin skuld við
Rafveitu Keflavíkur að upphæð kr.
9.436.302.00. Hér er ekki um eigin-
lega skuld að ræða, heldur hefur
upphæð þessi myndast að hluta til
vegna sölu á eignum rafveitunnar
til Hitaveitu Suðurnesja. Ástæða
þess að ekki hefur verið gengið frá
bókun á sölu á eignum þessum er sú
að ekki liggur fyrir formlega frá-
genginn ársreikningur fyrir Raf-
veitu Keflavíkur, árið 1985 og þarf
að bæta úr því nú þegar.
Um ábyrgðir:
Ámælisvert verður að telja að
ekki er fyrir hendi tæmandi skrá um
ábyrgðir þær sem bæjarsjóður hefur
tekist á hendur gagnvart þriðja að-
ila. Vinna verður að því að koma
upp slíku yfirliti, enda grundvallar-
atriði að fyrir liggi upplýsingar um
það hvaða upphæðir hér sé um að
tefla.
Hér skal enn ítrekuð nauðsyn
þess að tryggingafræðileg úttekt
verði gerð á skuldbindingum bæjar-
sjóðs vegna Eftirlaunasjóðs. Hér
kann að vera um háar upphæðir að
ræða, sem geta haft veruleg áhrif á
greiðsluskuldbindingar í framtíð-
inni.
V erkamannabústaðir:
Bókhald á öllu hreyfingum er
varða verkamannabústaði eru í
ólestri. Hér er bæði átt við kaup og
sölu á íbúðum. Skortur er á því að
gögn komi til bókunar er varði þessi
atriði. Ekki liggja fyrir eiginleg
reikningsskil fyrir verkamannabú-
staðina.
Öryggi tölvuvinnslu:
Ekki verður hjá því komist að
fara nokkrum orðum sérstaklega
um þennan þátt, svo mikilvægur
sem hann er. Notkun á aðgangsorð-
um hefur verið óskipuleg og gert
það að verkum að aðgangur allra
þeirra sem á annað borð hafa haft
aðgang að tölvunni hefur verið
ótakmarkaður. Þannig hefur verið
möguleiki fyrir hvern og einn að
fella niður opinber gjöld eða gera
færslur í fjárhagsbókhaldi að vild,
svo að dæmi séu tekin. Þá verður
einnig að telja að endurbóta sé þörf
vegna staðsetningar tölvunnar, en
eins og er þá er mögulegt að ganga
inn í tölvuherbergi af götunni, án
þess að nokkur verði þess var, enda
herbergið að jafnaði ólæst. Gögn
þau sem tölvan geymir eru mikil-
vægari en svo að slíkt fyrirkomulag
sé verjandi. Þá þarf einnig að taka
til athugunar varðveislu öryggisaf-
rita (Backup), en þau þarf að geyma
með tryggari hætti en nú er gert.
Gerð fjárhagsáætlunar:
Við lauslegan samanburð á fjár-
hagsáætlun og rauntölum ársins
1986’ koma fram meiri frávik en
svo að þau verði skýrð með þeirri
óreiðu og ónákvæmni, sem verið
hefur á bókhaldi og reikningsskil-
um. Hér má til nefna að samkvæmt
fjárhagsáætlun fyrir árið 1986 er
gert ráð fyrir tekjuafgangi að upp-
hæð kr. 17.851.000.00, en rauntöl-
ur fyrstu 10 mánaða ársins sýna
gjöld umfram tekjur að upphæð kr.
25.310.743.00. í þessu sambandi
þarf þó að gera ráð fyrir því að aðal
framkvæmdatímabili er lokið
31.10.
Með tilvísun til þess að fjárhags-
áætlun er sá grundvöllur, sem
tekjuöfiun og ráðstöfun fjármuna
bæjarins byggist á, svo og fjármála-
stjórnun öll, verður að gera þá
kröfu að betur verði til hennar
vandað.
Niðurlag:
Af því, sem fram hefur komið í
skýrslu þessari, er ljóst að brýnna
úrbóta er þörf í bókhaldi og stjórn-
an bæjarins.
Skipulagsleysi og eftirlitsleysi
hefur einkennt meðferð fjármuna,
og óljós skipting ábyrgða á einstök-
um þáttum hefur verið áberandi.
Innra eftirlit hefur verið í molum
og formleg skilgreining starfa ekki
fyrir hendi. Ekki er við einstaka
starfsmenn að sakast í þessu efni,
heldur verður að vísa til þeirrar
ábyrgðar, sem kjörnir bæjarfulltrú-
ar og stjórnendur bera svo og þeir
aðilar, sem þeir kveðja til eftirlits-
starfa.
Það er beiðni okkar að bæjarráð
taki nú þegar formlega afstöðu til
þess hvernig staðið verði að þeim
endurbótum sem hér þarf að gera.
Reykjavík 04.02.1987.
HAGSKIL h.f.
Gunnar Örn Kristjánsson (sign.)
Lárus Halldórsson (sign.)
Ragnar Gíslason (sign.)
löggiltir endurskoðendur.
Dansleikur
1. maí-nefnd heldur
dansleik í Stapa, föstu-
daginn 1. maí. Hljómsveit
Birgis Gunnlaugssonar
sér um fjörið frá kl. 10-03.
Vínveitingar.
Félagar, fjölmennið.
1. maí-nefndin