Víkurfréttir - 30.04.1987, Blaðsíða 4
mm
4 Fimmtudagur 30. apríl 1987
4*MU
___________________________________Orðvar_____
Nú eru það menn en ekki málefni . . .
Steingrímur Hermannsson
kom, sá og sigraði. Hann einn
jók fylgi B-iistans í kjördæm-
inu um rúm 100%. Án þess að
blása úr nös kippti hann, öllum
á óvart, Jóhanni Einvarðssyni
með sér inn á alþing. Ef þing-
menn annarra fiokka í kjör-
dæminu vakna ekki upp af dval-
anum á þessu kjörtímabili, má
búast við að Framsókn komi hér
að 4 mönnum í næstu kosning-
um. Þetta er all svakaleg en
eðlileg staðreynd..
Allt flokkakerfi, sem við-
gengist hefur á íslandi sl. 50 ár,
er að riðlast. Sá stjórnniála-
flokkur, sem fyrstur áttar sig á
breytingunum og samlagast
þeim, verður sigurvegarinn.
Kosningarnar nú og væntan-
lega í framtíðinni munu fvrst og
fremst snúast um menn, en ekki
flokka, samanber Steingrím,
Stefán Valgeirsson, Albert
Guðmundsson og Halldór Ás-
grímsson. Hver ætlar að halda
því fram að raunverulegir fram-
sóknarmenn í Reykjaneskjör-
dæmi séu á áttunda þúsund?
Raunasögu sjálfstæðismanna
þarf ekki að rekja, en úrslit
kosninganna sýna að siðferðis-
hugsjón Þorsteins Pálssonar,
hvernig sem menn skilja hana,
felldi Sjálfstæðisflokkinn og
ríkisstjórnina.
Albert Guðmundsson fékkað
Til sölu
Toyota Hi-lux (langur) árg.
1980, bensín. - Ýmsir auka-
hlutir.
Til sýnis og sölu í Daihatsu-
salnum í Njarðvík.
Helgarvinna
Starfskraftur óskast í hlutastarf í móttöku á
kvöldin og um helgar. Þarf að geta unnið
sjálfstætt.
Nafn, aldur og fyrri störf leggist inn á skrif-
stofu Víkur-frétta.
Bókhaldari
Óskum eftir góðum starfskrafti við færslu
bókhalds hálfan eða allan daginn. Þarf að
vera vanur bókhaldsvinnu.
Umsóknir sendist á skrifstofu Víkur-frétta
merkt „Bókhald".
ATVINNA
Næturvörður óskast til starfa í sumar frá
mánudegi til föstudags. Þarf að geta byrj-
að sem fyrst.
Skriflegar umsóknir sendist á skrifstofu
Víkur-frétta, merkt „Atvinna".
7/7 hamingju með daginn.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
annað og síðara á fasteigninni Lóð i Hvassahraunslandi,
þingl. eig. þrotabú Stálfélagsins hf., fer fram í skrifstofu em-
bættisins, Vatnsnesvegi 33 í Keflavík, miðvikud. 6. maí kl.
16.30. - Uppboðsbeiðandi er:-Jón Þóroddsson hdl.
Bæjarfógetinn í Keflavik, Grindavík og Njarövik
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu
vissu leyti uppreisn æru með
sigri Borgaraflokksins, en telja
verður Hkiegt að það séu einnig
endalok flokksins. Trúlega sam-
einast hann öðrum flokk við
næstu kosningar.
Alþýðuflokkurinn stendur í
stað, liann hcfur nú fengið sin
atkvæði til baka frá Bandalagi
jafnaðarmanna.
Stcfnuléysi og sambands-
leysi Alþýðubandalagsins við
alþýðuna og láglaunastéttirnar
kemur hvergi skýrar fram en í
kosnmgaúrslitunum. Þeir tapa
fylgi í hverju einasta kjördæmi á
landinu.
Kvennalistinn er fyrirbrigði,
sem vekur verðskuldaða heims-
athygli. Þeirra sigur var sann-
gjarn og glæsilegur. Baráttu-
málið er eitt,jafnrétti. Þær hafa
vcrið hávaðasatnar um að
konur agttu rétt til þingsetu,
lengri fæðingarorlofs, hærri
fæðingarstyrk, fleiri vöggustof-
ur og dagheimili. Málefni, sem
karlmenn hafa lítinn áhuga
sýnt. En styrkur Kvennalistans
liggur auðvitað fyrst og fremst í
því að þær liafa átt áberandi og
skynsama fulltrúa á Alþingi,
fram að þessu alla vega.
Allt er á huldu í stjórnar-
myndunarbrölti formannanna.
Fjölmiðlar segja að Jón Baldvin
og Þorsteinn þreifi á Kvenna-
listakonum þessa dagana, hvað
sem við er ált með þvi. Trúlega
eru þær of slcipar til að láta
glepjast af ráðherrastólunum.
Vafasamt er að spá i ríkisstjórn-
ina tilvonandi, allt getur skeð.
Steingrímur og Þorsteinn hafa
þó alitaf eitt tromp á hendinni.
Þeir vita að kratarhorfa stjörf-
um augum á ráðherrastólana,
enda er þeim orðið mál að
sctjast í þá. Og fróðlegt verður
að sjá, hvað eftir verður af-
stefnuskrá þeirra þegar þeir
setjast.
Kosningahriðin var furðuleg
og einstök, enda spilaðist úr
henni eins og efni stóðu til. Einn
sjálfstæðismaður sagði rétti-
lega, eftir að líða tók á kosn-
inganóttina: „Þetta spil erekk-
ert að marka, það var vitlaust
gefið'*. Hver gaf?
Bílbeltið bjargaði í
fyrsta árekstrinum
Fyrsti áreksturinn á nýja
Flugstöðvarveginum lét
ekki á sér standa og daginn
eftir vígsluathöfnina 15.
apríl varð hörkuárekstur
við Grænásbrekkuna. Þar
skullu saman tveir bílar,
annar ók eftir nýja veginum
en hinn kom Grænásveginn
þar sem stöðvunarskylda
er. Af einhverjum orsökum
áttaði ökumaðurinn sig
ekki á stöðvunarskyldunni
sem ekki hafði verið þar
fyrr og ók beint á hinn bíl-
inn. Sá valt og skemmdist
mikið. Talið er að bílbeltið
hafi bjargað ökumanni bif-
reiðarinnar, sem valt, frá
alvarlegum meiðslum.
Lögreglan á Keflavíkur-
flugvelli fékk mál þetta til
meðferðar en nú hafa lög-
reglustjórarnir í Keflavík
og á Keflavíkurflugvelli
komið sér saman um að
lögreglan í Keflavík gæti
vegarins hér eftir og nær
yfirráðasvæði hennar að
Sandgerðisafleggjara.
Ljósm.: bb.
Flugstöðvarvegur:
Virðið hraðatakmarkanir
Sem kunnugt er standa
enn yfir framkvæmdir og frá-
gangur við hinn nýja flug-
stöðvarveg eða Ofanbyggð-
arveg eins og margir kjósa að
kalla veginn. Að sögn þeirra
aðila sem að framkvæmdum
þessum standa hafa skapast
margvísleg vandkvæði vegna
þess að vegfarendur hafa
hvorki virt hraðatakmarkan-
ir né aðvörunarmerkingar.
Eitt besta dæmið þar um er
atvik það er vörubíllinn fór
nánast á hliðina. En frá því
atviki var greint í síðasta
blaði og sagt að vegkantur
hafi gefið sig.
Forráðamaður við verkið
sagði í sambandi við þetta að
viðkomandi ökumaður hafi
ekki virt vegavinnumerki né
aðvörunarmerki á vinnuvél
þeirri sem var að störfum
þarna, heldur hafi hann troð-
ið sér framhjá tækinu með
fyrrgreindum afleiðingum.
Um það hvers vegna bíll-
inn fór nánast á hliðina sagði
viðkomandi að orsökin hefði
verið sú að hann var kominn
út fyrir öxlina og því út á
væntanlegt sáningarsvæði.
Er því sökin fyrst og fremst
hjá bílstjóra vörubílsins.
Vegna þessa er þeirri
áskorun hér með komið á
framfæri að menn virði
hraðatakmarkanir og aðrar
merkingar á veginum, því
enn á mikið eftir að vinna við
hann áður en yfir lýkur. M.a.
er hinn mikli hraði ökutækja
um þennan kafla áhyggju-
efni þeirra sem að störfum
eru þarna.