Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 30.04.1987, Síða 6

Víkurfréttir - 30.04.1987, Síða 6
\HKUR Fimmtudagur 30. apríl 1987 r Getraunir - Urslitakeppni \fiKUR jtMii juUit Á Wcmbley með Samvinnuferðum/Landsýn Indriði með forystu þegar ein umferð er eftir Lítil sem engin breyting varð á röð manna í úrslita- keppninni í þriðju og næst síð- ustu umferð. Indriði Jóhanns- son, Ólafur Jónsson og Sigurður J. Sigurðsson fengu allir fimm rétta, en Valdimar Valsson fékk aðeins 3 rétta. Staðan er því þannig að Indriði er enn efstur með 20 leiki rétta, Ólafur er í 2. sæti með 16 rétta, Sigurður með 15 og Valdi- mar rekur lestina með 13 rétta. Indriði hefur því nokkuð gott forskot þegar síðasta umferð- in fer í hönd. En síðasta leikvikan í keppninni gæti orðið söguleg, því seðillinn þykir mjög erfið- ur. Það verður því gaman að fylgjast með úrslitunum á laugardaginn kemur. Það er til mikils að vinna hjá Getraunaspekingi Víkur- frétta, ferð á Wembley til að fylgjast með úrslitum bikar- keppninnar með Samvinnu- ferðum/Landsýn 16. maí n.k. Valdimar 13 Arsenal - Aston Villa Charlton - Luton ... Chelsea - Leicester . Coventry - Liverpool..... Man. United - Wimbledon Nott’m Forest - Tottenham Oxford - Norwich .... Sheffield Wed. - Q.P.R Watford - Southamplon West Ham - Newcastle Derby - Leeds ...... Oldham - Plvmoulh . . . 1 1 X 1 X 1 1 X 2 2 1 X 1 X X 2 1 X X 1 1 X 1 X 1 1 X 1 1 X 1 X X BÍLA- bragginn er fluttur í stærra og betra húsnæði Bakkastíg 14, Njarðvík (gamla Ramma-húsinu) ALLAR ALMENNAR BÍLA- VIÐGERÐIR □ Vélastillingar með Sun-tölvu □ Útvegum pústkerfi. - ísetningar □ Varahlutir í flestar gerðir bifreiða BÍLABRAGGINN Bakkastig 14 - Njarövik - Síml 4418 DRATTARBILL - til taks allan sólahringinn. Símar: 2965, 4418 FráWt sjónarhorni Peter Keeling, þjálfari ÍBK, skrifar um knattspyrnu: Lokaátökin framundan Eftir að hafa veri 10 daga í burtu eru Keflvíkingar farnir að æfa aftur í sínum heimabæ og undirbúa sig fyrir loka- átökin í Litlu-bikarkeppninni og byrjun íslandsmótsins, sem hefst eftir 3 vikur. Æflngaferðir oft erfiðar Æfinga- og keppnisferðir geta oft haft vandamál í för með sér og verið erfiðar fyrir þjálfara hópsins. Fyrir tveim- ur árum heyrði ég ískyggilega sögu um norskt félag sem fór j æfingabúðir til Finnlands. Á meðan á ferðinni stóð reyndi einn leikmaður að fremja sjálfsmorð með því að hengja sig og tveir aðrir leikmenn lentu 1 blóðugum slagsmálum með hnífa að vopni. Leiddi það annan þeirra hér um bil til dauða og samtals þurfti að sauma 100 spor í sár þeirra. Fleiri sögur frá æfingaferðum greina allt frá því að leikmenn voru sendir heim vegna mikill- ar áfengisneyslu og að henda heilu píanóunum niður af svölum hótelherbergja á 20. hæð. Þegar farið er í ferðir með 20 unga íþróttamenn má alltaf búast við einhverjum vanda- málum; en ég get með sanni sagt að ferð okkar Keflvíkinga til Manchester og Hamilton tókst í alla staði mjög vel, þar sem góður andi ríkti innan hópsins og góður árangur náð- ist á mörgum sviðum. Engin afsökun Við urðum fyrir því að Óli Þór Magnússon var rekinn af leikvelli fyrir að mótmæla dómara og nú verðum við að bíða og sjá til hvort hann fær dóm vegna atviksins og missir Íiví kannski af fyrsta leiknum í slandsmótinu. Það verður slæmt fyrir félagið ef svo verð- ur. Hvað sem því líður þá er engin afsökun fyrir svona framkomu. Éghefítrekaðsagt strákunum það frá því ég kom til Keflavíkur, hvort sem svona brottrekstrar koma til dóms í keppnum eða ekki, þá mun leikmanninum , verða refsað innan félagsins. Óli Þór mun þvi ekki leika næsta leik okkar í Litlu-bikarkeppninni. Hvað ferð okkar varðar þá sýndi liðið mikla framför frá Ifyrsta leiknum til þess síðasta. IStrákarnir okkar léku þarna á móti atvinnumönnum í _ fremstu röð og af sllku fæst ■mikill lærdómur. Ef við skoðum liðið aðeins nánar þá er það ekkert leynd- arm^l að við það að missa tvo varnarleikmenn frá síðasta keppnistímabili hefur vömin veikst. Engu aðsíðurhefurþar orðið mikil framför í fram- haldi af æflngaferðinni þó svo að nokkuð sé enn í land svo ég verði fyllilega ánægður. Góð vörn nauðsynleg Grundvöllurinn að góðum árangri felst í góðri vörn. En við verðum líka að skora mörk og á meðan við höfum ekki marga markaskorara verðum við að nota tækifæri okkar vel og gera okkur mat úr sem mestu. í síðustu tveim leikjum í Litlu-bikarkeppninni hefur okkur tekist vel upp I sókninni og skorað 7 mörk í 2 leikjum. En þegar við leikum gegn lið- um eins og Val, Fram, KR og í A, vitum við að við verðum að geta leikið sterka sókn gegn þessum liðum. ÍBK liðiðerenn að myndast. Við höfum einn besta framhenann í 1. deild- inni þar sem Óli Þór er og þá Ingvar Guðmundsson, Helga Bentsson og Frey Bragason með þeim fljótustu í deildinni. Ingvar átti mjög góða spretti gegn Man. Utd., Helgi var einn besti maður liðsins gegn varaliði Hamilton. Hann get- ur verið mjög mikilvægur hlekkur I liðinu á ný ef hann tæki hlutina alvarlegar í æfing- um og keppni. Leikmenn okkar lærðu mik- ið í ferðinni og ég geri mér von- ir að sá árangur eigi eftir að skila sér. Við hefðum auðvitað getað náð betri úrslitum I leikj- urn með því að velja lakari mótherja til að leika gegn.1 En þá hefður við heldur ekk- ert lært meira en við kunnum. í þessum viðureignum léku landsliðsmenn frá Danmörku, írlandi, Skotlandi og Eng- landi. Gott tímabil framundan? Ef leikmenn ÍBK geta hald- ið áfram á sömu braut, æft af krafti og með enn meiri þunga næstu 3 vikurnar, þá held ég að við getum átt gott tímabil um leið og við höldum áfram að gera í BK að því liði sem önnur munu hræðast í íslenskri knattspyrnu. ■ I I Öll toppmerkin í íþróttavörum.• SPORTBÚÐ ÓSKARS VIÐ VATNSNESTORG - SÍMI 4922

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.