Víkurfréttir

Útgáva

Víkurfréttir - 30.04.1987, Síða 7

Víkurfréttir - 30.04.1987, Síða 7
\)iKun jUUii Aukin sam- skipti milli Penistone og Grindavíkur Um páskana 1984 (22. apríl) var formlega gengið frá vinatengslum milli JC Penistone og JC Grindavík í Town-Hall í Penistone, South-Yorkshire í Englandi. Síðan þá hafa JC félagar skipst á heimsóknum, kynnst og orðið vel til vina. Félagar beggja JC félag- anna hafa kynnt þessi sam- skipti út á við s.s. með blaða- greinum. En félagar í JC Penistone létu ekki þar við sitja heldur fóru með kynn- ingamyndir sem þau tóku hér og héldu fyrirlestra um ísland á félagsfundum hinna ýmsu félagasamtaka í Peni- stone og kynntu þannig bæði land og þjóð. Almennur áhugi á meiri samskiptum við Island olli svo því að nú um nýliðna páska eða 18. apríl var geng- ið formlega frá vinatengslum á milli Grindavíkurbæjar og Penistonebæjar í _ Festi í Grindavík að viðstöddum fjölda gesta. Þá um kvöldið var haldinn dansleikur í Penistone að hætti íslend- inga með mat héðan og gestir mættu með veigar í poka. I gegnum síma var sam- band haft milli landanna og talað var við Pétur Pálsson frá Hull og Jón Olgeirsson frá Grimsby. Jafnframt var íslenski þjóðsöngurinn spil- aður í gegnum símann. Fjölmargar gjafir voru afhentar á báða bóga af þessu tilefni og sést hér ein afhendingin. F.h. bæjarfulltrúarnir Eðvarð Júlíusson og Jón Gröndal ásamt tveimur erlendu gestanna. Fimmtudagur 30. apríl 1987 7 Beint símasamband var milli Grindavíkurog Penistone áþessari hátíðarstundu. Sést forseti bæjarstjórn- arinnar í Penistone ræða hér við þá sem staddir voru erlendis. Ljósmyndir: hpé. Til Grindavíkur komu ftmm bæjarfulltrúar, blaða- kona, ásamt mökum og tveimur JCfélögumfrá Peni- stone. Dvöldu þau hér á landi í viku. Komu upp í heimsókn þessari nýjar hug- myndir um samskipti bæjanna og virtist mestur áhugi vera á að koma á sam- bandi nemenda og sumar- heimsóknum unglinga. Lögðu fulltrúar Penistone áherslu á að heimsókn þeirra yrði endurgoldin sem allra fyrst, helst ekki síðar en í ágúst n.k., en engin ákvörð- un var tekin þar um. Voru er- lendu gestirnir mjög ánægð- ir með Islandsferðina, þrátt fyrir rokið og rigninguna sem varaði mestan hluta heimsóknarinnar. Einn hlýr og sólríkur dagur í Bláa lón- inu varð til þess að veðurguð- irnir fengu allt annað fyrir- gefið. hpé/Grindavík. ÞAR SEM VERÐ OG GÆÐI FARA SAMAN

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.