Víkurfréttir - 30.04.1987, Qupperneq 17
MÍKUn
jtítUí'
Fimmtudagur 30. apríl 1987 17
Vel heppnuð Bretlandsferð ÍBK-liðsins í knattspyrnu:
stórliðsins.
Hluti hopsi
ns fyrir utan leikvang Hamilton í Skotlandi.
Peter Keeling, þjálfari ÍBK, er hér með sigurliðipu úr 4ra liða
keppninni sem haldin var innan hópsins í ferðinni. A myndinni eru
auk Peters þeir Gunnar, Sigurjón, Rúnar, Gestur og Júlíus, með
sigurlaunin.
„Gaman að fá að
glíma við fræga kappa
eins og Olsen"
- segir Rúnar Georgsson, aldursforseti ÍBK-liðsins
„Það er alltaf gaman að
fá að glíma við fræga
kappa. Jesper Olsen er ein
af stóru stjömunum í Man-
chester Utd.-liðinu og hann
var oft hrikalega erfiður í
leiknum. Hann er mjög
hreyfanlegur og færði sig
einnig mikið yfír á hinn
kantinn. Kannski hefur
honum fundist ég erfiður“
sagði Rúnar Geprgsson,
aldursforsetinn í IBK-lið-
inu í léttum tón er hann var
spurður um hvernig hafi
verið að gæta danans Jesper
Olsen, er ÍBK og varalið
Man. Utd. áttust við. Rún-
ar fékk þetta erfíða hlut-
verk og skilaði því ekki illa,
bar enga virðingu fyrir hin-
um fræga leikmanni Man.
Utd. „Þetta var góð ferð,
mjög stíft prógram, sem ég
á von á að skili sér vel í
þeirri hörðu baráttu sem
framundan er,“ sagði Rún-
ar Georgsson.
Síðustu tveir leikir ÍBK í
Bretlandsferðinni voru
gegn vara- og aðalliði Ham-
ilton Academicals í Skot-
landi. Peter Keeling þjálf-
ari liðsins lét varalið sitt
leika gegn varaliði Hamilt-
on og sigruðu skotarnir í
þeirri viðureign 4:0. Leikur
aðalliðanna var meira
spennandi. Staðan í hálf-
leik var 1:0 fyrir Skotana en
í byrjun seinni hálfleiks var
Oli Þór Magnússon rekinn
af leikvelli fyrir að mót-
mæla dómara leiksins.
Hann hafði fengið gult
spjald fyrir brot áður í
leiknum en fékk síðan rautt
spjald er hann mótmælti
skoska dómaranum. Svo
kann að fara að Oli Þór fái
leikbann út á brottrekstur-
inn þar sem skýrsla var gerð
vegna atviksins. Hann fær
einnig refsingu hjá þjálfara
sínum, Peter Keeling, og
leikur ekki næsta leik IBK í
Litlu-bikarkeppninni.
Þrátt fyrir að leikmenn ÍBK
væru aðeins 10 gegn skoska
úrvalsdeildarliðinu tókst
því aðeins að bæta við einu
marki. Keflvíkingar vörð-
ust vel með Einar Asbjörn í
broddi fylkingar sem aft-
asta mann. Hamilton lék
með sitt sterkasta lið og því
má telja þetta mjög viðun-
andi úrslit.
Rúnar með Jesper Olsen, Dananum sr.jalla í Man. Utd.-liðinu, að
leik loknum.
Gunnar Oddsson, fyrirliði IBK, ásamt fyrirliða Hamilton og
dómaratríóinu og tveimur skoskum ,,Iukkutröllum“.
„Létt“ yíir Keflavíkurhópnum í Skotlandi:
Verslunareigendur
sorgmæddir
Verslunareigendur í Ham-
ilton í Skotlandi, þar sem Kefl-
víkingar enduðu æftnga- og
keppnisferð sína, voru sorg-
mæddir þegar ÍBK hélt til síns
heima um síðustu helgi. í frí-
tíma sínum héldu nokkrir leik-
menn ÍBK til í ttskuverslunum
skosku borgarinnar og versl-
uðu þeir svo mikið að hótelið
sem þeir gistu á líktist frekar
fataskemmu. Gekk þetta svo
langt að orðrómur kom upp
þess efnis að verslanirnar
yrðu örugglega lokaðar í
heila viku á meðan verið væri
að koma fyrir nýjum fötum í
hillurnar, sem hreinlega
tæmdust.
Best klæddu mennirnir í
Hamilton voru þeir Freyr
Bragason og Óii Þór Magnús-
son, leikmenn IBK, sem litu út
eins og flóttamenn á tímum A1
Capone, i nýjum fötum og
með svarta hatta. Verst kiæddi
maðurinn í borginni var þjálf-
ari ÍBK, Peter Keeling, sem
gleymdi sparidressinu heima í
Manchester. Þegar hópurinn
ákvað að fara út síðasta kvöld-
ið þurfti hann að fá lánaðan
jakka hjá Kristjáni Inga Helga-
syni, formanni knattspyrnu-
ráðs, og bindi hjá gjaldkeran-
um, Erni Jónssyni. Sögðu gár-
ungarnir að herra Keeling hafi
verið litinn skrítnum augum af
mörgum er hann kom t fötum í
öllum regnbogans litum.