Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.1988, Page 21

Víkurfréttir - 03.03.1988, Page 21
\)iKun juiUt Njarðvík- ingar steinlágu í Eyjum Njarðvíkingar höi'ðu lítið í Eyjantenn að segja er liðin áttust við í Eyjum á laugar- dag. ÍBV sigraði 34:22 eftir að hafa leitt í leikhléi 14:10. Leikurinn var jafn framan af og Njarðvíkingar náðu að hanga i Eyjapeyjum framan áf og í byrjun seinni hálfleiks, en síðan ekki söguna meir. Arinbjörn Þórhallsson og Pétur Ingi Arnarson skor- uðu mest fyrir UMFN, 6 ntörk hvor. Stefán Arnarson, Reynismaður, brýst inn af línu og skorar eitt ntarka sinna gegn Árntanni. Ljósm.: hbb. Reynismenn kallaðir úr sturtu Reynismenn mörðu sigur gegn Armanni í leik liðanna í 2. deild handboltans, í Sand- gerði á föstudagskvöldið. Lokatölur urðu 23:22 eftir að gestirnir höfðu leitt í leikhléi 13:14. Leikurinn var allan tím- ann i járnum. Reynismenn náðu 3ja marka forystu í byrjun, en Armenningar, sem eru í neðri hluta deildar- innar, sóttu í sig veðrið og náðu að komast yfir fyrir leikhlé. I seinni hálflei k skiptust liðin á að hafa forystu, þó heimamenn hafi oftar haft frumkvæðið. Það var svo Páll Björnsson sem sveif inn úr horninu á loka- mínútunni og skoraði sigur- mark Reynis. Þegar dómarar leiksins, þeir Jón Kr. Magnússon og Hermann Hermannsson úr Keflavík, flautuðu leikinn af, mótmæltu Armenningar og töldu leiktímann ekki vera búinn. Um 10 mín. síðar þegar Reynismenn voru flestir komnir í sturtu, köll- uðu dómarar liðin út á völlinn aftur og Armenning- ar tóku aukakast frá miðju vallarins. Þeim tókst ekki að skora úr því og sigurinn varð því Reynismanna. Vakti þessi ákvörðun dómaranna athygli, því þeir höfðu áður flautað leikinn af. markahæstir Reynis í þess- um leik voru Willum Þór (6), Stefán A. (5), Páll Bj. (4), Sigurþór Þórarinsson (4), Elvar G. (2) og Hólmþór og Viðar H. 1 hvor. Suðurnesja- golfarar léku með þekktum breskum kylflngi - og sigruðu á PRO-AM golfmóti á Spáni Suðurnesjaliðið á Spáni. F.v.: Pétur Antonsson, Brian Waites, Sigurgeir Guðjónsson og Jóhann Benediktsson. „Það er mikil upplifun að spila með svona kappa. Hann er geysilega þekktur og virtur í golfheiminunt1*, sagði Jóhann Benediktsson, kylfingur úr GS, sem tók þátt í tveimur PRO-AM golfmólum á Spáni ásamt þeim Pétri Antonssyni og Sigurgeir Guðjónssyni úr Golfklúhb Grindavíkur. Þeir félagar voru með einum kunnasta kylfingi Breta, Brian Waites, í liði og kepptu með honum í tveimur mótum. PRO-AM golfmót eru þannig að það er keppt í 4ra manna liðum með þremur áhugamönnum og einunt atvinnumanni. Fyrra mótið fór fram dagana 7.-14. febrúar og gerði „íslenska** liðið sér lítið fyrir og sigraði í því á 543 höggum. Leiknar voru 72 holur með punktakeppnis- fyrirkontulagi. Þeir félagar kepptu aftur á öðru móti vikuna á eftir og lentu þá í 4. sæti á 546 höggum. Auk liðakeppninnar keppa atvinnumennirnir sín á milli. Félagi Suðurnesja- mannanna, Brian Waites, lenti í 1.-2. sæti í fyrri keppn- inni á 289 höggum, en í 8. sæti í þeirri seinni á 295 ltöggum. Brian þessi er af flestum taiinn einn kunnasti kylfingur Breta og var m.a. í Evrópuúrvalinu árið 1983 gegn Bandaríkjamönnum, þá 43 ára. I seinni keppninni á Marbella voru tveir Bretar úr Evrópuliðinu sem sigruðu Bandaríkjamenn sl. haust. Það voru þeir Eamon Darcy, en hann sigraði í keppninni á 281 höggi, og Howard Clark, sem endaði í 3. sæti. Báðir eru þeir nú meðal 10 bestu kylfinga á Bretlands- eyjum. Þarna var einnig John Garner meðal þátttakenda, en hann hefur verið ráðinn þjálfari íslenska golflands- liðsins í sumar. A Marbella á Spáni eiga margar stórstjörnur heima. Meðal þeirra sem Suður- nesjamennirnir hittu var enginn annar en Kevin Keegan, einn frægasti knatt- spyrnumaður Englendinga og lék lengst af með Liver- pool, en hætti knattspyrnu- iðkun aðeins þrítugur að aldri. „Keegan spilaði þarna á hverjum degi og gerir ekk- ert annað, enda er hann að verða toppgolfari, þó hann sé ekki á leið í atvinnu- mennsku. Hann er kominn niður í 4 í forgjöf og sagðist ætla niður í núll“, sagði Jó- hann. Fimmtudagur 3. mars 1988 21 Dúbl í horn! Billiard (snóker) er skemmtileg íþrótt sem allir geta leikið, ungir sem eldti. Leiðbeinendur ef óskað er. Sjö 12 feta borð og kjuðar fyrir alla. OPIÐ alla daga frá kl. 11.30-23.30. Pantið tíma eða komið. Knattborðsstofa Suðurnesja Grófinni - Keflavík - Sími 13822 Atvinna í boði Framkvæmdastjóri Knattspyrnuráð Keflavíkur óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf. Þarf að hefja störf fljótlega. Umsóknirsem innihalda helstu upplýsing- ar, sendist í pósthólf 122, merkt „Atvinna í boði“, fyrir 10. mars 1988. Knattspyrnuráð Keflavíkur AÐALFUNDUR Iðnþróunarfélags Suðurnesja verður haldinn í fundarsal félagsins að Vesturbraut 10a, Keflavík, laugardaginn 5. mars 1988 og hefst kl. 13.30. Félagar, mætið vel og stundvíslega. GtMHfG „ , .. RFDA Helgarfjor Glaumbergi SKEMMTISTAÐUR Ji8 t a | Opið föstudags- og laugardagskvöld frá kl. 22-03. - Hljómsveit Grétars Örv- arssonar leikur fyrir dansi. SJAVARQULLID V RESTAURANT Opið föstudag og laugardag frá kl. 18.30. - Borðapantanir i síma 14040. Matargestir greiða ekki aðgangseyri i Glaumberg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.