Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.08.1988, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 11.08.1988, Blaðsíða 9
VllHUnjuau Séð inn í líkamsræktarstöð Óskars, sem að sjálfsögðu er fyrir bæði kynin. Engir svitadropar falla en aftur á móti er meira um að það gerist með aukakílóin. Ljósm.: hbb Líkamsrækt- arbekkirnir slá í gegn Líkamsræktarstöð Óskars að Hafnargötu 23 hefur heldur betur slegið í gegn. Strax frá fyrsta degi opnunar má segja að hver tími hafi verið þétt skipaður og símalínur rauð- glóandi, ef marka má þau kynni sem blm. Víkurfrétta hefur af stöðinni, er hann kom þar við eftir helgina. Kvenfólk er í miklum meiri- hluta í líkamsræktinni hjá Óskari en einn og einn karl- maður læðist innanum, sem er alveg sjálfsagt, þar sem lík- amsræktartækin eru ætluð báðum kynjum. Fimmtudagur 11. ágúst 1988 9 ÚTSALAN í FULLUM GANGI OPNUNARTÍMI: mánudag til fimmtudag kl. 10-18 föstudag kl. 10-19 og laugardag kl. 10-12 Opið í hádeginu. TIPPHkTOPP Byggðasafn Suöurnesja Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARÍU ÞORSTEINSDÓTTUR Njarðvíkurbraut 19, Innri-Njarðvík. Hákon Krislinsson Þorsteinn Hákonarson Kristín Tryggvadóttir Slefanía Hákonardótlir Sigurbjörn J. Hallsson Bryndís Hákonardóuir Guðniundur Pálmason Steinunn Hákonardóttir Elvar Ágústsson og barnabörn. Hvar var Náttúruverndar- ráð þá? Kæri ritstjóri Víkurfrétta. í blaði yðar 21. júlí 1988segirþú frá því að fyrirhugað sé að byggja laxeldisstöð á Garð- skaga í landi Kolbeinsstaða og í litlum hluta á Ásgarðslandi. En Kolbeinsstaðir hafa aldrei tilheyrt skaganum, þeir hafa alltaf verið í Kirkjubólshverfi og nú í Miðneshreppi. Það má geta þess að árið 1475 á Árni ábóti í Viðeyjar- klaustri jörðina Kolbeinsstaði. Árið 1476 gefur Árni ábóti í Viðey jörðina Kolbeinsstaði á Rosmhvalanesi undir klaustr- ið og árið 1479gaf Skúli bóndi Loftsson, Heiðarhús í Út- skálasókn til Viðeyjarklaust- urs ef hann dæði áSuðurlandi og yrði grafinn að Viðeyjar- klaustri. Víkurfréttir höfðu tal við Sigurð Þráinsson hjáNáttúru- verndarráði og telur hann það fráleitt að reisa laxeldisstöð á Garðskaga. Ég held því fram að hreppsnefnd Miðneshrepps hafi fullt vald til að leyfa bygg- ingu í Kolbeinsstaðalandi, með samþykki jarðeiganda. Við höfum Heilbrigðiseftir- lit Suðurnesja sem er full fært um að meta hvort mengun stafi frá laxeldisstöðinni og heilbrigðisnefndin hefur nóg að gera þó þeir þurfi ekki að glíma við misvitra menn frá Náttúruverndarráði. Vil ég spyrja Sigurð Þráinsson hvar Náttúruverndarráð hafi verið þegar nýja Reykjanesbrautin var lögð ogfariðyfir mitt Kúa- gerði og eyðilögð þau náttúru- smíði sem staðið höfðu gegn- um aldir? Ef Náttúruverndar- ráð á sök á þeirri skemmdar- starfsemi þá má það skamm- ast sín. Nú hefur Islenska stálfélag- ið h.f. verið endurstofnað. At- hafnasvæði verksmiðjunnar verður í Fögruvík í Vatns- leysustrandarhreppi, rétt fyrir neðan Kúagerði. Heldur Sig- urður Þráinsson að það verði augnayndi þeirra sem fara um Reykjanesbraut að sjá það járnaskran og bílhræ sem þar verður safnað saman fyrir neð- an Kúagerði? Og að sjálfsögðu veldur bræðslan loftmengun. Því segi ég: Sigurður, líttu þér nær! HINAR VINSÆLU NEW SPORT DÚNÚLPUR KOMNAR Litir: Rautt, kónga- blátt, dökkblátt, grátt og svart. Stærðir: 120-160 kr. 6.980.- X-small / X-large kr. 7.980.- TRYGGIÐ YKKUR ÚLPU f TÍIVA SPORTBÚÐ ÚSKARS Hafnargötu 23 - Sími 14922 Reiður Suðurnesjamaður

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.