Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.08.1988, Page 10

Víkurfréttir - 11.08.1988, Page 10
 \)iKun 10 Fimmtudagur 11. ágúst 1988 Fimmtudagur 11. ágúst 1988 11 l'BÚÐIR ALDRADRA, KIRKJUVEGI 11, KEFLAVÍK. AFHENTAR EIGENDUM SÍNUM SL.LAUGARDAG „Fannst eins og við værum á hóteli' - segja þau Guðrún Sigurðar- dóttir og Þórólfur Sæmundsson „Fyrsta nóttin var alveg prýðileg. Við sofnuðum þreytt eftir að hafa flutt inn og vökn- uðum úthvíld," sögðu þau Þórólfur Sæmundsson og Guðrún Sigurðardóttir er Víkurfréttir litu inn til þeirra í nýja og glæsilega íbúð að Kirkjuvegi 11. Tilgangurinn með heimsókninni var að for- vitnast um það hvernig fyrsta nóttin hefði verið á nýju heim- ili. „Þegar við vöknuðum fannst mér eins og við værum á hóteli og þyrftum ekkert annað en að fara niður í morg- unmat,“ sagði Þórólfur. -En hvernig líst þér á hús- ið? „I einu orði sagt er þetta alveg frábært. Ég átti ekki eftir að ímynda mér að við hjónin ættum eftir að koma í svona íbúð á ævinni. Ég held að fólkið sem býr hér megi vera þakklátt fyrir að búa í svona glæsilegu húsnæði og því á eftir að líða vel það sem I Þórólfur Sæmundsson að það á eftir af ævinni,“ sagði I lokum. ÞÓRÓLFUR SÆMUNDSSON OG GUÐRÚN SIGURÐAR- DÓTTIR voru meðal þeirra fimm fyrstu er fluttu inn í hinar glæsi- legu íbúðir aldraðra að Kirkjuvegi 11 í Keflavik strax eftir afhend- ingu íbúðanna. Fjöldi gesta var viðstaddur at- liöfn er fram fór við afhendingu hússins. Ljósmyndir: epj. og hbb Ættingjar hófust strax handa við flutning húshúnaðar. Hið nýja húsnæði aldraðra að Kirkjuvegi 11 í Keflavík var aflient við formlega athöfn síð- asta laugardag. Við athöfnina fluttu ræður Hannes Ragnars- son, forpiaður byggingar- nefndar, Askell Agnarsspn frá Húsagerðinni, séra Ólafur Oddur Jónsson og Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarstjóri, sem afhenti hverjum handhafa íbúðanna lykla að þeim. Við ræðuhöldin kom fram að flestir þeir sem áttu aðild að byggingu þessari voru heima- menn, bæði núverandi ogfyrr- verandi, og er verkið þeim öll- um til mikils sóma. Er hús þetta hið fyrsta sinnar tegund- ar sem sótt var um lán til hjá Húsnæðisstofnun, fyrsta sem Guðfinnur Sigurvinsson, forseti bæjarstjórnar, afhendir fvrstu lykl- ana er komu í hlut Ágústu Ágústsdóttur og Stefáns Egilssonar. byrjað var á eftir umræddum reglum og um leið það fyrsta sem tekið var í notkun. Fjöldi gjafa barst til hússins, m.a. 21 málverk frá hópi Bað- stofufólks. Prýða verk þessi sameign hússins. Einnig bár- ust gjafir og kveðjur frá mörg- um fyrirtækjum og einstakl- ingum. Kom það í hlut hjónanna Ágústu Ágústsdóttur og Stef- áns Egilssonar að veita fyrstu lyklunum viðtöku og síðan voru hinar 18 íbúðirnar af- hentar hver á fætur annarri. Strax að athöfninni lokinni fluttu fyrstu íbúarnir inn og var sofið í 5 þeirra strax fyrstu nóttina. Hannes Ragnarsson, formaður bygginganefndar, veitir viðtöku gjafabréfi Baðstofufólks um 21 málverk, úrhendiÁstu Arnadóttur. „Hér er allt svo rólegt" „Hún var Ijómandi góð,“ sagði Georg Helgason er blm. Víkurfrétta gerði innlit í íbúð- ina hans og spurðist fyrir um það hvernig fyrsta nóttin hafi verið á nýju heimili. „Hér var allt svo rólegt. Menn voru að flytja hér langt fram eftir kvöldi en ég held að fáir hafi verið hér yfir nóttina. Ég og konan mín, Jóhanna Friðriksdóttir, vor- um komin hér inn með megnið af dótinu aðeins tveim tímum eftir að fundin- um lauk niðri,“ sagði Georg. -Hvernig líst þér á hús- næðið? „Mér finnst þetta mjög smekklegt og vel frá öllu gengið, eins vel og hægt var að búast við,“ sagði Georg Helgason að endingu. GEORG HELGASYNI fannst rólegt í nýju húsakynnunum en hann er meðal frumbyggja þess. Hannes Ragnarsson ávarpar hátíðargesti. Núverandi og fyrrverandi bæjarstjóri Keflavíkur voru viðstaddir. Með þeim á myndinni sjást Hermann Ragnarsson og Oddgeir Pét- ursson. Opnum aftur á mánudag eftir sumarfrí Opnum aftur n.k. mánudag 15. ágúst eftir sumarfrí. Líkams- og partanudd fyrir alla. Andlits- og fótsnyrting. Óskum að ráða snyrti- fræðing og nuddara til starfa. SNYRTI- OG NUDDSTOFA Hafnargötu 35 - Keflavik - Simi 14108

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.