Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.1989, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 16.02.1989, Blaðsíða 15
\)iKun juMi Framkvæmdir við innsigiinguna og höfnina í Sandgerði: „Lífsnauðsyn- legar fyrir höfnina og byggðarlagið“ - segir Sigurður Bjarnason, hafnarstjóri Fimmtudagur 16. febrúar 1989 15 „Höfnin sjálf er orðin ágæt til þess að liggja í henni, en framundan er stórt verkefni við dýpkun á inn- siglingunni". Ljðstn;: hbb. Ein þeirra innsiglinga, sem taldar eru erfiðar ókunnugum, er inn- siglingin í Sandgerðishöfn. Hún getur reyndar einnig verið hættu- leg þaulvönum skipstjórum, þegar vond veður verða, vegna þess hversu grunn og mjó innsiglingarrennan er. A undanförnum árum og áratug hafa verið unnar miklar framkvæmdir í og við höfnina og á næstu árum eru fyrirhugaðar framkvæmdir við innsiglinguna fyr- ir tugi eða hundruð milljóna króna. Víkurfréttir tóku hafnarstjór- ann, Sigurð Bjarnason, tali nýverið og spurðu hann út í þær fram- kvæmdir sem framundan eru og annað tengt höfninni. „Það hafa átt sér stað hér miklar framkvæmdir á undan- förnum árum og áratug. Höfnin sjálf er orðin ágæt til þess að liggja í henni, en nú er stórt verkefni framundan í sambandi við dýpkun á inn- siglingunni." -Nú hefur eingöngu verið um að ræða könnunarverkefni á dýpkun innsiglingarinnar. Hvernig hefur tekist til? „Könnunarverkefnið hefur tekist vel og við erum búnir að sýna fram á að það sé fram- kvæmanlegt að dýpka innsigl- inguna. Samkvæmt könnun hjá Hafnamálastofnun, þá eru þær framkvæmdir sem eftir eru, mun ódýrari en í upphafi var talið. Stefnt er að því að innsigl- ingarrennan verði 40-60 metra breið og dýpið í henni fimm metrar að innanverðu og fimm og hálfur að utanverðu á með- alstórstraumsfjöru. Aukið dýpi í utanverðri innsigling- unni er nokkurs konar örygg- isatriði, þar sem meiri hreyfing er á sjó.“ -Hvað er gert ráð fyrir að dýpkun innsiglingarinnar muni kosta? „Það er þegar búið að vinna könnunarframkvæmdir fyrir 30 milljónir króna, sem er 90% ríkisframlag og 10% frá Miðneshreppi. Það er búið að setja upp tvö dæmi varðandi áframhaldandi framkvæmdir við dýpkunina. Miðað við að innsiglingin sé dýpkuð á 3/2 sumri, þá er heildarkostnaður við verkið 224 milljónir, ef ef tvö sumur eru tekin í framkvæmdirnar, þá munu þær kosta 190 tnillj., samkv. verðlagi á haustdögum 1988. Munurinn liggur í byrjunar- framkvæmdum, sem eru allt- af dýrar og það er því til mikils að vinna að þetta verði fram- kvæmt í sem fæstum skipt- um.“ -Hvenær verður fram- kvæmdum haldið áfram? „Við fórum á fund þing- manna síðasta föstudag, þar sem við kynntum fyrir þeim verkið og fengum jákvæð við- brögð. Við fengunr Ijárveit- ingu al' fjárlögum 1989, 3.8 milljónir, til þess að gera upp síðasta ár og vinna að útboði fyrir næsta áfanga. Ovissuþættirnir við þetta dýpkunarverkefni voru mikl- ir, það vissi enginn hvernig gengi að hreinsa til í innsigl- ingunni. Nú er búið að sann- reyna að þetta sé hægt og þá er fyrst hægt aðfara að vinna í til- Dömukvöld H.R.K. verður á Glóðinni n.k. föstudag, 17. febrú- ar ’89 kl. 19.30. Matur, skemmtiatriði o.fl. Almennur dansleikur hefst kl. 23.30 og stendur til kl. 03.00. Nánari upplýsingar veitir Dalla í síma 12170 og 11531. Handknattleiksráð ÍBK boðsgerð. Við vildum fá ákveðið svar frá þingmönnum, hvort hægt væri að ganga í þetta á sem skemmstum tíma. Það þýðir ekkert að smá moka fjármagni í þessa framkvæmd, því þá eykst kostnaðurinn til muna.“ -Hvenær verða þá raunveru- legar framkvæmdir hafnar og hvernig verður verkið fjár- magnað? „Það er hugmyndin að hefja framkvæmdir við dýpkunina sumarið 1990. Með fjármögn- un á verkinu, þá eru uppi hug- myndir um að taka innlent eða erlent lán, sem greiðist á átta til tíu árum.“ -Nú hefur erlent verktaka- fyrirtæki sýnt þessu verkefni áhuga? „Það kom til mín fyrirspurn frá stóru erlendu verktakafyr- irtæki, þar sem þeir töldu sig geta framkvæmt þetta á einu sumri og fjármagnað verkefn- ið að hluta. En þetta er allt á byrjunarstigi.“ -Nú varð óhapp, þegar unn- ið var að flutningi dýpkunar- prammans til Sandgerðis og hann sökk, þannig að miklar tafir urðu á verkinu. Varð Sandgerðishöfn ekki af mikl- um tekjum vegna þessa? „Það er áætlað að tekjutapið ’88 vegna þessara fram- kvæmda hafi verið 15-20%, sem er 2 til 2Zi milljón króna. Það verður engin breyting á því hvað við getum tekið inn stór skip fyrr en framkvæmd- irnar eru búnar. Tekjur hafn- arinnar eiga eftir að aukast með tilkomu þess að fleiri fiskiskip komast inn til hafn- arinnar. Þá getum við einnig tekið á móti stærri flutninga- skipum, en einu flutningaskip- in, sem hingað koma, eru lítil og taka lýsi og mjöl. Annar togarinn, sem er skráður hér í Sandgerði, komst ekki inn til hafnarinnar og Sjávarborgin, eina loðnuskip- ið sem hér er skráð, kemst ein- göngu inn fjóra daga í mánuði. Skipastóllinn er alltaf að stækka og skipin rista dýpra, þannig að þetta er lífsnauðsyn- legt fyrir höfnina og byggðar- lagið, að þetta sé klárað sem fyrst,“ sagði Sigurður Bjarna- son, hafnarstjóri í Sandgerði, að lokum. Aðalfundur Hestamanna- félagsins Mána verður haldinn á Glóðinni, Keflavík, sunnu- daginn 26. febrúar kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál Stjórnin Stangaveiðifélag Keflavíkur OPIÐ HUS Opið hús verður n.k. miðvikudag 22. feb. kl. 20.30. Þröstur Elliðason verður gestur fundarins. Mætið vel til spjalls um komandi sumar- veiði. Nefndin Aðalfundur Aðalfundur FR-deildar 2 verður haldinn laugardaginn 25. febrúar kl. 14 í húsi Iðn- sveinafélagsins, Tjarnargötu 7, Keflavík. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla formanns. - 2. Venjuleg að- alfundarstörf. - 3. Framtíð FR-deild- ar 2. - 4. Önnur mál. Fulltrúar frá Landsstjórn mæta og svara fyrirspurnum. Félagar, fjölmennið og sýn- ið samstöðu. Stjórnin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.