Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.1989, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 02.03.1989, Blaðsíða 5
\)ÍKUR Fimmtudagur 2. mars 1989 5 Loðnufryst- ingin stopp Loðnufrysting í þeini frystihúsum hér á Suðurnesj- um, seni tóku loðnu til fryst- ingar, er svo til stopp, þarsem loðnan er alveg koinin að því að hrygna eða er þegar byrjuð á því. Það gerðist í fyrsta skipti í síðustu viku að allt pláss í landi var uppurið hjá frysti- húsunnm. Ennþá er þó mögu- leiki að vinna loðnuna til hrognatöku með skilju en hún er injög illa farin og „slegin“. Ljósmyndari hlaðsins kom við í Keflavík hf. undir lok vik- unnar sem leið og þá var unn- ið hörðum höndunt við það að flokka, pakka og frysta loðn- una, sem á langa ferð fyrir höndum á Japansmarkað. „karlinn" er tlokkaður úr áður en loðminni er pnkkað í öskjUrsm.: hhtv SAMKAUP: Með umboð fyrir Heimilistæki júttU Aöalfundur D-álmu sam- takanna á laugardag D-álmu samtökin verða á laugardag með aðalfund á Hótel Kristínu í Njarðvík. Samtök þessi eru samansett af fulltrúum mikils fjölda fél- aga víðsvegar um Suðurnes er hafa það markmið að afla fjármuna fyrir væntanlega D-álmu við Sjúkrahús Kefla- víkurlæknishéraðs. Hefst fundurinn kl. 14 og þar verður án efa rætt um stöðu umræddrar álmu, eins og hún er í dag. Ófærð og ölvun Frernur rólegt var hjá lög- reglunni í Keflavík um síð- ustu helgi. Umferðaróhöpp- in sem þeir þurftu að hafa af- skipti af voru aðeins fimm að tölu og tveir stútar voru und- ir stýri. Þó var erilsamt aðfaranótt laugardagsins sökum ölvun- ar. Eins var nokkuð um það að lögreglan þyrfti að að- stoða vegfarendur sökum ófærðar, bæði innanbæjar í Keflavík og eins á Reykja- nesbraut aðfaranótt mánu- dagsins er bílar festu sig á Strandaheiði. Samkaup í Njarðvík hefur tekið við söluumboði fyrir Heimilistæki hf. Að sögn Guðna Pálssonar, deildar- stjóra, er hér um að ræða heimskunn merki eins og Philips, sem býður upp á heimilistæki, hljómflutn- ingstæki, sjónvörp, mynd- bandstæki og margt fleira. Einnig BOSE hátalarar, sem eru viðurkenndir fyrir hljómgæði og Philco þvotta- vélar og þurrkarar, auk ýmislegs annars frá Heimil- istækjum hf. Guðni sagði að við þetta hafi úrvalið í bús- áhaldadeild Samkaups stór- aukist, „allt auðvitað til að bæta þjónustuna og gera við- skiptavini ánægðari". CASIO TÓNLEIKAR Á LAUGARDAGINN fiírtund Hólmgaróur 2, 230 Keflavík, Sími 15005 Holtsgata 26, 260 Njaróvík, Sími 12002 Næsta laugardag, 4. mars n.k., frá kl. 13 verður sérstök kynn- ing á CASIO hljóðfærum. Tónlistar-,,séní“ frá CASIO um- boðinu verða staddir hjá okkur í Frístund, Hólmgarði 2, Keflavík, og kynna þessi „undra“-hljóð- færi, sem eru m.a. hljóm- borð, gítarar og saxafónar (digital horn). Við sýnum einn- ig CASIO reiknitölvur, úr og klukkur, sem viðeigum írosalegu úrvali... Rafmagnsgítarar frá kr. 23.900. Saxafónar frá 16.900. Hljómborð frá 7.500 kr. til 137.800 kr.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.