Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.1989, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 02.03.1989, Blaðsíða 2
\)iKun 2 Fimmtudagur 2. mars 1ð89 Félagslegar byggingar í Höfnum: Fyrsta íbúðin af sjö —'TTi' i 'i i m 1 rn wbiik.» P- wm ■ i y afhent Djúpivogur 12, sem nú var tekinn í notkun. Laugardagurinn 25. febrúar var stór dagur hjá hrepps- nefnd Hafnahrepps því þann dag afhenti Ragnar Halldórs- son hjá RH innréttingum í Njarðvík hreppsnefndinni fyrstu íbúðina af fjórum, sem hann er með í byggingu fyrir sveitarfélagið. Eru íbúðir þess- ar allar byggðar sem félagsleg- ar íbúðir og þá sem verka- mannabústaðir eða íbúðir sem verða í eigu hreppsins og síðan leigðar út fólki sem á rétt á verkamannabústöðum. Ibúð sú sem afhent var á laugardag er að Djúpavogi 12 í Höfnum. Það hús hafði staðið upphlaðið í mörg ár og var orðið óhrjálegt er Ragnar hóf framkvæmdir við það í ágúst sl. Hefur hann lokið við að gera þarna mjög gott húsnæði sex mánuðum á undan upp- haflegri verkáætlun. Eftir formlega athöfn á laugardag, þar sem Ragnar af- henti Jóhanni Sigurbergssyni, oddvita Hafnahrepps, lykla af íbúðinni, var íbúðin til sýnis fyriralmenning. Degisíðarvar fyrsta leigutaka, Olafi Ragnari Hilmarssyni, afhent íbúðin. Við athöfnina fluttu þeir Þórarinn St. Sigurðsson sveit- arstjóri og Ragnar Halldórs- son verktaki stutt ávörp, þar sem eftirfarandi kom m.a. fram: Þórarinn St. Sigurðsson „Verkamannabústaðir þessir og leiguíbúðir eru byggðar á grundvelli félags- legra ibúða og greiðir ríkið 85% og sveitarfélagið 15% af byggingarkostnaði. Upphafið að þessu máli má rekja til ár- anna 1977-78 er eitt hús var byggt í Höfnum á vegum sveit- arfélagsins á grundvelli þeirra laga sem þá giltu um verka- mannabústaði. Það hús er nú Djúpivogur 22 og hefur ávallt verið nýtt mjög vel. Síðan gerðist það á árinu 1984 að hreppsnefndin sam- þykkti að beita sér fyrir bygg- ingu á allt að fjórum íbúðum. Árið 1986 var ákveðið að kaupa eitt hús í hreppnum og um leið ákveðið að fresta 4ra íbúða áformunum, aðallega vegna þess að þá voru hér í smíðum þrjú hús, sem ekki var vitað með framhaldið á. Eitt þessara húsa er einmitt þetta hús sem við erum stödd í nú. Með öðrum orðum, ákveðið var að sjá hvernig gengi með umrædd hús og grípa inní ef þörf væri. 1987 gerðist það síðan að núverandi hreppsnefnd ákvað að sækja um lánsheimild til allt að sjö íbúðum hjá Húsnæðis- málastofnun og sá fáheyrði at- burður gerðist að allar um- sóknirnar voru samþykktar. 10. apríl 1988 var ákveðið að kaupa tvö þessara húsa af þrem sem fokheld voru, Djúpavog 5 og 12. Enda var ástand þessara húsa þannig að hreppsnefndin var sammála um að ekki væri fært að láta mál þróasta öllu lengur, því húsin lágu bókstaflega undir skemmdum. Þetta var upphaf- ið að því að þetta hús var klár- að. Verkið var boðið út og til- boð opnuð 14. júlí 1988. Alls bárust fimm tilboð og voru þau öll hærri en kostnaðar- áætlun. Þeim var því öllum hafnað. Hreppsnefndin tók þá upp samninga við þann aðila sem átti lægsta tilboðið og end- aði það mál með því að samið var við umræddan aðila, Ragnar Halldórsson. Eg vil þakka honum sér- staklega fyrir verk hans. Tæknideild Húsnæðismála- stjórnar tók verkið út síðasta fimmtudag án athugasemda. Áfram var haldið og útboð gert á tveimur verkamanna- íbúðum 23. ágúst sl. Fjögur til- boð bárust, lægst var tilboð RH innréttinga, rétt um 90% af kostnaðaráætlun og því var tekið. Er annað þeirra húsa að rísa hér rétt hjá. Hafa mál því atvikast þannig að Ragnar er hér verktaki að byggingu 4ra íbúða og fyrir liggur tilboð frá honum í næsta parhús fyrir verkamannabústaði en enn hefur engin afstaða verið tekin til þess máls en jafnvel nú í vik- unni er ákvörðunar að vænta. Hér er því merkur áfangi í þróunarsögu þessa sveitarfél- ags og sérstaklega vegna þess að þeir verkamannabústaðir sem eru að rísa eru þeir fyrstu í þessu byggðarlagi,“ voru lokaorð Þórarins. Ragnar Halldórsson „Verksamningur að þessu húsi var frágenginn í ágúst- byrjun á síðasta ári. Áttum við að afhenda þetta hús í ágúst 1989. Er það því okkur mikil ánægja að geta afhent þetta hús sex mánuðum á undan áætlun. Alls unnu 15 manns við þessa byggingu. Þeir verktak- ar og aðilar, er höfðu hér hönd í bagga, eru Páll Eggertsson, jarðvegs verktaki, Albert Hjálmarsson, pípulagninga- verktaki, Rafverktakafyrir- tækið Geisli og Eðvald Bóas- son, húsasmiður, og starfs- menn RH innréttinga. Færi ég þessum aðilum þakkir fyrir mjög vel unnin störf. Húsið sjálft var ekki beint álitlegt þegar verkið hófst í ágúst. Hlaðið hús þar sem steinninn var orðinn grænn af slýi. Nú er það mjög vel ein- angrað, bæði utan, innan og lofti, og mælist 150fermetrar að stærð. Eftirlit annaðist Verkfræðistofa Suðurnesja. Þeir eiga þakkir fyrir mjög vönduð vinnubrögð. Þá á Þór- arinn ekki síður þakkir skildar fyrir gott framlag, því hann hefur séð til þess að ekki hefur skort fé úr byggingasjóðnum til að halda þessu verki gang- andi, sem er sérstakur þáttur, að þurfa ekki að verða févana í svona byggingu. Þetta hefur gengið mjög fljótt og vel.“ Hafin er byggingarframkvæmd verkamannabústaðar frá grunni við Djúpavog. 50 kall í bíó! FÉLAGSBÍÓ Hin stórgóða bíómynd „SHAKEDOWN“ endursýnd föstudagskvöld kl. 21. Miðaverð 50 krónur. félags bíó Sími 11960 I Ireppsnefndarmennirnir Björgvin l.úthersson (t.v.) og Þórarinn St. Sig- urðsson sveitarstjóri, við athöinina. Ljósmyndir: epj. Viltu láta mála þig? Snyrtisérfræðingur frá Estée Lauder verður í versluninni nk. föstudag frákl. 14-18. T ,,, .. w -Lattu sja þig. SNYRTIVÖRUVERSLUNIN sraaRt Hólmgarði 2 Sími 15415

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.