Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.03.1989, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 02.03.1989, Blaðsíða 11
10 Fimmtudagur 2. mars 1989 „Mikill áhugi fyrir keppninni“ - segja þær Ágústa Jónsdóttir og Birna Magnúsdóttir, umsjónarmenn Fegurðarsamkeppni Suðurnesja Ágústa og Uirna, ásamt Önnu Leu, segja stúlkunum til á æl'ingu fyrir skömmu. Ljósm.: pkct. „Það hefur gengið vel að fá þátttakendur en eins og und- anfarin ár kernur megnið af hópnum frá stærstu byggðar- lögunum. Undirtektir frá minni stöðunum mættu vera meiri en við vonum að það breytist“ sögðu þær Agústa Jónsdóttir og Birna Magnús- dóttir, umsjónarmenn Feg- urðarsamkeppni Suðurnesja 1989, en þær stöllur hafa und- anfarin fjögur ár haft hita og þunga af umsjón keppninnar. Mikill undirbúningur „Undirbúningur hófst strax eftir áramót þegar búið var að velja 9 stúlkur til þátttöku. Þær hafa síðan stundað æfing- ar af kappi til þess að vera í sem bestu formi þegar stóra stundin rennur upp. Stúlkurn- ar hafa stundað leikfimi og Ijós og verið undir handleiðslu hjá hárgreiðslu- og snyrtifólki. Þær hafa síðan verið á göngu- æfingum í Glaumbergi undir stjórn þeirra Agústu og Birnu. -En er almennur áhugi hjá fólki fyrir fegurðarsam- keppni? „Fólk fylgist mjög vel mcð og það er mikill áhugi fyrir keppninni en því ntiður kom- ast færri að en vilja á loka- kvöldið í Glaumbergi, enda er mikil lagt í allan undirbúniní; til að gera þetta sem glæsileg- ast. Þessi mikli áhugi hefur gert það að verkum að það hefur gengið mjög vel að fá fólk og fyrirtæki til að vinna með okk- ur við undirbúninginn og vil ég fá að nota tækifærið og þakka þessum aðilum sérstaklega. Án þeirra væri þetta ekki hægt.“ -Eiga Suðurnesjamenn mik- ið af fallegu kvenfólki, sem á heima í svona keppni? „Það er mikið af hugguleg- um stúlkum á Suðurnesjum og ímynd ungs fólks í dag er að líta vel út. En svo má eflaust alltaf deila um það hvort þessi eða hin á heima í fegurðarsam- keppni. Svo vilja ekki allar stúlkur taka þátt í svona keppni." -Að lokum, Ágústa og Birna. Erum við með Fegurð- ardrottningu Islands í þessum hópi? „Það er ekki hægt að segja til um það. Sennilega er það sjaldnast hægt. En það er víst að einhvern tíma kemur að því“ sögðu þær Ágústa Jóns- dóttir og Birna Magnúsdóttir að lokum. Gjafalistinn lengist í síðasta blaði var greint frá þeim aðilum er gefa feg- urðardömunum gjafir. Þá láðist að geta Stefáns Thor- arensen-heildverslun sem ásamt Snyrtivöruversluninni Gioriu gefa öllum þátttak- endununt Viseble Differencc „body línu“ frá Elisabeth Arden. Snyrtivöruverslunin SMAR'f, sem opnaði nýlega í Uólmgarði, hefur einnig ákveðið að gelá öllum stúlk- unum í legurðarsamkeppn- inni CAPUCCl ilmvatn. Þá má geta þess að Guð- laug Sigurðardóttir, sem er að nenta nudd, hefur nuddað stúlkurnar að undanlornu en hún mun á næstunni opna nuddstofu í Garðinum. víkuk jUttit muti juttit Fimmtudagur 2. ■. .ars 1989 11 Viðburðaríkt ár“ - segir Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir, Fegurðardrottning Suðurnesja 1988 „Þetta er búið að vera mjög viðburðaríkt ár og skemmtilegt. Ætli ferðin til Þýskalands sé þó ekki eftir- minnilegust" sagði Guð- björg Fríða Guðmundsdótt- ir, Fegurðardrottning Suð- urnesja 1988, en hún mun næsta laugardag krýna nýja fegurðardrottningu í Glaumbergi. Veglegasta keppnin „Maður hefur lært mikið og þroskast á þessu eina ári. Strax eftir fegurðarsam- keppnina hér heima byrjaði maður á æfingum fyrir Is- landskeppnina sem haldin var á Hótel Islandi. Þar sem að í fyrsta skipti var sjón- varpað beint frá keppninni þurfti að æfa meira. Sund- bolaatriðið var tekið upp kvöldið áður en keppnin fór fram og var mjög stíft pró- gramm því það tók langan tíma. Við vorum í upptöku til miðnættis þannig að þessa síðustu daga var ekki mikið um svefn“ segir Guðbjörg, þegar hún er beðin að leiða hugann til síðasta árs. „Annars er gaman að segja frá því að keppnin okk- ar hér á Suðurnesjum er ör- ugglega veglegasta keppnin sem haldin er, að undanskil- inni sjálfri Islandskeppninni. Hvergi er lögð eins mikil vinna í undirbúning, mynda- tökur og annað. Og þegar ég sagði hinum stúlkunum að það hafi orðið uppselt á ein- um klukkutíma þá urðu þær hissa. Eg held góðu sam- bandi við allar stúlkurnar úr keppninni í fyrra og það er mjög skemmtilegt þegar við hittumst.“ „Queen of the world“ Nokkrum mánuðum eftir Fegurðarsamkeppni Islands var Guðbjörg Fríða valin af Vikunni til að vera fulltrúi Islands í kepnninni „Queen of the world“ í Þýskalandi. „Þetta varóvenjuleg en mjög skemmtileg ferð. Áður en sjálf keppnin fór fram ferð- uðumst við mjög mikið og héldum sýningar og sátum fyrir í myndatökum fyrir mörg kunn fyrirtæki en alls vorum við 70 þátttakendurn- ir frá mörgum löndum. Það sem kom mér mest á óvart í þessum sýningum var að þær voru ekkert undirbúnar. Við áttum að gera þetta sjálfar sem við og gerðum. Þarna þurfti maður að treysta á sjálfan sig, ákveða hvert og hvernig maður ætlaði að fara inn á sviðið, oft fyrir framan þúsundir manna. Við sýnd- um mikið pelsa en einnig annan fatnað, sport- og tískufatnað. Auglýsinga- myndatökurnar voru fyrir þekkt snyrtivörufyrirtæki, tóbaksfyrirtæki og mörg fleiri. Þetta var mikið um- stang og hraði á öllu, og allt saman mjög nýtt fyrir mér og reyndar flestum okkar stúlknanna. I ferðinni kontu allar gjafirnar sem ég fékk í kringum þátttökuna heima, að góðum notum“. Guðbjörgu gekk ágætlega í keppninni, komst í 35 manna úrslit. Boðin þátttaka í „Miss Globe“ -Getur þátttaka á erlendri grundu ekki gefið af sér góð tækifæri, t.d. við fyrirsætu- og sýningarstörf? „Jú, það er engin spurn- ing. I þessum stóra hópi var umboðsmaður fyrir keppni er kallast „Miss GIobe“ sem haldin er í Tyrklandi. Hann bauð mér að taka þátt í henni næsta sumar og sagðist vilja fá tvær stúlkur frá íslandi. Hann sagðist hafa mikið álit á íslensku kvenfólki og nefndi m.a. Henný Her- manns í því sambandi. Ef ég vildi ekki koma bað hann mig um að koma því í kring að fá sendar myndir og um- sóknir frá tveimur stúlkum til þátttöku í þessa keppni. Eftir keppnina i Þýskalandi var okkur öllum boðið að fara til Frakklands ef við vildum reyna fyrir okkur í fyrirsætustörfum. Eg hafði ekki áhuga, þó svo að þetta geti verið spennandi.“ Líst vel á hópinn En hvað segir Guðbjörg um þátttakendurna í Feg- urðarsamkeppni Suðurnesja að þessu sinni? „Mér líst mjög vel á hópinn. Þær eru allar fegurðardrottningar í mínum augum.“ Ertu búin að velja? „Já, eiginlega...“ sagði Guðbjörg Fríða að lok- um. „Hef lært mikið og þroskast á þessu eina ári“, segir Cuðbjörg Fríða. Myndina tók HeimirStígs- son á Ljósmynda- stofu Suðurnesja. Guðbjörg Fríða ásamt stúlkunum sem komust í 35 manna urslit. Sigurvegarinn i keppnmm, „Queen of the VVorld", er önnur frá hægri í fremri röð. SrL Útsala í Járn & Skip! Gólfdúkar 2.198 GóÚtepP1 vt 690 f«> Snjósleða^— „4990 Fatahornið FuUt af V\ x— * , fa tnaði flotgöU' um yg£ gvéluaa stv isskóiu or- o f\. < Járn & Skip v/Víkurbraut Sími 15405 t £S o •*»

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.