Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.03.1989, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 30.03.1989, Blaðsíða 16
\)iKur< 16 Fimmtudagur 30. mars 1989 4*aat Átján ára langri bið Keflvíkinga lauk á miðvikudag fyrir páska er þeir tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik með sigri á KR í þriðja úrslitaleik liðanna í Keflavik. IBK lék eins og meistur- um sæmdi í þriðja leiknum og sigraði verðskuldað með 15 stiga mun, 89:72, eftir að hafa leitt með slíkum mun í leikhléi, 45:30. Liðin stóðu jafnt að vígi eftir sinn hvorn sigurleikinn. Um 13-1400 áhorfendur, sem er mesti fjöldi sem komið hefur á íþróttaleik í íþróttahúsi Kefla- víkur, voru að sjálfsögðu lang flestir á bandi heimamanna og stuðningur þeirra gaf Keflvík- ingum byr undir báða vængi strax í byrjun leiksins. Þeir nýttu sér stuðninginn og höfðu yfirburði í fyrri hálfleik og 15 stig í pokahorninu fyrir þann seinni. Keflvíkingar héldu upp- teknum hætti fyrstu 2 mínút- urnar í seinni hálfleik og náðu mest 18 stiga mun, þegar hrikta tók í „IBK-maskín- unni“. KR-ingar sýndu klærn- ar og með harðfylgi tókst þeim að minnka muninn í eitt stig en þá sögðu Keflvíkingar hingað og ekki lengra. Magnús Guð- finnsson tók þá öll völd í vörn ÍBK, reif hvert frákastið af öðru, sem urðu 14 talsins áður en yfir lauk, boltinn barst til Guðjóns Skúlasonar, sem skoraði 6 stig í röð, og Nökkvi Jónsson, nýliðinn ungi, hélt Keflvíkingum við efnið með frábærum leikogsýndimikinn „karakter“ þegar mest á reið. Keflvíkingar rifu sig þannig upp úr lægðinni og það var vel við hæfi að Axel Nikulásson skoraði síðustu tvö stig þessa leiks, því hann var jafnbesti maður liðsins í þessum frá- bæra leik, þó svo að það sé erf- itt að segja að einn maður hafi skarað framúr í hreint frábæru liði Keílvíkinga, sem tryggðu „Loksins tókst okkur það, Nonni", g*ti Axel Nikulásson verið að liugsa, Nökkvi .lónsson „tolleraður" eftir að úrslit urðu Ijós. •I Sagt eftir leikinn: Sigurður Valgeirsson: „Langri bið er lokið. Þetta er ógleymanleg stund. Strák- arnir sýndu frábæran kar- akter. Þeir gáfust ekki upp þegar allir héldu að þeir væru að gera það. Það var gaman að sjá til Nökkva. Þessi korn- ungi strákur sýndi það sem maður vildi sjá, þegar allt stefndi í óefni.“ Jón Kr. Gíslason, þjálfari ÍBK: „Þetta erólýsanlegtilfinn- ing. Við komum til leiks með rétt hugarfar og héldum haus þrátt fyrir smá hiksta. Liðsheildin vann þennan sig- ur. Við lékum vel í úrslita- keppninni og ég var strax sannfærður um að við mynd- um vinna titilinn. Maður er búinn að bíða lengi eftir þess- ari stundu og loks þegar hún kemur get ég hreinlega ekki lýst því hvernig það er að inn. standa loks uppi sem Is- landsmeistari.“ Axel Nikulásson: „Þegar við Nonni byrjuð- um saman fyrir 15 árum að æfa körfuboíta sögðumst við strax ætla að verða Islands- meistarar. Við höfum stund- um rifjað þetta upp á undan- förnum árum en alltaf sagt við sjálfa okkur: Við hættum ekki fyrr en okkur tekst þetta. Eg er þó ekki að segja að við séum hættir, því von- andi er þetta bara byrjun á fleiri titlum. Við stóðum okkur vel í kvöld og áttum sigurinn skilið. En mikil ósköp er yndislegt að vinna loksins stóra titilinn.“ Magnús Guðfinnsson: „Við héldum haus og gáf- umst ekki upp þó á móti blési um stund. KR-ingar voru búnir þegar þeir höfðu minnkað muninn í eitt stig. Við erum með mestu breidd- ina, lOmannafrábæranhóp, Ljósmyndir: hbb. og mad. og það var það sem kom okkur á leiðarenda. Mórall- inn er frábær og eftir þjálf- araskiptin styrktist andinn í liðinu enn frekar.“ Nökkvi Jónsson: „Við gerðum rétta hluti þegar KR-ingar fóru að draga á okkur, lékum skyn- samlega og kláruðum dæm- ið. Eg var aldrei í vafa, var alltaf viss að við myndum sigra. Eg var aðeins spennt- ur fyrir leikinn en það hvarf þegar ég kom inná og ég fékk auðveld færi sem ég gat ekki klikkað á.“ Gunnar Jóhannsson, for- maður KRD ÍBK: „Þetta er vonandi aðeins byrjunin á nýrri gullöld Kefl- víkinga, en nú í körfubolta. Maður er búinn að eyða miklum tíma og orku með þessum strákum í vetur. Að fá Islandsmeistaratitilinn er ólýsanlegt og stórkostlegt.“ sér íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti í 18 ár við gífur- legan fögnuð stuðningsmanna liðsins. Það voru fáir sem spáðu IBK-Iiðinu titlinum fyrr í vet- ur þegar þjálfari liðsins var lát- inn fara. En Jón Kr., sem tók við iiðinu sem þjálfari og lék einnig með, hélt utan um hóp- inn, lék ekki aðeins eins og herforingi inni á vellinum heldur þjappaði honum sam- an utan vallarins. Jón Kr. kláraði dærnið. Stcmningin ú úhorrciid:i|iöMumim var ólvsanlcg. vatnsbcrum. 18 ára bið Keflvíkinga lokið: Fyrsti titill ÍBK að veruleika • Sennilega er árangur ÍBK í vetur sá besti sem íslenskt íþróttalið í boltaíþrótt hefur náð á einu tímabili fyrr og síðar. ÍBK er þegar búið að tryggja sér sex íslandsmeist- aratitla og einn bikarmeist- aratitil og von er á fleirum. Hápunkturinn er auðvitað ,,tvennan“, þ.e. sigur í meist- araflokki karla og kvenna... • „Maður á ekki orð. Hvað er hægt að gera fyrir þá“ sagði Guðflnnur Sigurvins- son, bæjarstjóri Keflavíkur eftir leikinn við KR. Guð- finnur afhenti liðinu blóm- vönd strax eftir leikinn en ÍBK fær eflaust eitthvað meira frá bænum sínum sem hefur fengið stórkostlega af- mælisgjöf á 40 ára afmælinu frá ÍBK... • Þorsteinn Bjarnason, liðs- stjóri Keflvíkinga, lék með ÍBK þegar liðið sendi fyrst meistaraflokk í keppni í ís- landsmóti. Það var árið 1974 en þrjú ár á undan lék ÍK, íþróttafélag Keflavíkur, í mótinu. Steini fylgdi liðinu sem liðsstjóri í gegnum úr- slitakeppnina og kom reynsla hans að góðum not- um. En hann sigraði tvöfalt á miðvikudagskvöldið, því þá átti hann einnig 32ja ára af- mæli... • Þriðja árið í röð hefur það gerst að leikmaður sem jafn- framt- er þjálfari stýrir liði sínu til sigurs á Islandsmóti í körfuknattleik. Jón Kr. Gíslason endurtók leikinn eftir þeim Pálmari Sigurðs- syni og Vali Ingimundar- syni. • Guðjón Skúlason skoraði flest stig fypir ÍBK í leikjun- um þremur gegn KR eða alls 66. Axel Nikulásson kom næstur með 50, því næst Jón Kr. með 40 og fjórði varð enginn annar en Nökkvi Jónsson með 34 stig.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.