Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.1989, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 06.07.1989, Qupperneq 10
10 Fimmtudagur 6. júlí 1989 Lenti í árekstri eftir ógnarkeyrslu Ungur ökumaður, sem ók á ógnarhraða eftir Víkna- vegi, lenti í árekstri við gatnamót Grænásvegar á föstudagskvöldið, eftir að ölvaður ökumaður hafði ekið í veg fyrir hann. Hafði hinn ungi ökumaður verið á leið suður Víknaveginn er óhappið varð. Mun hann hafa fipast með þeim afleiðingum að hann lenti utan í ljósastaur eftir að hafa lent á vinstra afturhorni bílsins er ók í veg fyrir hann. Mældust bremsuför öku- mannsins 119 metrar, þar af tæpir 77 á þurru malbikinu. Þá hafa gefið sig fram vitni er sáu hann aka á ógnar- hraða. Var ökumaðurinn boðaður fyrir fulltrúa, en er blaðið fór í prentun var ekki vitað um lok málsins. ATVINNA • ATVINNA - ATVINNA Skipstjóri og háseti óskast á 15 tonna dragnótarbát frá Sand- gerði. Uppl. í síma 37558. ATVINNA Afgreiðslustúlka óskast í Sundhöll Kefla- víkur frá 1. ágúst. Krafist er 9. sundstigs. Umsóknarfrestur er til 15. júlí. Nánari upp- lýsingar hjá sundhallarstjóra. Sundhöll Keflavíkur Afgreiðslustarf Óskum að ráða manneskju í heilsdags- starf í verslun okkar að Hólmgarði 2. Um- sóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu okkar að Hringbraut 92, Keflavík. Nonni & Bubbi ATVINNA í BOÐI Forstaða dagvistarheimilis Njarðvíkurbær óskar að ráða forstöðu- mann við dagvistarheimilið Holt. Fóstru- menntun áskilin. Þeir sem áhuga hafa á starfinu og hafa starfsreynslu á sviði upp- eldismála eru hvattir til að sækja um, því menntamálaráðuneytið veitir undanþágu frá fóstrumenntun ef engin fóstra fæst til starfans. Umsóknarfrestur er til 14. júlí nk. Upplýs- ingar veitir undirritaður á bæjarskrifstofun- um, Fitjum, eða í síma 92-16200. Félagsmálastjórinn í Njarðvík viKurt juUit Krot að „westan“ San Diego, Kaliforníu Heilir og sælir, landar, og komið fagnandi! Ég skrifa þetta stutta bréf hér frá vesturströnd Banda- ríkjanna í tilefni 40 ára afmæl- is Keflavíkurbæjar, sem haldið var upp á ekki alls fyrir löngu. Mér finnst rétt að setjast niður og liripa niður nokkrar línur og senda bæjarbúum bestu heillaóskir í tilefni þessa áfanga og vonast ég auðvitað til þess að sjá bæinn okkar vaxa og dafna ennfremur á komandi árum. Við þurfum að athuga að ,,andi“ bæjarins speglar við- hori' þess fólks sem í honurn býr og þurfa bæjarbúar þess vegna að vera samhentir um að halda honum sem vistlegust- um, bæði fyrir íbúa og þá gesti sem þangað ber að garði. Ég er alveg viss um að þar er Guð- finnur bæjarstjóri nrér sam- mála. Aukatölublað Víkurfrétta, sem var helgað afmælinu, var mjög skemmtileg lesning og hafði að geyma bæði margar, góðar myndir og áhugaverð viðtöl við nokkra kunna Kefl- víkinga. Vil ég hér með senda Víkurfréttamönnum innileg- ar þakkir fyrir vikulegar send- ingar af þessu ómissandi blaði hingað út. Þess má geta hér að á þjóð- hátíðardag okkar Islendinga, Hendið gömlu síma- skránni AII mikið liefur borið á því að fólk væri enn með gömlu símaskrána við hendina þeg- ar það er að hringja. Vegna þess hefur það oft á tíðum ekki fengið síntasamband við þá aðila sem ætlar sér. Vegna þessa vill símstöðv- arstjórinn í Kefiavík nú hvetja alla símnotendur til að ná í nýju símaskrána, því víða, bæði hér á Suðurnesj- um og út unt land, hafa verið gerðar breytingar á sírna- númerum. Er gamla skráin því fallin úr gildi. 17. júní sl., fórum við þrír ís- lendingarnir, ritari, ísak Leifs- son og Viðar Vignisson, að sjá og heyra hina íslensku Sykur- mola (The Sugarcubes), sem voru með tónleika þann dag- inn hér í San Diego. Sykur- molarnir, sem eru mjög vin- sælir hérna, stóðu vel fyrir sínu og það vakti athygli okkar, sem og annarra, að meðan þau gerðu sig klár til að koma á sviðið voru leikin nokkur vel valin lög (af snældu) með Hauki okkar Mortens. Það var ekki laust við að undirritaður og félagar hafi hreinlega tárast af þjóðarstolti þar sem við stóðum innan um ca. 14000 manns og tókum vel undir með Hauki, er hann söng „Katarína, Katarína, Katarína, stúlkan min“. Ekki veit ég hvort þetta er I fyrsta skipti sem Haukur M. syngur fyrir slíkan fjölda, en hitt veit ég að tilfinningin var ólýsan- leg. Ætla ég að enda þessi stuttu skrif mín hér en vil nota tæki- færið og senda fjölskyldu, vin- um og vandamönnum kæra kveðju og þá sérstök skilaboð .til fjölskyldumeðlims er stígur nú aftur fæti á keflvíska grund (í dag, 6. júlí) eftir ársdvöl hjá Frökkum: „Velkomin heim elsku Friðrika mín og ég vona að dvölin úti hafi kennt þér Aðsúgur gerður að húsi í Sandgerði Af og til á undanförnum misserum hafa unglingar og krakkar í Sandgerði gert að- súg að húsi einu í Sandgerði, þar sem gömul kona býr ein sín liðs. Aðfaranótt 17. júní gerðist eitt slíkt tilfelli, þar sem húsið var grýtt og rúða brotin hjá gömlu konunni. Virðist gamla konan eiga það oft á hættu að henni sé gert ónæði eins og þetta, sem er, eins og einn viðmælenda blaðsins sagði, „með öllu óþolandi". Vegna atburðar- ins nú hefur konan tilkynnt um málið til lögreglunnar. ýmislegt sem þú átt eftir að nýta þér til góðs í lífinu. Við sjáumst svo vonandi um jól- in.“ Einnig vil ég senda kæra kveðju til góðra félaga í „Skemmu 14“ hjá Isl. aðal- verktökum. ísak sendir einnig bestu kveðju heim. Enda ég svo skrifin á þessum fljót- færnivísum, er komu mér í hug er ég mundaði pennan. Veður íslands eru engu lík, oft mig hafa kalið. En gott er að koma í Keflavík, sent mig þó hefur alið. Falleg eru Frónsins fljóð, þeim flyt ég kveðju senda. Verið blessuð, börnin góð, nú bréfið er á enda. Ef Grindvíkingurinn, körfuknattleiksmaðurinn og ferskeytlufræðingurinn með meiru, Jón Páll Haraldsson, er einhvers staðar í lesfæri, væru ferskeytlur og/eða fyrripartar vel þegnir á þetta heimilis- fang: Matti Osvald Stef. 1723/2 Diamond St. San Diego Ca 92109 U.S.A. Sæl að sinni, Matti Osvald Stefánsson. Vogar: Koli sf.=Fiska- torg hf.=Sýslu- maðurinn í ??? í þarsíðasta tbl. Víkurfrétta var litil klausa þar sem greint var frá stofnun fyrirtækis í Vogunum. Heitir firmað Koli s.f. Þessi klausa var á bls. 13 en á bls. 14 mátti lesa um uppboð á Iðndal 10 í Voguni, þinglýstri eign Fisk- torgs. Koli s.f. er einnig að Iðndal 10 og að hluta er um sömu eigendur að ræða. Já, það er erfitfT þessari fisk- vinnslu eða þannig... gub.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.