Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.1989, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 06.07.1989, Blaðsíða 16
víkur 4/Uttfo Fimmtudagur 6. júlí 1989 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15 - Símar 14717, 15717. Göngumenn l'engu lögreglumóttöku þegar þeir komu að sorphaugunum á Stafnesi. Var fólkinu gert Ijóst að það mætti ekki fara lengra. Ljósmyndir: hbb Olíumenguðum jarðvegi kastað á Stafnesi ? - sóðaskap frá sorphaugum mótmælt Afkomendur íbúa á Staf- nesi efndu til mótmælagöngu frá bænum Stafnesi að sorp- haugum við ratsjárskermana á þriðjudagskvöld í fyrri viku. Var vel á fjórða tug manna, bæði yngri sem eldri, í göng- unni. Þegar komið var að haugunum tók lögregla á móti fólkinu og stöðvaði för hess. Bar fleiri lögreglubíla að og var um tugur lögreglumanna mættur á staðinn. Afkomendurnir komu á framfæri kvörtun við lögregl- una vegna þess sóðaskapar sem stafaði af haugunum og að matarúrgangi væri kastað þar, aðallega þegar sorpeyðingar- stöðin væri stopp. Mótmæl- endurnir bentu einnig á það að hugsanlegt væri að olíumeng- uðum jarðvegi sé kastað á þessa umræddu hauga. Auk þess að mótmæla sóða- skapnum var yfirgangi hersins á þessum slóðum mótmælt. Áður en til heræfinganna kom hafði lína verið strengd langt inn í land Stafnesbænda, sem bannaði alla umferð um svæð- ið. Var lögreglan fengin í mál- ið og þurfti að færa línuna töluvert til. Þá eru sorphaug- arnir komnir nokkuð inn í land Stafnesbænda. Hefur lögreglan á Keflavík- urflugvelli fallist á að gera skýrslu um þessi mótmæli fólksins, sem fóru á allan hátt friðsamlega fram. Fjöldi lögreglumanna vísaði göngufólkinu á brott. m 1 S M m *mmm l _ m Mb V i TRÉ L /v SPÖN PARKET TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR IÐAVÖLLUM 7 KEFLAVÍK SIMI 14700 f* Bæjar- ábyrgðinni vegna Jöfurs verði aflétt Á sínum tíma fékk Útgerð- arfélagið Jarl h.f. í Kcflavík bæjarábyrgð til kaupa á ný- 'smiði, sem þá var væntanleg frá Stálvík h.f. og fékk síðan nafnið Jöfur KE 17. Um síð- ustu áramót voru öll hluta- bréfin í útgerðinni seld aðila á Hnífsdal en jafnframt gefin þau fyrirheit að skipið myndi áfram landa afla sínum i Keflavík. Nú hafa þærbreytingarorð- ið að Jarl h.f. Iiefur selt skipið öðru fyrirtæki, skráðu í Kefla- vík, og nefnist þaðMuggurh.f. Um leið og salan fór frarn hevrðust þær efasemdarraddir að skip þetta myndi ekki landa meira í heimahöfn. Þær efa- semdarraddir eru staðfestar í forsíðufrétt Fiskifrétta 30. júní en þar kemur fram að stærsta rækjan verði heilfryst um borð og síðan seld m.a. til Japans, en iðnaðarrækjan verði öll pilluð hjá Meleyri h.f. á Hvammstanga og þannig verði þetta í framtíðinni. Af þessu tilefni hafði blaðið samband við Guðfinn Sigur- vinsson, bæjarstjóra í Kefla- vík, og spurði hvort skilyrði bæjarábyrgðarinnar væru þar með ekki fallin niður. Svar hans var eftirfarandi: „Jú, og við munum í framhaldi af þessum fregnum óska eftir því að bæjarábyrgð Keflavíkur- bæjar verði aflétt af skipinu. Útgerðin verður því að fá bæj- arábyrgð annars staðar.“ Mér hefði nú fundist að Haf- steinn „guðfaðir" hefði átt að taka fyrstu sundtökin...

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.