Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.1989, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 06.07.1989, Blaðsíða 11
WKllft juOit Ruslið sem Landshöfnin iætur fjarlægja um næstu helgi, ef eigendur hafa ekki orðið við áskorun um að fjarlægja sitt drasl. Ljósm.: epj. Landshofnm hreins- ar fjörukambinn Landshöfn Keflavík- Njarðvík hefur auglýst áskorun til smábátaeigenda um að hreinsa burt vagna, skúra og ónýta báta sem standa á sjávarkambinum milli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og Harðar h.f. í Njarðvík. Verði ekki orðið við tilmælum i auglýsingunni fyrir næstu helgi mun við- komandi drasl fjarlægt á kostnað eigenda. Hefur þegar verið fenginn verktaki til að taka að sér verkið og því mun áskorun þessi standa í hvívetna. Nýja sjálfsafgreiðsludælan í Sandgerðishöfn. Ljósm.: epj. Sjálfsafgreiðsludæla í Sandgerðishöfn Olíusamlag Keflavíkur og nágrennis tók nú í byrjun vikunnar í notkun nýja sjálfsafgreiðsludælu í Sand- gerði. Er dælan staðsett á fleka við nýrri hafnargarðinn og er ætluð smábátasjó- mönnum. Að sögn Guðjóns Ólafs- sonar hjá OSK, þá eru allir smábátasjómenn, sem róa reglulega frá Sandgerði, vel- komnir til viðskipta og jafn- framt beðnir að hafa sam- band við skrifstofur Olíu- samlagsins. Ný tegund fiskeldiskvía hjá Sjókvíum: Gætu þolað aðstæður hér í síðustu viku var komið fyrir tveimur fiskeldiskvíum af þremur, sem nýstofnað fiskeldisfyrirtæki, Sjókvíar h.f., mun hafa út af Vatns- leysuvík. Erhérumgerðkvía að ræða sem hver um sig mælist 4500 rúmmetrar að stærð, en um 400 þúsund seiði fara í kvíarnar. Hver kví er þannig upp byggð að efst er fóðurtankur með tölvustýrðum fóðrunar- búnaði. Þá er hægt að draga upp nótina til að auðvelda skoðun á fiskinum í henni og eins að leggja nótina upp með burðarstoðunum og sökkva kvínni þannig aðein- ungis toppur hennar standi upp úr. Með því móti verst kvíin veðri mun betur en ella. Sem kunnugt er af fyrri fréttum stóðu nætur þær, sem voru í kvíum Sjóeldis, bæði út af Keflavík og Voga- stapa, mjög illa. Virtust þær ekki þola þá kröppu undir- öldu sem hér er. Það eiga þessar kvíar hins vegar að gera. Fyrirtækið Sjókvíar h.f. er í eigu Lindarlax h.f. á Vatns- leysu, sænsks aðila og Sindrastáls. Fimmtudagur 6. júlí 1989 11 Gengið um Garð Fótbrotnaði á leikvelli Ungur strákur, sem var að leika sér á ieikvelli í Njarð- vík um síðustu helgi, varð fyrir því óhappi að fótbrotna þar. Hafði hann verið að príla í kerru frá Hjálparsveit skáta, sem skilin var eftir á vellinum, með þeim afleið- ingum að hann datt niður. Rúðubrot í miðbænum Um síðustu helgi var rúða brotin í kjallara gamla póst- hússins við Hafnargötu i Keflavík. Við rúðubrotið fór viðvörunarkerfi Vara í gang og fældi þá í burtu sem þar voru að verki. Mikil ölv- un og læti Lögreglan í Keflavík þurfti að hafa mikil afskipti af ölvuðu fólki um síðustu helgi. Sést það best á hinum ýmsu frásögnum í blaðinu. Meðal annars stóð lögregl- an ölvaðan mann að því að taka ófrjálsri hendi númers- lausan bíl til aksturs. Var sá aðeins 18 ára að aldri. Gerðahreppur verður við- fangsefni Náttúruverndar- félags suð-vesturlands nk. þriðjudag. Verður þá gengið frá Garðskagavita og inn með ströndinni að Skaga- garði og með honum að Ut- skálum og síðan vestur með ströndinni og aftur að Garð- skagavita. Mun gangan hefjast kl. 21 og er áætlað að henni ljúki tveimur tímum síðar. Er öllum heimil þátttaka og eru íbúar Gerðahrepps hvattir til að mæta í gönguna og kynn- ast sínu nánasta umhverfi. Mjög góð þátttaka var í tveimur síðustu gönguferð- um félagsins. Mættu um 60 manns í Keflavík og einnig var góð mæting þegar gengið var í Grindavík. BÍLALEIGA GÓÐIR BÍLAR - GOTT VERÐ Hafnargötu 38 - Sími 13883 Símnotendur ATHUGIÐ Eldri símaskrár eru gengnar úr gildi. Póst- og síma- málastofnunin hvetur því símnotendur að sækja þegar nýju símaskrána á næstu póst- eða símstöð. Jafnframt minnum við á svæðisskrá fyrir Suðurnes sem er til sölu á sömu stöðum fyrir aðeins kr. 150. Stöðvarstjóri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.