Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.1989, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 06.07.1989, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 6. iúlí 1989 Tonalitgreining Nýtt og þróaðra kerfi. Litgreininganám- skeið verður haldið í Keflavík þriðjudaginn 11. júlí og í Grindavík miðvikudaginn 12. júlí. Anna Gunnarsdóttir, Módelskólinn Jana, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 91-624230 milli kl. 13og 17. Fasteignagjöld í Vatnsleysustrandar- hreppi 1989 og eldri Með vísan til laga nr. 49/1951 um uppboð án undangenginna lögtaka er skorað á gjaldendur í Vatnsleysustrandarhreppi, sem enn skulda gjaldfallin fasteignagjöld, að gera skil innan 30 dagafrá birtingu aug- lýsingar þessarar. Eftir þann tíma verður krafist uppboðs á viðkomandi fasteignum án frekari fyrir- vara. Vogum, 4. júlí 1989, Sveitarstjörinn í Vatnsleysustrandarhreppi Byggöasafn Suöurnesja íPBTBSBeS Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aðrir timar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769. ÚTBOÐ strengjalagnir Söngvarakeppni Suðurnesja: Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í 36 kv jarðstrengja- lögn frá aðveitustöð við Aðalgötu í Keflavík að radarstöð H-1 við Sandgerðisveg. Verkið felst í skurðgreftri, söndun, útlögn strengja og fylling- um, skurðlengd um 6100 m. Verkinuskal aðfullu lokiðeigisíð- ar en 31. október 1989. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja í Njarðvík og á Verkfræðistofu Suðurnesja, Hafnargötu 58, Keflavík, gegn 5000 kr. skilatryggingu. HITAVEITA SUÐURNESJA Sungið af innlifun. Ragnheiður Eiriksdóttir úr Haraldur Helgason sló ekki feilpúst. Hann er úr Keflavík._______________________ Njarðvík. Tilboð verða opnuð áskrifstofu Hitaveitunnar, föstudaginn 14. júlí 1989 kl. 13:30. Einn söngvaranna, Ásmundur Valgeirsson, lék einnig á hljóðfæri. Ljósmyndir: hbb Upprennandi söngkona frá Sandgerði, Rakel Andrea Garðarsdóttir. Þá er afstaðið fyrsta kvöld Söngvarakeppni Suðurnesja, sem haldin eraf hljómsveitinni Lotus og félagsheimilinu Stapa. Það voru fimm þátttak- endur sem komu fram þetta fyrsta keppniskvöld, þrír strákar og tvær stelpur. Keppnin hófst með dansleik kl. Í l og var stuðið „keyrt upp“ til kl. eitt um nóttina, en þá steig fyrsti söngvarinn á stokk. Söngvararnir fimm, sem komu fram þetta kvöld, sungu allir sitt hvert lagið. Voru fjög- ur þeirra á ensku en síðasti söngvarinn flutti íslenskt lag. Var að heyra á nokkrum þátt- takendum áður en þeir stigu á stokk að stressið væri ólýsan- legt, en það bjargaði því hversu mikil stemning væri i Stapanum, en mikiðfjölmenni mætti á dansleikinn með Lotus og til að hlýða á lögin fimm sem flutt voru. Einn af forsvarsmönnum hljómsveitarinnar sagði að hugmyndin með Söngvara- keppni Suðurnesja væri að lífga upp á dansleikjastemn- inguna á Suðurnesjum og það hafi svo sannarlega tekist. Síðustu fimm söngvararnir munu koma fram á dansleik sem haldinn verður 21. júlí nk., en sjálf úrslitakeppnin fer fram í Stapa 18. ágúst. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með framvindu keppninnar. Voru meðfylgjandi myndir teknar á keppniskvöldinu. Andrés Þór Ásmundsson söng eina íslenska lagið þetta kvöld. Hann er úr Njarðvík. Auglýsingasímar Víkurfrétta eru 14717 og 15717 \»Kur< juttít Stress en stemning

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.