Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.07.1989, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 06.07.1989, Blaðsíða 13
\>iKun Fimmtudagur 6. júlí 1989 13 {uOit Gasgrillið ekki til Njarðvíkur Síöustu umferð Sumar- leiks Samkaups lauk á mánudaginn. Þátttaka var mjög góð, tæplega 500 svar- seðlar bárust og samtals því um 1500 seðlar í fjórum um- ferðum sumarleiksins. Fyrsta vinning að þessu sinni hlaut Guðrún Jóhanns- dóttir úr Kellavík og fékk hún gasgrill að láunum. Annan vinning fékk Bjarn- dís Jóhannsdóttir, garðhús- gagnasett. Kristín Jóhanns- dóttir hlaut þriðja vinning, 7000 kr. vöruúttekt, Aðal- heiður Friðriksdóttir þann Vinningshafar í síðustu umferð Samkaupsleiksins. Ljósm.: Pket. íjórða, 4000 kr. vöruúttekt, I hlaut sundþjálfarinn góð- og fimmta vinning, kolagrill. | kunni, Friðrik Ólafsson. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eigninni Hring- braut 136L, Keflavík, þingl. eig- andi Friðbjörn Björnsson 101258- 2469, fer fram á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 12. júlí 1989 kl. 10:00. Uppboðsbeiðendur eru: lnnheimtumaður ríkissjóðs og Jón G. Briem hdl. þriðja ogsíðasta á eigninni Reykja- nesvegur 50 n.h.. Njarðvík, þingl. eigandi Gunnar Örn Guðmunds- son, fer fram á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 12. júlí 1989 kl. 11:55. Uppboðsbeiðandi er Jón G. Briem hdl. Bæjarfógetinn í Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu. Bakkus við stýri og blóm rifin upp Lögreglan í Grindavík stöðvaði tvo ökumenn fyrir ölvun við akstur í síðustu viku. Þá barst lögreglunni einnig tilkynning um að skemmt hafi verið lakk á bif- reið sem stóð við blokkirnar í Grindavík. Skemmdarvarg- urinn er ekki fundinn. Skemmdarvargar voru einnig á ferð við nýjan skrúð- garð við skólann í Grinda- vík um sl. helgi. Voru blóm rifin upp og beð eyðilögð. Er ekki vitað hver eða hverjir voru þar að verki. Smáauglýsingar Garðaúðun Úða með bestu fáanlegum áhöldum. Úppl. í síma 12794. Best að hringja á kvöldin. Til sölu 3 innihurðir með körmum. Uppl. í síma 11484 eftir kl. 20. Ibúð óskast 2ja herb. íbúð óskast til leigu í Keflavík eða Njarðvík frá 1. sept. til 1. júní 1990. Uppl. í síma 94-3212. Jilly Mac barnakerra til sölu. Uppl. í sima 13227. Hornsófi til sölu tð Hólmgarði 2b. Uppl. ísíma 1264. Til sölu Mjög vel með farið og sem nýtt: Sjónvarp, ITT 24” ster- eo, verð kr. 55.000. Einstakl- ingsrúm, ein og hálf breidd, hvítt, hillur við höfðagaflinn, sængurfataskúffa undir, verð kr. 17.000. Sýningarvél fyrir slidesmyndir, fjarstýrð, taska fylgir, verð kr. 6.500. Tveir hægindastólar, verð kr. 1.200. Bleyjuskiptiborð með plast- baðkari, verð kr. 4.500. Raka- tæki, verð kr. 5.000. Bókahilla úr furu, verð kr. 2.500. Uppl. í síma 13059. Tapað - fundið Gullhálsmen meðáletruntap- aðist á Hafnargötunni föstu- dagskvöldið 30. júní. Finn- andi vinsamlegast hafi sam- band við Víkurfréttir. íbúð óskast 3ja herb. íbúð óskast strax, helst í Njarðvík. Einhver fyrir- framgreiðsla. Ahugaaðilar leggi inn símanúmer á skrif- stofu Víkurfrétta. íbúð óskast Óska eftir íbúð til leigu í Keflavík eða Njarðvík. Ör- uggar greiðslur. Uppl. í síma 11988. Herbergi til leigu Reglusemi áskilin. Uppl. í síma 11619. Kvenreiðhjól til sölu 24” Winter, 3ja gíra kvenreið- hjól með fótbremsum til sölu. Uppl. 1 síma 13678 eftirkl. 18. Ibúð óskast 2ja-3ja herb. íbúð óskast til leigu strax í Keflavík. Uppl. í síma 15083 eftir kl. 17. Húseigendur Tökum að okkur viðhald og nýsmíði, úti sem inni, s.s. að skipta um glugga, glerjun, innréttingar, milliveggi, klæðningar, þök, veggi. Uppl i síma 15972 og 12764 eftir kl. 18.00. Fagmenn. Ibúð óskast Óska eftir einstaklingsíbúð eða 2ja herb. á leigu í Kefla- vík eða Y-Njarðvík. Fyrir- framgreiðsla. Uppl. í síma 97- 81491. Geymsluhúsnæði óskast Óska eftir að leigja bílskúr eða annað húsnæði til að geyma í antikbíl, einn eða tvo. Ekki verður unnið í húsnæðinu, ljós og hiti óþaríi. Uppl. í síma 91- 656209. Kettlingur tapaðist Gulur og hvítur kettlingur tapaðist frá Austurgötu 2. júlí. Þeir sem vita eitthvað um hann hringi í síma 15476. I 8 Barnakerra til sölu Vel með farin Emmaljunga barnakerra, dökkblá, til sölu, kr. 11.000. Úppl. í síma 12746. Til sölu Bauchnet frystiskápur, amer- ískur þurrkari, taflborð m/ stólum, furu hornsófi, kommóða. Uppl. í síma 15393. Óska eftir að taka á leigu 2ja herb. íbúð. Á sama stað er til sölu garð- sláttuvél á kr. 10.000. Upplýs- ingar í síma 15462. Svalavagn Bráðvantar ódýran svala- vagn. Upplýsingar í síma 14472. Ibúð til leigu 2ja herb. íbúð í Njarðvík til leigu. Uppk í símum 13529 og 15669. Trjáúðun Tek að mér úðun á trjám. Nota skordýralyfið Perma- sekt, sem er skaðlaust mönn- um, fuglum og gæludýrum. Úða einnig við roðamaur. Emil Kristjánsson, símar 14885 og 14622. Hlífðarstólpum komið fyrir við Hringbraut Keflavíkurbær hefur sett upp hlífðarstólpa á horni Tjarnargötu og Hringbraut- ar í Keflavík. Er þetta gert vegna margendurtekinna árekstra á þessu horni og eins umferðaróhappa, þar sem ökutæki enda inni á lóð hússins nr. 91 við Hring- braut. Þessir stólpar hafa verið settir upp á gatnamótunum við lóð nr. 91 við Hringbraut. Ljósm.: pket. HRAÐ FRAMKÖLLUN Á 60 MÍNÚTUM Hvaða stærð viltu? Þú getur valið um 5 stærðir af myndum hjá okkur. HAFNARGATA 52 KEFLAVÍK SÍMI 14290 9X13 cm 29 kr. 10X15 cm 30 kr: 13X18 cm 115 kr. 15X21 cm 250 kr. 20X30 cm 480 kr. Keflavíkurbær Bæjarskrifstofur Keflavíkur, Hafnargötu 12, verða frá og með 1. júlí opnar frá kl. 8:30 til kl. 15:30, alla virka daga. Bæjarritarinn í Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.