Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.08.1989, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 24.08.1989, Blaðsíða 11
mim Fimmtudagur 24. ágúst 1989 11 Hér sést hvar björgunarmennirnir þurftu að feta sig upp snarbratt- an klettavegginn með varnarliðsmanninn. Ljósm.: epj. Erfiður sjúkraflutningur á Vogastapa: Urðu að feta sig upp snar- brattan klettavegginn Sjúkraflutningsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja, lögreglumenn úr Keflavík ásamt nokkrum öðrum kom- ust í hann krappann er varnar- liðsmaður fékk hjartatilfelli í fjörunni undir Vogastapa, þar sem bergið er einna hæst, síð- asta föstudag. Hafði maðurinn verið á göngu í fjörunni ásamt börnum. Tókst þeim að kom- ast til Innri-Njarðvíkur og gátu hringt þaðan eftir hjálp. Fyrir ofan þann stað sem maðurinn lá í fjörunni fór fram losun á sorpi Suðurnesja- búa hér í eina tíð. Þar er kletta- veggurinn snarbrattur og mjög hár, en einstigi liggurþar niður í fjöru með kaðalbandi til hliðar. Þar sem strax þótti sýnt að það yrði erfiðleikum bundið að ná manninum upp úr fjörunni og líðan hans var orðin slæm var gripið til þess ráðs að fá fleiri menn til að- stoðar, þar sem talið var að með því móti tæki skemmri tíma að koma honum undir læknishendur en að kalla til þyrlu eða bát. Bar þegar að fjölda sjúkra- flutningsmanna, lækni o.fl. Tókst hópnum að ná mannin- um upp úr fjörunni með því móti að feta sig upp einstigann með manninn í sjúkrabörun- um. Til þess urðu menn að nota aðra hendina til að hífa sig upp eftir kaðlinum en lyfta börunum með hinni. Þrátt fyrir mjög erfiðar aðstæður liðu ekki nema 50 mínútur frá því að tilkynning barst og að maðurinn var kominn undir læknishendur á Landakots- spítala í Reykjavík. Þykir einsýnt að björgunar- aðilar hafi sýnt mikið harð- fylgi við verk þetta en að auki urðu þeir að bera fjögurra ára gamalt barn mannsins sömu leið upp. Nokkru eftir að útkallinu lauk voru sömu aðilar kallaðir út á ný inn á Vogastapa og það á svipaðar slóðir. Nú var þó ekki um sjúkraflutning að ræða heldur bruna í bifreið af gerðinni Mazda árg. 1980. Brann sú bifreið að mestu en engin númer voru á henni. AUKIÐ ÚRVAL Ölvaðir valda um- ferðar- óhöppum Aðfaranótt sunnudagsins var bifreið ekið á mannlausa bifreið á Faxabraut, rétt ofan við Fjölbrautaskólann. Er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur. Þá hafa gefið sig fram vitni er benda á að hann hafi gert tilraun til að reykspóla fyrr um kvöld- ið við Boggabar. A sunnudeginum var bif- reið ekið aftan á aðra á Hafn- argötu í Keflavík. Er öku- maðurinn sem olli því óhappi sömuleiðis grunaður um ölvun við akstur. Með umræddum aðilum voru tíu ökumenn teknir, grunaðir um meinta ölvun við akstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík, þar af voru fjórar konur. En hlutur þeirra í brotum sem þessum fer nú vaxandi. Hjóli stolið Mánaðargömlu BMX-reið- hjóli, hvítu og bláu, var stolið fyrir utan verslunina Hljóm- val seinni part föstudags 18. ágúst. Þeir sem geta gefið upp- lýsingar um hjólið, vinsamleg- ast látið vita í versluninni Hljómval, sími 14933. Nýjung Keflavík - Njarðvík og nágrenni & Ballettskóli Eddu ^ Scheving Brekkustíg 39 Meðlimur í Félagi íslenskra listdansara. Nýjung Keflavík - Njarðvík og nágrenni v V| 0G A j w lALLEITSIIOLá ATHUGIÐ! BALLETT í fyrsta skipti á Suð- urnesjum. Fjölbreytt ogskemmti- legt kerfi fyrir alla aldurshópa (yngst 4 ára). Inntirun í síma 91- 38360 kl. 12-14. af blöðum og tíma- ritum Rolling Stone . Musician Cyde World (mótorhjól) Boating Tour Wheeler Off Road Hot Road PC Word Discover Run Mac User Condé Nast travler Sport lllustrated Cosmopolitan Playboy Playgirl Fox Chic 1001 Home Ideas Casa Vogue Norsk Ukeblad Mc Calls People Batman Vinsælustu titl- arnir ívasabók- um (Best sellers) DEHÓK Hafnargötu 36 - Sími 13066

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.