Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.1989, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 23.11.1989, Blaðsíða 2
Fréttir Neytenda- félagið ræður starfsmann og opnar skrifstofu Ncytendafélag Suðurnesja hefur ráðið sér starfsmann, Guðbjörgu Ásgeirsdóttur úr Grindavík. Mun hún frá næstu mánaðamótum starfa að kvörtunarmálum og öðrum skyldum málum á vegum fél- agsins. Jafnframt hei'ur tekist samkomulag við atvinnumiðl- un fatlaðra um að aðilar deili með sér skrifstofunni á efri hæðinni á Víkinni, Hafnar- götu 90. Nánar munu máí skýrast í auglýsingu frá félaginu í næsta blaði. Innbrot í Hársnyrti- stofu Harðar Brotist var inn á Hársnyrti- stofu Harðar við Hafnargötu í Keflavík sl. föstudagskvöld. Engar skemmdir voru unnar, en ekki lá Ijóst fyrir hvort ein- hverju hafi verið stolið, þegar blaðið hafði samband við lög- reglu á mánudag. Grafið hefur verið niður þar sem sigið á plötu hafnargarðsins er hvað mest. Ljósm.: hbb Skemmdir á hafnargarðinum í Keflavík: Orsakir kannaðar Nú stendur yfir könnun á ástæðum þess að mikil dæld hef- ur myndast í einum hafnargarð- inum í Keflavíkurhöfn. Hefur bæði verið kafað niður og eins hefur verið grafið upp úr hafn- argarðinum. Ljóst er að brotnað hefur úr utanverðum hafnargarðinum með þeim afleiðingum að upp- fyllingarefni hefur skolast í burtu. Er nú unnið að könnun hjá ir. Hafnamálastofnun, þar sem ákveðið verður hvort hafnar- garðinum verður hlíft með grjótvarnargarði eða annarra leiða leitað til að koma í veg fyrir áframhaldandi skemmd- Dagbœkur 1990 SékabúÍ Hefifaúíkur OAGLEGA I LEIÐINNI Þrennt á sjúkrahús eftir árekstur Tveir bílar lentu í hörðum árekstri á gatnamótum Vest- urbrautar og Hringbrautar í Keflavík á miðvikudag í síð- ustu viku. Var þrennt fiutt úr öðrum bílnum á sjúkrahús en reyndist ekki alvarlega slasað. Báða bílana þurfti að fjar- lægja af slysstað með dráttar- bifreiðum enda trúlega ónýtir eftir áreksturinn. Hamborgarar - á þrjá vegu Pítur - með grænmeti eða buffi Kínarúllur - ofsa góðar 8” pizzur,.^' - aðeins 460 aðeins 460 Heitar samlokur Laukhringir, franskar, ís, gos... Klaki í veisluna, partíið. BOGGABAR VIÐ HÖFNINA SÍMI 15051 Tjarnargötu 17, sími 12061. Bjóðum nú vandaðar gjafavörur í miklu úrvali frá Kosta Boda KÚNlGÚND ____ JV______ / - SERVERSLUN MEÐ-GJAFAVÖRU8 Opið laugardaga frá 10—13. Víkurfréttir 23. nóv.1989 Sigurvon, Sandgerði: Skáru úrskips- skrúfu á hafi úti Félagar úr Slysavarnasveit- inni Sigurvon í Sandgerði fóru á mánudagsmorgun í leiðang- ur um 35 sjómílur á haf út á björgunarbátnum Sæbjörgu. Var ferðin farin vegna beiðni um að skera úr skrúfu bátsins Þrastar KE. Fóru þeir út um kl. 9.30 um morguninn og áætluðu að koma aftur að landi um kl. 14. Reynir og Oddur í starfshópnum Starfshópurinn sem á að finna björgunarleið fyrir Eld- ey h.f. hefur nú verið formlega stofnaður og stóð til að fyrsti fundur hans yrði jafnvel nú í vikunni. Af hálfu Keflavíkur- bæjar er Reynir Ólafsson í hópnum og honum til aðstoð- ar er Hannes Einarsson. Af hálfu Njarðvíkurbæjar er það Oddur Einarsson oghonum til aðstoðar er Ragnar Halldórs- son. Þá hefur þingmönnum verið gefinn kostur á að skipa einn fulltrúa og Byggðastofnun tvo fulltrúa og atvinnutrygginga- sjóði einn fulltrúa. Er blaðið fór i prentun var ekki vitað hverjir skipa umrædd sæti. Grindavík: Lögreglu- stöðin grýtt Tveir ungir menn fengu gist- ingu í fangageymslum lögregl- unnar í Grindavík um helgina. Höfðu mennirnir, sem voru ölvaðir, grýtt lögreglustöðina stórum steinum. Gerðu þeir tilraun til að brjóta rúður en hittu ekki, þannig að grjótið lenti í álklæðningu hússins. Einn ökumaður var tekinn með Bakkus við stýri og einn að auki fékk gistingu í fanga- geymslum fyrir ölvun. Keílavíkurbær: Veitir 115millj. bæjarábyrgð Bæjarstjórn Keflavíkur hef- ur samþykkt að veita Guð- mundi Axelssyni bæjarábyrgð að upphæð kr. 11,5 milljónir, sem tryggð verður með 1. veð- rétti í Básvegi 1, Keflavík. Er þetta gert vegna hugsanlegra kaupa hans á umræddri eign af Landsbanka íslands og Kjart- ani Ólasyni. Við afgreiðslu í bæjarráði sat Vilhjálmur Ketilsson hjá. STÆRSTA FRETIA - OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ A SUÐURNESJUM Utgefandi: Víkurfréttir hf. Algreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, simar 14717,15717, Box 125, 230 Keflavík. - Ritsljórn: Emil Páll Jónsson, heimas. 12677, bílas. 985-25916, Páll Ketilsson, heimas. 13707, bilas. 985-25917. - Fréttadeild: Emil Páll Jónsson, Hilmar Bragi Báröarson. - Auglýsingadeild: Páll Ketilsson. - Upplag:5600eintök semdreifterókeypisum öll Suöurnes. - Aðili aö Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða og Upplagseftirliti Verslunarráös. - Eftirprentun, hljóöritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Setning, filmuvinna og prentun: GRÁGÁS HF., Keflavik

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.