Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.1989, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 23.11.1989, Blaðsíða 15
Fréttir 15 Vikurfréttir 23. nóv. 1989 Gleymdu ekki- sjálfum þér i jóla- stressinu. Mánuður til jóla. Þú getur byrjað strax. Fulltrúaráðsfundur Lífeyrissjóðs Suðurnesja: Launþegar á Suður- nesjum greiði iðgjöld til sjóðsins Fulltrúafundur Lífeyris- sjóðs Suðurnesja var haldinn 16. nóvember sl. A fundinn mættu 20 fulltrúar þeirra 6 stéttarfélaga, sem eru aðilar að sjóðnum. í skýrslu stjórnar sjóðsins kom m.a. fram að 15.300 manns hafa greitt ið- gjöld frá stofnun hans en 4.400 manns greiddu iðgjöld á árinu 1988. Heildareignir sjóðsins um síðustu áramót voru um 1,5 milljarður króna og er áætlað að eignir um næstu ára- mót verði um eða yfir 2,0 mill- jarðar króna. 614 manns hafa notið lífeyrisgreiðslna á árinu 1989 og námu greiðslurnar 68,0 m.kr. fyrstu 10 mánuði ársins. A fundinum kom einn- ig fram að ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Keflavíkurbæ um leigu á hluta húsnæðis að Tjarnargötu 12 undir starfsemi sjóðsins. Kosning eins fulltrúa í stjórn sjóðsins fór fram á fund- inum og var Björn Jóhanns- son endurkosinn og María G. Jónsdóttir til vara. Hinn full- trúi stéttarfélaganna i stjórn sjóðsins er Halldór Pálsson og til vara Marteinn Sigurðsson. Jóhannes S. Guðmundsson var kosinn endurskoðandi sjóðsins. Fulltrúar vinnuveit- enda í stjórn eru Margeir Jóns- son, sem jafnframt er formað- ur, og Jón Ægir Olafsson. Endurskoðandi sjóðsins frá vinnuveitendum er Huxley Ol- afsson. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Fulltrúafundur Lífeyris- sjóðs Suðurnesja haldinn 16. nóvember 1989 ályktar, að leggja beri áherslu á, að sem flestir launþegar á Suðurnesj- um greiði iðgjöld til Lífeyris- sjóðs Suðurnesja og vinna skuli að því, að fleiri stéttarfél- ög á samningssviði ASI gerist aðilar að sjóðnum, svo félags- menn þeirra eigi rétt á að greiða sín lífeyrissjóðsiðgjöld til sjóðs í sínum landshluta og skapi sér þar sín lífeyrisrétt- indi og stuðli jafnframt með því, að það fjármagn, sem myndast vegna lífeyrissjóðsið- gjalda haldist, sem mest í heimabyggð, launþegum og öðrum íbúum svæðisins til hagsældar. Stór hluti launþega á Suður- nesjum greiðir nú iðgjöld til líf- eyrissjóða í Reykjavík, verður það að teljast mjög óeðlilegt sérstaklega ef tekið er tillit til þess, að hér er starfandi stór lífeyrissjóður, sem fjöldi laun- þega greiðir iðgjöld sín til og ekkert að vanbúnaði að þeim fjölgi. Fundurinn beinir því til stjórnar sjóðsins, að sem fyrst verði hafist handa við undir- búning þessa sameiginlega hagsmunamáls íbúa Suður- nesja.“ KEILUBÆR Heigarmót sunnudaginn 26. nóv. 1989 kl. 16.00. Keppt verður í 4 styrkleikaflokkum. Spilaðir 3 leikir eða 1 sería. Aukaverðlaun fyrir 3 fellur í röð í 4. flokki. KFS Björgunarsveitarmenn bcra saman bækur sínar að lokinni leit. Ljósm.: hbb. Þrjár Suðurnesja- sveitir leituðu bátsins Þrjár sveitir Slysavarnafél- agsins á Suðurnesjum tóku á föstudagskvöld þátt í leit aðsjó- manni sem saknað var á Faxa- flóa. Var jafnvel talið mögulegt að báturinn hefði siglt stjórn- laust upp í fjöru inn af Garðs- skaga. Fóru umræddar sveitir allar af stað þegar þaðspurðist út að farið væri að Íeita bátsins. Fél- agar úr Ægi í Garði gengu fjör- ur, Sigurvonarmenn í Sand- gerði leituðu frásjóogvoru til- búnir til fjöruleitar er leit var hætt um kvöldið er báturinn fannst. Þá höfðu Skyggnis- menn í Vogum einnig bæst í hópinn. JÓLAGJÖF SEM BYGGIR UPP. GJAFAKORTí ÆFINGASTUDEO. Manaðarkort veitir þér frjálsan að- gang 'í leik- k fimi, sauna ^ og þrek- Hf. sal. BREKKUSTIG 39 - SIM114828 Tilveran breytist! með Kópal litum í fjórum gljástigum. Þú færð uppáhaldslitinn þinn blandaðan á staðnum eða tilbúinn ídósinni! Með þvottheldni og styrkleika í hámarki. ' FJÖLBÝLISHÚS ! SAMEIGNIR | I Úrval af teppum. Komum, l mælum og gerum föst verð- , tilboð. Verið tímanlega fyrir jól. f jdfopinn Hafnargötu 90 Sími14790 Kópal-Flos er silkimatt akrýllakk og því til- valiö á eldhús. baðherbergi, stigaganga, iönaöarhúsnæöi o.fl. • ENGIN MENGUN • AUÐVELD I NOTKUN • ÞVOTTHELDNI í HÁMARKI • GULNAR EKKI • MIKIÐ LITAÚRVAL Kopal-Geisli er hágljáandi akrýllakk til sömu nota og KÓPAL-FLOS þar sem hærri gljáa er óskaö. • ENGIN MENGUN • AUÐVELD í NOTKUN • ÞVOTTHELDNI í HAMARKI • GULNAR EKKI • MIKIL LITAÚRVAL Kópal-Dýrótón er mött plastmálning, sem hentar vel á stofur, svefnher- bergi, loft o.fl. Kopal-Glitra er hálfmött plastmálning. sem auövelt er aö þrifa og hentar því vel á barnaherbergi, ganga o.fl. • ENGIN MENGUN • HYLUR VEL • ÞVOTTHELDNI GÓÐ • ÝRIR EKKI • LITIR I ÞÚSUNDATALI • ENGIN MENGUN • HYLUR VEL • ÞVOTTHELDNI MIKIL • ÝRIR EKKI • MIKIÐ LITAÚRVAL

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.