Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.11.1989, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 23.11.1989, Blaðsíða 20
MEGN OANÆGJA MED DRÁTTINN VIÐ D-ÁLMUNA Bæjarstjórn Keflavíkur kom saman til fundar 15. nóv- ember vegna fyrirhugaðrar byggingar hjúkrunardeildar aldraðra á Suðurnesjum. A fundinum var eftirfarandi bókun gerð samhljóða: „Bæjarstjórn Keflavíkur lýsir ntegnri óánægju sinni með að horfið skuli frá löngu fyrirhuguðum frantkvæmdum við D-álmu sjúkrahússins sem forgangsverkefni, og að ekki skuli leitað leiða til að hún verði byggð í áföngum. Það er eindregin krafa bæjarstjórnar Keflavíkur að ríkisvaldið eigi að koma hjúkrunarmálum aldraðra á Suðurnesjum í við- unandi horf og litið verði til framtíðar með uppbyggingu D-álmu, eins og heimamenn liafa lagt til í nokkurár. Bæjar- stjórn Keflavíkur harmar ein- dregið afstöðu stjórnvalda er fram kemur í niðurstöðu nefndar um skipulag öldrun- arþjónustu á Suðurnesjum, þar sem lagt er til að næsta bygging öldrunarþjónustu verði í Grindavík. Bæjarstjórn Keflavíkur treystir sér ekki til að samþykkja niðurstöðu nefndarinnar nema því aðeins að samþykki stjórnvalda liggi fyrir aðjafnhliða verði ráðist í viðbyggingu D-álmu á árinu 1991, sem fyrst og fremst væri hugsuð sent hjúkrunar og þjónusturými fyrir aldraða. Oðruvísi verður ekki komið í veg fyrir viðvarandi neyðar- ástand á heimilum vegna skorts á legurými og endur- hæfingaraðstöðu fyriraldraða, sjúka." SANDGERÐI: Innbrotí Ölduna Aðfaranótt mánudagsins var brotist inn í sælgætissölu Öldunnítr við Strandgötu í Sandgerði. Varauðséðá verks- ummerkjum að rótað hafði verið í tóbaki, en ekki lá fyrir hve miklu hafði verið stolið. Helst er talið að tóbaki og ein- nota kveikjurum hall verið stolið. Er málið enn óupplýst og því allar upplýsingar um málið vel þegnar af lögreglunni. Enn eitt Fitjaslysið Skömmu l'yrir hádegi í gær varð harður árekstur fólksbíls og olíutlutningabils með aft- anívagn á Reykjanesbraut við gatnamól Víknavegar á Fitj- um i Njarðvik. Var fólksbif- reiðin að koma ol'an að. eins og frá llugvcllinum, en oliubíll- inn að koma úr gagnstæðri átt. Ætlaði fólksbifreiðin að beygja inn á Víknaveg, en lenti á framhjóli stóra bílsins. Okumaður fólksbílsins var lluttur á sjúkrahús, en hann mun hafa hlotiðmaraf'bílbelt- unum. Að undanförnu hefur verið mjög mikið um harða árekstra á umræddum stað, t.a.tn. er greint l'rá öðruni í þessari viku ofar hérá síðunni. HAUSTSTEMNING I SANDGERÐI Starfsmannafjöldi hótela og veitingahúsa: Glaumberg næst stærst á landinu Samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á hótelum og veit- ingahúsum varðandi manna- hald á síðasta ári, skerGlaum- berg í Keflavík sig verulega úr. A síðasta ári varð þar 239% aukning í mannafla, en hjá fyr- irtækinu störfuðu 83 aðilar sem er næstmest yftr landið, aðeins Hótel Saga hafði fleiri. Af öðrum stöðum á Suður- nesjum í umræddri atvinnu- grein kemur Glóðin í 27. sæti en þar starfaði 21 starfsmaður á síðasta ári, en milli ára hafði þar ekki orðið nein breyting. SPÓN PARKET TRÉ-X BYGGINGAVÖRUR IÐAVÖLLUM 7 KEFLAVÍK SÍMI 14700 Þriggja bíla árekstur á Fitjum Umkl. 18.50á mánudagvarð árekstur þriggja bíla á gatna- mótum Reykjanesbrautar og Víknavegar á Fitjum í Njarð- vík. Fyrst lcntu saman tveir bll- ar erhentust siðait á þann þriðja sem var kyrrstæður. Varð áreksturinn fneð þeim hætti að bifreið, sem var ekið austur Reykjanesbraut (í átt að Reykjavík), beygði í veg fyr- ir bifreið er kom vestur sömu götu og var á leið upp fyrir byggðina. Kyrrstæða bifreiðin stóð á Víknavegi og var að bíða eftir umferðinni um Reykjanesbrautina. Ökumenn beggja bifreið- anna er óku Reykjanesbraut- ina voru lluttir á sjúkrahús en meiðsli þcirra reyndust ckki alvarlegs eðlis. Flytja varð tvær bifreiðir af vettvangi með dráttarbíl. Ollu ðhapp- inu sjálfir Tveir ungir menn komu á lög- reglustöðina í Keflavik um síð- ustu helgi og sögðu farir sínar ekki slcttar. Að þeirra sögn hafði bíll ckið aftan á bil þann sent þeir \ oru á og var liann þó nokkuð skemmdur. Tjónvaldur- inn hefði hins vegar verið Ijós- laus og því horfið út í myrkrið án þess að þeir næðu númerum bílsins eða lýsingu á honum. Eftir að lögreglan hafði skoðað verksummerki á þeim stað sem óhappið átti að hafa gerst l'óru málin hins vegar að snúast í höndum piltanna, enda fundust engin verksum- nierki á vettvangi. Kom þá í ljós að þeir höfðu orðið valdir að óhappinu sjálfir, en þar sem mamma annars drengjanna átti bílinn. átti að fá lögregl- una til að staðfesta fyrri sögu. MUNDI Þeir deyja ekki ráðalausir þessir ungu ökumenn . . .

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.