Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.06.1990, Page 5

Víkurfréttir - 07.06.1990, Page 5
Fréttir Hrafn Svein- bjarnarson GK á úthafskarfa Togarinn Hrafn Sveinbjarn- arson GK hóf um siðuslu lielgi úthafskarfaveiðar. Mun togar- inn frysta aflann um borð. Eirikur Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjarnar h.f. í Grindavík, sem gerirskipið út, sagði í samtali við blaðið að þeir hafi ákveðið að reyna þessar veiðar. Uthafskarfi væri utan kvótans og togarar frá Hafnarfirði hafa stundað þess- ar veiðar með ágætum árangri. Þess má geta að Austur- Evrópuþjóðir hafa stundað slíkar veiðar um nokkurra ára skeið. Væntanlegt hafnarstæði fyrir smábátahöfnina í Grófinni eins og það leit út um síðustu helgi. Ljósm.: epj. VÍkurfréttir 7. júní 1990 Almanna- varnaflautur settar upp Fvrirhuguð er uppsetning á þremur almannavarnaflautum hér á Suðurnesjum. Er um að ræða viðvörunarflautur sem notaðar verða þegar vá er yfir- vofandi. Ekki erenn Ijóst hvenær við- vörunarbúnaðurinn verður settur upp. þar sem ríkið hefur ekki veitt fjármagni til verks- ins. Viðvörunarflauturnar eru mjög fullkomnar ogsem dæmi má nefna að þær mæla vind- hraða og úrfall efna, jafnframt því sem þær láta vita af sér, ef þeim er stolið. SBKmeðfastar ferðir í Bláa lónið Sérleyfisbifreiðir Keflavík- ur hafa tekið upp fastar ferðir þrisvar á dag frá Keflavík og að Bláa lóninu. Að sögn Stein- dórs Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra SBK, er þetta gert í tilraunaskyni, en óskir þar um hafa komið yfir sumar- timann. Annars staðar í blaðinu er birt auglýsing sem skýrir nán- ar frá tilhögun ferðanna. Er komið stopp í smábátahöfnina? Stöðvun virðist vera komin í framkvæmdir við gerð smá- bátahafnar í Grófinni í Kefla- vík. Er orðrómur uppi um að framkvæmdir hafi stöðvast þar sem ekkert grjót finnist til að nýta í gerð Bakkavegar við Keflavíkurhöfn, aðeins mold og leir. Vegna þessa hafði blaðið samband við Pétur Jóhanns- son hafnarstjóra. Sagði hann að nú væri verið að llytja grjót úr Helguvík til að nota í Bakkaveginn. Ekki vildi hann staðfesta að grjót l'inndist ekki í Grófinni, heldur taldi að þeir væru nú komnirniðurá þaðog myndu því ,,rippa“ það fljót- lega. Eins yrði möl tekin í Grófinni til að nota í yfirlag nýja vegarins. Vitið þið ... .... að Þóra Kjartans er 30 ára í dag? Vinir * 11111 Glæsileg GLORIA er flutt á Hafnargötuna SNYRTIVÖRUVERLSLUNIN GLORIA ER FLUTT AÐ HAFNARGÖTU 21, KEFLAVÍK, OG BÝÐUR NÚ AUKIÐ VÖRUÚRVAL OG BETRI ÞJÓNUSTU. Snyrtihornið í fyrsta skipti á Suður- nesjum. - Komið og prófið liti og krem í snyrtihorninu. Föstudagskynning 2. júní: Kristín og Edda kynna nýja ilmi, - ONLY frá Julio Iglesias og Lusiano Soprani. Vorum að fá Skincode kremlínuna fyrir herra. Kaffi, konfekt - og góð þjónusta. Fatnaður frá Stórum stelpum í úrvali. Undirfatnaður Slæður og klútar Hárskraut Sólgleraugu GLOPIA SNYRTIVÖRUVERSLUN- HAFNARGÖTU 21 KEFLAVÍK SÍMI 14409 :<•

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.