Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.06.1990, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 07.06.1990, Blaðsíða 18
18 W W IÞROTTIR Víkurfréttir 7. júní 1990 „Gamli“ maðurinn, Húnar Georgsson, átti (jolt skot að marki Fylkis, cn markvörðurinn varði vel. Ljó.sm.: pkct. „ÞJOFNADUR - er ÍBK tapaði fyrir Fylki 1:2 „Þetta var alyer þjófnaður og ósann}>jörn úrslit. I tveimur siðustu leikjum höfuni við feng- ið mark á okkur þegar komið liefur verið fram yfir venjuleg- an leiktíma. Byrjunin i deildinni lofar þó góðu og ég hef trú á þvi að við séum á réttri leið. Það er góður andi í hópnum og við ætl- um okkur að vera í haráttunni um 1. deildarsæti,“ sagði Gísli Eyjólfsson, aðstoðarþjálfari Keflavíkurliðsins í knattspyrnu, eftir tapleik liðsins gegn Fylki á mánudagskvöldið. Já, það má svo sannarlega líkja þessu við stuld hjá Fylkis- Dómarahornið Hertar reglur liafa verið teknar upp við leikvelli i íslandsmótinu i knattspyrnu. Mikið hefur veriðsett af boðum og bönnum. Ein af nýju reglunum er að skerða mjög frelsi blaðaljósmynd- ara til að taka myndir á leikjum. Eftirlitsdómari á leik Viðis og KS á dögunum meinaði Ijósmyndara blaðsins að vera í þriggja metra fjarlægð frá hliðarlínu leikvallar- ins í Garði og sagði ljósmyndara aðef liann ætlaði að taka myndirá leiknum, þá gæti hann annað hvort verið á meðal áhorfenda eða á bakvið markið. Að gefnu tilefni er rétt að leið- rétta það að loftmælar fyrir fót- bolta eru framleiddir og seldir af sportvöruinnflytjendum hér á landi, en sagt var í síðasta blaði að þeir væru ekki framleiddir í heint- inum. mönnunt því allt stefndi í jafn- tefli og Keflvíkingarnir voru aðgangsharðari við mark Fylkis síðustu mínúturnar. Því kom markið eins og köld vatnsgusa framan í leikmenn IBK og áhorfendur. Það voru Keflvíkingar sem náðu forystu í leiknum með marki Gests Gylfasonar, sem fékk send- ingu frá Frey Sverrissyni snemma í fyrri hálfleik. Fylk- ismenn jöfnuðu úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé, sem fáir sáu fyrir hvað var dæmd, en varnarmaður ÍBK á að hafa haldið einum leikmanni Fylk- is innan vítateigs. Liðin skipt- ust síðan á að sækja í seinni hálfleik, sem var mun fjörugri en sá fyrri. Bæði lið áttu ágæt færi sem ekki nýttust og rétt áður en Fylkismenn skoruðu sigurmarkið höfðu heima- menn verið mjög nálægt því að skora. ,,I öllum leikjunum höfum við náð að skapa okkur góð færi en þau hafa þó ekki nýst sem skyldi,“ sagði Gísli Eyjólfsson. Keflvíkingar eru með 6 stig eftir 3 leiki og unnu mjög góð- an sigur á Selfossi fyrir austan á föstudagskvöldið. Marko Talasic skoraði fyrra mark IBK og Jóhann Magnússon það seinna. Næsti leikur Keflvíkinga er á laugardaginn í bikarkeppn- inni. Þeir mæta þá IK í Kefla- vík og hefst leikurinn kl. 14. Mjólkurbikarkeppnin í knattspyrnu, 16 liða úrslit: ÍBK-ÍK á Keflavíkurvelli laugardaginn 9. júní kl. 14.00. Fjölmennun á skemmtilegan bikarleik! Sögulegur getraunaseðill Það hcfur ckki farið framhjá ncinum sem fylgist mcð knatt- spyrnu að 1 leimsmeistarakeppnin vcrður haldin á Italiu i júníogjúlí. I tcngslum við kcppnina hafa get- raunafyrirtækin í Svíþjóð, Dan- mörku og á Islandi gefið út sameig- inlcgan getraunaseðil með leikjum i riðlakeppninni. Þessir getrauna- seðlar eru, en þeir verða 2 talsins. einstæðir i sögu knattspvrnuget- rauna. og raunar happdrættissög- unnar i heiminum. Hérkunnasumir að segja að við tökum dálítið stórt upp í okkur en nokkrar einfaldar staðreyndir sýna aðsvo er allsekki. Aldrei fyrr í sögunni hefur sala í sama happdrætti. þ.e. að keppt hefur verið um sameiginlegan vinningspott, farið fram í fieiri en einum gjaldmiðli. Tipparar á Norðurlöndum hafa því öðlast nýja vídd í hinn skemmtilega 1X2 getraunaleik sem óvíða nýtur jafn mikilla vin- sælda og einmitt þar. Næstu 3 vik- urnar verður tippað frá Kiruna í norðri til Borgundarhólms í suðri og frá Stokkhólmi í austri alla leið til Patreksfjarðar í vestri - allt í sama vinningspottinum sem ekki hefur átt sinn líka í þessum lönd- um. Það var í Stokkhólmi fyrir einu ári síðan að danska getraunafyrir- tækið Dansk Tipstjeneste kom með þessa hugmynd, að stefna að sameiginlegum. norrænum stór- potti fyrir HM á Ítalíu 1990. Hug- myndinni var strax vel tekið nema að Norðmenn gáfu hana frá sér nær alveg strax. Finnar urðu að gefa þátttökuna frá^jsér í janúar vegna reglna um haþpdrætti þar í landi en hinar þjóðirnar sem eftir voru héldu ótrauðar áfram og nú er draumurinn að verða að raun- veruleika. Knattspyrnuáhugamenn á ís- landi eru hvattir til að taka dug- lega þátt í HM-getrauninni og við bendum á að allur hagnaður fer til íþróttahreyfingarinnar í landinu. Þú getur haft mikil áhrif á hvert hagnaðurinn rennur, því tipparar geta merkt við féiagsnúmerin sín á getraunaseðlinum. Víðir vann fyrsta nágrannaslaginn Víðismenn eru á góðu skriði þessa dagana og fóru með sigur af hólmi í fyrsta „Derbyslagn- um“. Lögðu þeir Grindvíkinga að velli á öðrum degi hvíta- sunnu með 3 mörkum gegn 2. Veðurguðirnir brostu ekki framan í leikmenn Grindvík- inga og Víðis í leiknum. Reyndar segjast Víðismenn sjaldan hafa spilað knatt- spyrnu í logni í Grindavík og leikurinn á mánudag ein- kenndist mikið af rokinu. Grétar Einarsson skoraði fyrsta mark Víðis strax í upp- hafi leiks og bætti öðru við á 21. mínútu eftirgóðasendingu Steinars Ingimundarsonar. Grindvíkingar minnkuðu muninn um miðjan seinni hálf- leik er Einar Daníelsson, markakló þeirra Grindvik- inga, minnkaði muninn. Vil- bergi Þorvaldssyni líkaði það ekki og bætti þriðja markinu við fyrir Garðmenn. Guðlaug- ur Jónsson minnkaði þá aftur muninn fyrir Grindvíkinga og þar við sat. Einn Víðismanna, Steinar Ingimundarson, var borinn meiddur af leikvelli og getur svo farið að hann verði ekki með næstu leikjum. „Maður átti í stórvandræð- um í markinu vegna roksins,“ sagði Skúli Jónsson, Grinda- víkurmarkvörður, í samtali við blaðaniann eftir leikinn. „Það er erfitt að standa svona með rokið í andlitið og óger- legt að reikna út skotin sem koma á markið. Þetta var ein- stefna hjá Víði í fyrri hálfieik og síðan áttum við þann síð- ari,“ sagði Skúli að endingu. „Víta“vert brot Gróflega var brotið á Víðismanninum Steinari Ingimundarsyni innan vítateigs í leik Víðis og Sigl- firðinga í Garðinum á föstudag. Steinar var í góðu færi til að skora fyrir Víðismenn þegar einn KS- inga kom aftan að honum og brá fyrir fæti. „Víta“vert er að dómarinn skuli ekkert liafa dæmt á brotið og því hafði Steinar í frammi mótmæli. Fyrir það fékk hann að sjá gula spjaldið. Ljósmyndir: hbb

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.