Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.06.1990, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 07.06.1990, Blaðsíða 7
Fréttir Örn Egilsson frá Almannavörnum ríkisins flytur fyrirlestur á fundinum. Almannavarnir Suðurnesja: Ljósm.: hbb. Samkomulag um skipun tveggja hjálparliðssveita Almannavarnanefnd Suður- nesja annars vegar og björgun- arsveitirnar Eldey í Höfnum, Sigurvon í Sandgerði, Skyggnir í Vogum, Stakkur í Keflavík, Ægir í Garði, Hjálparsveit skáta í Njarðvíkum og Rauða- krossdeild á Suðurnesjum hins vegar, hafa gert með sér sam- komulag um skipun tveggja hjálparliðssveita almanna- varna á Suðurnesjum. Er sam- komulagið gert á grundvelli samkomulags um heildarskipu- lag hjálparliðs almannavarna frá 29. júlí 1986. Er samkomulagið þannig að björgunarsveitirnar Eldey í Höfnum, Sigurvon í Sand- gerði og Ægir í Garði leggja til mannafla í tvo tuttugu manna björgunarflokka; Hjálparsveit skáta í Njarðvík og Stakkur í Keflavík leggja til tvo 12 manna skyndihjálparflokka; björgunarsveitin Skyggnir í Vogum leggur til tvo 4ra manna verndarflokka og Rauðakrossdeild á Suðurnesj- um leggur til tvo 4ra manna fjöldahjálparflokka. Aðilar að framangreindu samkomulagi komu saman í björgunarstöð Sigurvonar í Sandgerði á fimmtudagskvöld í síðustu viku, ásamt lögreglu. Var þar kynnt nýtt neyðar- skipulag sem Almannavarna- nefnd Suðurnesja hefur látið útbúa og dreift til allra aðila á Suðurnesjum ‘r hafa medmál- efni almannavarna að gera. Örn Egilsson, starfsmaður Almannavarna -íkisins, kynnti neyðarskipulagið og skýrði störf Almannavarna ríkisins. Að loknu erindi Arn- ar voru fyrirspurnir. Sigurður H. Guðjónsson, formaðurSig- urvonar í Sandgerði, nefndi að ófremdarástand væri í þjálfun- armálum björgunarsveita vegna almannavarnaverkefna, þar sem engin aðstaða væri fyrir hendi. I kjölfar þess kom fram að hugmyndir eru uppi um að senda björgunarsveitar- menn í lögregluskólann, sem myndi taka að sér þjálfun á mönnum fyrir almannavarnir Garður, Hafnir og Vatnsleysuströnd: Ákvarðanir um sveitarstjóra teknar eftir helgi Nýkjörnar hreppsnefndir í Gerðahreppi, Hafnahreppi og V at nsley sust randarhreppi munu koma til fyrsta fundar um og eftir helgi, en fráfarandi hreppsnefndir starfa í 15 daga eftir kjördag og því taka hinar nýju við á laugardag. Hafa meirihlutarnir ákveð- ið að Finnbogi Björnsson verði oddviti í Garði áfram, en í Höfnum tekur Björgvin Lút- hersson við því starfi og Jón Gunnarsson í Vatnsleysu- strandarhreppi. En ákvarðan- ir um stöðu sveitarstjóra verða teknar á fyrsta fundi nýkjör- inna hreppsnefnda, hver á sín- um stað. Víkurfréttir 7. júní 1990 Glaumberg og Sjávargullið verða lokuð föstudags- og laugardagskvöld vegna umdæmisþings Rótarý. Gjtom SKEMMTISTAÐUR SIÁVAROILLIÐ u RESTAURANT Fjör um helgina r RUNAR og hans tríó skemmta í kvöld, fimmtudag, til kl. 01. RUNAR og Rokksveit halda uppi fjöri , föstudag og laugardag til 03. RUNAR kemur í sjóstakknum á sjó- mannadaginn og leikur sjó- , mannalög til kl. 01. RUNAR treystir á að þú kíkir í Borgina um helgina. PDCMRnnr. Rótarýhreyfingin: Formöt og umdæmisþing í Keflavík um helgina Nú um helgina mun 44. formót og umdæmisþing Rót- arýmanna fara fram í Keflavík. Mun fundarstaður verða í Glaumbergi, en gestir gista bæði á Flug Hóteli og Hótel Keflavík. Dagskrá formótsins hefst í fyrramálið (föstudag) kl. 8.30 og lýkur með kvöldverði. Um- dæmisþingið fer síðan fram á laugardag frá morgni til kvölds. Meðan á þinghaldi stendur verður boðið upp á sérdagskrá fyrir konurnar. Hefur undirbóningur staðið yfir frá því í haust, en undir- búningsnefndin er skipuð þeim Birgi Guðnasyni, Georg V. Hannah, Guðmundi Björnssyni, Jóni Axel Stein- dórssyni og Þorsteini Marteinssyni. Munum við fjalla nánar um þinghaldið og rótarýhreyfinguna í næsta blaði. A þinginu verður kjörinn nýr umdæmisstjóri hreyfing- arinnar hér á landi, en Kefl- víkingurinn Ómar Steindórs- son hefur gegnt því embætti undanfarið ár. Sá er tekur við er Eiríkur H. Sigurðsson sem var hér í eina tíð útibússtjóri Verslunarbankans í Keflavík og sveitarstjóri í Garðinum. Formaður Rótarýklúbbs Keflavíkur í dag er Njáll Skarphéðinsson. Módelsamtökin og Smart standa fyrir námskeiði í • snyrtingu • framkomu • fatastíl • og mannlegum samskiptum fyrir konur á öllum aldri. Námskeiðið verður haldið í Snyrtivöru- versluninni SMART, miðvikudaginn 13. júní kl. 20. Innritun á námskeiðið í Smart í síma 15415. Módelsamtökin SNYRTIVÖRUVERSLUNIN smaRt Holmgaröi 2 - Simi 15415

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.