Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.06.1990, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 07.06.1990, Blaðsíða 11
________22 Vikurfréttir 7. júní 1990 Ljósm.: hpé./Grindavík tinn, Olaf GK. gerðu á þessum árum. Það var farið á vorin og komið að hausti. Þá voru engin helgar- frí og því voru þetta svakaleg- ar útiverur. Þetta var mikið fyrir fjölskyldumenn. Ég get sagt þér sem dænti, að á fyrstu vertíðinni sem ég varávarróið á föstudaginn langa. Menn ætluðu að taka upp fyrir páska. Þá voru fjórir bátar sem ekki höfðu tekið upp og rótfiskuðu. Þá ætluðu allir út daginn eftir að leggja að nýju. Nú er þetta breytt, menn fá sitt páskafrí. Þetta þótti sjálfsagt áður, að menn væru fjarri heimilinu og konan sæi um heimilið. Það er ekki hægt að vera sjómaður held ég, nema maður eigi konu sem skilur þetta starf.“ Nú vill enginn á sjó Willard finnst að áhugi á sjómennsku hafi minnkað og erfitt sé að fá unga menn til að helga sig sjómennsku. „Hér áður fyrr var meiri ævintýra- Ijómi í kringum sjómennsk- una og maður leit upp til þess- ara kalla sem voru á sjó. Nú fást menn ekki á sjó nema að launin séu helmingi hærri en hægt er að fá í landi. Sú bind- ing sem felst í sjómannsstarf- inu á ekki við alla og mönnum finnst mikill ntunur á því að vinna bara frá níu til fimm. Maður sem er á loðnuveiðum fær ekki nema fjóra daga frí í mánuði. Þetta eru svo miklar útiverur og á rækjunni er túr- inn 21 dagur. Þaðeru ekki allir sem sætta sig við þetta. Tæki- færi sem fólk hefur í sambandi við atvinnu eru svo miklu meiri í dag, en var þegar ég valdi mér ævistarf." -En hafa ekki orðið miklar breytingar á þessum árum? „Maður er búinn að lifa stórkostlegar breytingar á þessum árum. Aðbúnaðurhef- ur tekið miklum breytingum. Það er eins og hvítt og svart. Mesta breytingin er þó Loran- inn held ég. Nú getur maður séð upp á meter hvar maður er staddur. Oryggismálin hafa einnig tekið miklum breyting- um og sú vakning sem orðin er varðandi þau mál ergleðileg." Willard sagði að hann hafi verið mjög heppinn á sínum sjómannsferli. „Eg hef aldrei misst mann eða maður hafi slasast alvarlega um borð hjá mér. Eina sem hefur fyrir mig komið er að einu sinni fór ég útbyrðis. Þá var ég stýrimaður og við vorum að leggja. Þá var lukt sem gekk fyrir rafhlöðum og við vorum að baksa við að skipta um rafhlöðu þegarallt í einu að baujan slóst utan í mig og ég flaug fram fyrir bát og útbyrðis. Þetta gerðist svo snöggt. Baujan kom á eftir og ég náði henni. Síðan gekk mjög vel að ná mér um borð aftur og ekki varð mér meint af volkinu.“ Þokkalegar tekjur fyrir mikla vinnu -En hefur kvótinn ekki breytt miklu varðandi sjó- mennskuna? „Vissulega hefur kvótinn gert það en þrátt fyrir að þetta kerfi hafi hundrað galla þá komumst við ekki hjá því að hafa einhverja skömmtun og enginn hefur bent á betra kerfi. Ef ekki væri kvóti þá væri hægt að sópa upp því sem í sjónum væri. Tæknin er orðin það mikil. Nú verða menn að hugsa meira um verðmæti en áður var.“ -En hafa menn ekki miklar tekjur á sjó? „Menn geta haft þokkaleg- ar tekjur fyrir mikla vinnu. Sjómennska er erfið vinna og eins og ég sagði áður fylgja þessu starfi miklar útiverur. Ég held að menn geri oft ntikið úr því hversu miklar tekjur sjómenn hafa. Það gleymist hvað er bak við tekjurnar,“ sagði Willard Olason að end- ingu. 'ómönnum 5arkveðjur ctnnadagsins Valbjörn og Jón Erlingsson hí., Sandgerði yyy ■ ISLENSKUR GÆÐAFISKUR HF WJlt skipTinc Básvegi 6, Kefíavík Grófinni, Keflavík '■CeEavíkur og nágr. Fiskanes, Grindavík Miðnes hí, Sandgerði Njáll hí., Garði ! Útgerðaríélagið ÍjLjgglEjEldey hf. Hœlsvík, Grindavík Höínin Kefíavík-Njarðvík <0 Fiskmarkaður Suðurnesja hf. Stafnes hí, Njarðvík Saltver, Njarðvík Skipa- h|| afgreiðsla Suðurnesja sf. Jökulhamrar, Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.