Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.06.1990, Síða 8

Víkurfréttir - 07.06.1990, Síða 8
8 OARÐAUMOmV GUÐM. Ó. EMILSSONAR GARÐAEIGENDUR - HÚSEÉLÖG Látið mig sjá um garðinn ykkar í sumar. - Úða, slæ, kantskerog klippi tré og runna um ÖLL SUÐURNliS. Vöntluð vinna. sann- ajarnt vcrð. I'rekari upplýsingar í sima 12640. - (ieymið auglýsinguna. Litaval Baldursgötu 14, Keflavík-Sími 14737 býður verðlækkun á utanhússmálningu Vertu velkominn og fáðu faglega ráðgjöf. Háþrýstiþvottur Tek að mér allan háþrýstiþvott á húsum, bátum og vélum. Uppl.ísíma 13986 eftir kl. 20 (Eggert). Bamfóstra 14 til 15 ára ábyrg stúlka óskast til að passa 18 mánaða gamalt barn. Uppl. í síma 13083 eftir kl. 16 á föstudag og laugardag. Reið- námskeið Hestamannafélagið Máni og Keflavíkur- bær gangast fyrir reiðnámskeiði fyrir börn unglinga og fullorðna. Námskeiðin hefjast 11. júní og stendur hvert í eina viku, 1 klukkustund eða 3 á dag. Kennari er Sigurlaug Anna Auðunsdóttir. Innritun í símum 11343 Dadda, 15610 Hulda, 12433 Ollý. rndar* Óvæntir gestir í grillmatinn grin ■ gagnryni vangaveltur- ur2sjón:*emil páll.*» Aðili einn, sem var í mestu makindum að grilla á útigrilli einn góðviðrisdaginn fyrir skemmstu, fékk óvænta heim- sókn. Voru það lögregla og slökkvilið i öllu sínu veldi. Höfðu nágrannar kallað við- komandi út sökum þess hve mikill reykur kom út undan þakskeggi hússins, en reykur- inn frá grillinu hafði slegist undir þakskeggið með um- ræddum afleiðingum. Eftir að óvæntu gestirnir höfðu kynnt sér aðstæður og séð að hætta var ekki fyrir hendi hurfu þeir á brott. Rússaprang um allan bæ Rússarnir sem komu til Keflavíkurhafnar á dögunum höfðu gert boð tímanlega þess efnis, að þeir vildu kaupa gamla rússneska bíla. Var þeim boðum komið til bíla- sölu einnar með nokkurra daga fyrirvara, en þó var ekki farið að auglýsa eftir bílum fyrr en skipið var komið að bryggju og þá í ljósvakamiðli. Enda fóru málin þannig að Rússarnir tóku þau í sínar hendur, gengu um allan bæ og bönkuðu upp á þar sem gaml- ar Lödur voru fyrir utan og prönguðu síðan um verðið og þannig fengu þeir bróðurpart- inn af bílunum. Suðurnesjahljóð úr Eyjum Sem kunnugt er af fréttum sigldi hluti Vestmannaeyja- flotans í land á dögunum í tengslum við gámaútflutning- inn. Það var síðan haldinn fundur sem sjónvarpsstöðv- arnar gerðu góð skil. A þeim mátti sjá tvo skipstjóra ætt- aða af Suðurnesjum, sem höfðu sig mikið í frammi, en þó nokkrir Suðurnesjamenn róa nú frá Eyjum. Umræddir tvímenningar eru þeir Sveinn Valgeirsson, formaður Verð- anda, Sveinssonar, fyrrum út- gerðarmanns og skipstjóra i Höfnum, og Magni Jóhanns- son, Guðbrandssonar, útgerð- armanns Sandgerðings í Sand- gerði. Sótt að Suðurnesja- þingmönnunum... Fregnir berast nú af því að sótt sé mjög gegn áframhald- andi veru Suðurnesjaþing- mannanna tveggja á fram- boðslistum fyrir komandi al- þingiskosningar. I hópi krata er rætt um að Jón Sigurðsson verði I 1. sæti og Guðmundur Arni í 2. Hjá framsókn er hins vegar talað um þessa röð: Steingrímur Hermannsson, Sigurður Geirdal og Níels Arni Lund. ... verða þó aldrei Suðurnesjamenn Þeir aðilar sem þarna eru að verki úr báðum flokkum segja að í hópnum séu Suðurnesja- menn, þ.e. Jón Sigurðsson, Sigurður Geirda! og Níels Arni Lund. Tengist Jón út- gerðarfólki í Grindavík, for- eldrar Sigurðar og bræður búi í Keflavík, en annar þeirra er Jóhann Geirdal, fyrrum bæj- arfulltrúi, og þá tengist Niels Arni Keflavík. Þessir menn verða þó aldrei Suðurnesja- menn og það skulu menn hafa hugfast. Jóa bróðir orðinn bæjarstjóri Eins og fram kemur í öðrum mola er Sigurður Geirdal, sem verður næsti bæjarstjóri Kópavogs, enda oddamaður framsóknar þar á bæ, bróðir Jóhanns Geirdals, 1. manns á lista Alþýðubandalagsins í Keflavík við nýliðnar kosning- ar. Foreldrar hans eru þau Gísli Sigurðsson og Freyja Geirdal. Steini Árna í rússnesku kjöri? Þeir voru margir er höfðu gaman af límmiða sem límdur var á afturrúðu eins bílanna sem Rússarnir keyptu hér á dögunum og fóru með á heimaslóðir. A einum bílanna, sem var rauð Mazda, stóð „Þorstein í bæjarstjórn X-B“. Þvi er nú spurning hvort Steini Arna verði í kjöri til bæjar- stjórnar í Rússlandi fyrst hann komst ekki að hér. Tapaði en vann þó Hún er skrítin þessi pólitík, eða hver hefði trúað því að þau Guðfinnur Sigurvinsson og Drífa Sigfúsdóttirættueftirað verða pólitískt kærustupar (að vísu með skrykkjóttu tilhuga- lífi), eftir allt það sem áður hafði gengið á milli aðila í frá- farandi bæjarstjórn. Annað dærni er sú skrýtna staða, aðsá aðili sem tapaði mestu í kosn- ingunum, þ.e. framsókn í Keflavík með Drífu Sigfús- dóttur í fararbroddi, er nú drottning í meirihlutaviðræð- unum. Vekur það furðu al- mennings, þvi skilaboð kjós- enda voru mjög greinileg að þessu sinni. Vikurfréttir ________________7.júní 1990 Sveitarstjóraraunir í Garði? Fyrir kosningar máttu heyra að búið væri að ákveða hver yrði næsti sveitarstjóri I Garði. Heyrðust nöfn eins og Vilhjálmur Grímsson, Finn- bogi Björnsson, Guðmundur Kristberg Helgason og Magnús Gíslason. Hið siðastnefnda á vart möguleika eftir að H-list- anum tókst að ná meirihluta á ný, en oddviti Garðmanna, Finnbogi Björnsson, afneitar að hitt sé rétt. Var siðgæðinu misboðið? Fréttir berast nú af miklum þreifingum í stjórnarmyndun- arviðræðum. Hafa gárungarn- ir því halt á orði að Ingóllur Bárðarson i Njarðvík og flokksbróðir hans Ellert Ei- ríksson í Keflavik eigi yl'ir scr ákæru fyrir brot á siðgæðinu. Eða hvað rná skilja á þessum endalausu þreilingum lngólfs á Sólveigu Þórðar og Ellerts á henni Drífu? Þetta er að vísu bara svona grín og mistúlkun á orðaleik. Ást eiginkonunnar dýrkeypt Sjaldan lýgur almannaróm- ur, var stundum sagt hér áður fyrr. Almannarómur í Sand- gerði segir að ástæðan fyrir þvi að meirihlutaviðræður K- og B-listans í Sandgerði hal'i sprungið á því að B-listamenn vildu eiginkonu oddvita K- listans út úr nefnd og fram- sóknarmanns í staðinn. Við þetta hafi oddvitinn rokið á dyr og skellt hurðum. Aður en nokkur gat að gert, voru frammarar og sjallarar komnir í viðræður. Sjálfstæðis-framsóknar vísbending? Miðað við viðræður um niyndun meirihluta og úrslit síðustu kosninga virðist staða Sjálfstæðismanna og Fram- sóknarmanna hérá Suðurnesj- um vera orðin nokkuð örugg. A.m.k. ráða þeir ríkjum ýmisl saman eða með öðrum í sex byggðarlögum af sjö hér á Suðurnesjum. Aðeins í Vogum eru kratar við völd. Er þetta kannski linan fyrir komandi Alþingiskosningar? o DRANGAVÖLLUM 3, KEFLAVÍK Fjölbreytt úrval af garðplöntum. Tré, runnar og limgerði. Blóm, rósir og kvistir. Lífrænn áburður. Vikur og blómaker. Opið virka daga frá kl. 13-22, laugar- daga kl. 10-18 og sunnudaga kl. 13-17. ATH: Sama verð og í Reykjavík EUROCARD /

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.