Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.06.1990, Side 10

Víkurfréttir - 07.06.1990, Side 10
10 Sjómannslíf Vikurfréttir 7. júní 1990 „Meiri ævintýraljómi hér áður fyrr“ Um aldamótin síðustu tók Bandaríkjamaður að nafni Daniel Willard Fiske miklu ástfóstri við Grímsey. Frátt fyrir að hann kæmi aldrei í eyna gaf liann miklar gjaf'ir þangað, meðal annars mikið bókasafn og tafl á hvert heim- ili en skákáhugi þótti mikill í eynni. En hvað kemur þetta viðtali við sjómann við? Jú, viðmælandi okkar heitir í höf- uð velgjörðarmanns Grímsey- inga og er þaðan ættaður, Willard Fiske Olason, skip- stjóri á Grindvíkingi GK. ,,Það kom í raun aldrei neitt annað til greina en að fara á sjóinn," sagði Willard, þegar hann var spurður að því hvers vegna sjómennska hefði orðið hans ævistarf. Við komum okkur fyrir i sólstofunni við hús hans í Grindavík og hóf- um spjallið. ,,Ég get sagt að ég hafi byrj- að sjö, átta ára að aldri á sjó, en þá rerum við tveir félagarn- ir á árabát. Upp frá þvl byrjaði maður á trillum og það skrýtna var að ég var alltaf sjóveikur á trillum. En það hvarflaði al- drei að manni að hætta, þrátt fyrir að ég yrði sjóveikur áður en ég fór á sjóinn. Bara til- hugsunin var nóg.“ En Willard gafst ekki upp og átján ára réði hann sig á 60 tonna stálbát, Arnfirðing, sem reri á vertíð frá Grindavík. „Ég hélt að ég yrði að hætta á bátnum vegna sjóveiki, síðan einn daginn þá bara hvarf hún 'og hefur ekki angrað mig síð- an.“ Uann fór síðan í Stýri- mannaskólann og réðst síðan sem stýrimaður á Fjalar Irá Vestmannaeyjum sem frændi hans var skipstjóri á og hafði sá rætt við Willard unt plássið áður en hann lauk skólanum. En hann flutti síðan til Grindavíkur, en hafði þá trúlofast stúlku þaðan, og varð stýrimaður á Flóatindi frá Hafnarfirði, sem mágur hans, Björgvin Gunnarsson, var með. „Við fengum smjörþef- inn af útgerð unt þetta leyti því við leigðum sex saman Vörð GK og gerðunt út á reknet." Þá var Willard um tíma hjá Þorbirni hf. sem stýrimaðurog síðanskipstjóri.en 1966kaupa þeir Willard, Dagbjartur Ein- arsson, Björgvin Gunnarsson og Kristján Finnbogason vél- bátinn Geirfugl GK og hófu útgerðina Fiskanes hf. „Venni var skipstjóri, ég stýrimaður og Kristján var vél- stjóri, en Dagbjartur sá um út- gerðina. Okkur gekk vel og við bættum bátum við. Síðan byggðum við fiskverkunarhús Willard ásamt eiginkonu sinni, Valgerði Gísladóttur. Willard við niinnsta Fiskanesbá Fiskanes, en höfðum áður lagt upp aflann hjá Arnarvík h.f. Svakalegar útiverur Bæði Geirfugl GK og Grímseyingur GK voru á ver- tið á vetrum og fóru á síld á sumrin. „Fyrstu árin vorum við fyrir austan, en síðan var farið í Norðursjó eins og flestir Fiskverkun Guð- mundar Axelssonar; Keílavík Fiskverkun Óskars Ingiberssonar, Njarðvík Sendum sj bestu hátíc í tilefni Sjóm( Olíufélagið Skeljungur, Sheii umboð, Keflavík Fiskverkun Magnúsar Björgvinsson ar, Garði |p(0S^® 07/usamlag (ufpLJl Keflavíkurog Fiskverkun Karls Njálssonar, nágrennis Garði VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS BF Netaverkstœði Suðurnesja, Njarðvík Tros, Sandgerði rrfSsT Ú7VEGSMANNAFÉLAG ; \ /^2— SUÐURNESJA Þorbjörn hf., Grindavík Valdimar hí, Vogum Hringbraut 92 - 230 Kellavik - Sími 12566 BWH Olíuverslun ^ íslands Hópsnes, Grindavík Nesfiskur, Garði

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.