Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.02.1991, Page 3

Víkurfréttir - 14.02.1991, Page 3
3 Fréttir Víkurfréttir 14. febrúar 1991 Tónlistarskólinn í Keflavík: Opin vika með músík um allan bæ Vikuna 17.-23. febrúar verð- ur hefðbundin kennsla í Tón- listarskólanum lögð til hliðaren í staðinn ætla nemendur og kennarar skólans að heimsækja vinnustaði og stofnanir og leika og syngja fyrir fólk. Þetta er liður í því að vekja athygli á starfsemi tónlistarskólanna í landinu en laugardaginn23. febrúar verður „Dagur tón- listarskólanna" haldinn há- tíðlegur um land allt. Tónlistarskólar á Islandi eru nú 67 talsins með tæplega 9000 nemendur. I skólanum starfa um 600 kennarar svo sjá má að þar fer fram mikið starf. Tón- listarskólinn í Keflavík var stofnaður 1957 og verður því 34 ára á þessu ári. I skólanum eru nú 230 nemendur og við hann starfa 23 kennarar í sam- tals 13,5 stöðugildum. Skólinn er alfarið rekinn af Kefla- víkurbæ en skólagjöld greiða u.þ.b. 18% rekstrarkostnaðar. Nemendur ntunu koma vt'ða fram þessa viku t.d. í Holta- og Myllubakkaskóla, á Sjúkra- húsinu. í Keflavíkurkirkju, á Hlévangi auk þess sem þeir munu leika í félagsaðstöðu aldraðra á Suðurgötu og fyrir krakkana hjá Þroskahjálp. Ymsir fleiri aðilar munu fá að heyra í nemendur skólans og mun það allt koma í ljós í næstu viku. Eldur laus í Elliða GK Slökkviliði Brunavarna Suðumesja og lögreglunni í Keflavík bárust um kvöld- matarleytið á föstudag til- kynning um reyk í Elliða GK 445 er lá í Njarðvíkurhöfn. Er að var komið reyndist nokkuð mikill reykur vera í brú bátsins. Tókst fljótlega að slökkva eld- inn sem reyndist smávægilegur, eða aðeins í grisjurúllu við raf- magnsofn. En þar sem óttast var að einn skipverji svæfi í bátnum fór nokkur tími í að leita af sér allan grun. Sem betur fer reyndist svo ekki vera. Elliði GK sem er tæplega 150 tonna stálbátur í eigu Miðness h.f. í Sandgerði, en gerður út af Islenskum skelfiski til að veiða lifandi humar í gildrur. KOMDU í SMART AFMÆLI * VIÐ ERUM BARA 2 ARA A MORGUN FÖSTUDAG 15. FEB OG BJÓÐUM KAFFI OG KÖKUR Á AFMÆLISDAGINN * 15% AFMÆLISAFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM. * VORUM AÐ TAKA INN MEIRIHÁTTAR SNYRTIVÖRUR FRÁ MAKE UP FOR- EVER NÁMSKEIÐ HEFJAST FLJÓTLEGA. * LEIÐBEINANDI: LÍNA RUT, FÖRÐ- UNARMEISTARI. * NÝTT SAMKVÆMIS- SKART * NÝTT KORTA- TÍMABIL smaRt Hólmgarði 2 Keflavík Sími15415 -verið velkominn í afinæli Frá slökkvistarfinu í Elliða GK í Njarðvíkurhöfn. Ljósm.: epj. KYNNING A BLEIUM OG BARNAMAT FÖSTUDAG OG LAUGARDAG • PAMPERS BLEIUR OG GERBER BARNAMATUR sKSiásr SISAA Þurr

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.