Víkurfréttir - 14.02.1991, Blaðsíða 20
JUt 'T STÆRSTA FRÉTTA -OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Víkurfréttir
_____Fimmtudagur 14. febrúar 1991_
Auglýsingasimarnir eru 14717
og 15717. FAXnúmer blaðsins
er12777
BUNDINN TVEGGJA ÁRA REIKNINGUR
MEÐ 6.6% RAUNÁVÖXTUN,
Þ.E. VEXTIR UMFRAM VERÐBÓLGU
lt5Pf\Rl5JÓDURIMM
BESTI
KOSTURINN
Veskiö fannst eftir langan viðskilnaö:
TÝNDIST Á JÁRNBRAUTARSTÖÐ í
NOREGI FYRIR NÍU ÁRUM
Póstburðarstúlkan Þór-
dís Jónsdóttir hafði ástæðu
til að brosa nú á dögunum
þegar henni barst óvæntur
glaðningur alla leið frá
Noregi. Veskið hennar
hafði fundist eftir að hafa
verið týnt í rúm níu ár.
„Ég var að vinna á hóteli
í Noregi sumarið 1981.
Aleigan var í veskinu og
Stórsjór gekk um
300 metra upp á
land:
VEGURINN
HORFINN Á
UM 20
METRA
KAFLA
Vegurinn milli Grindavíkur
og Reykjanesvita er gjör-
samlega horfinn á um 20 metra
kafla við fiskeldisstöðina At-
landslax. Stórsjór hefur skolað
veginum í burtu, en vegurinn er
um 300 metra frá ströndinni.
Sigurður M. Agústsson,
aðalvarðstjóri lögreglunnar í
Grindavík, lýsti aðstæðum
þannig í samtali við blaðamann,
að engu líkara væri að veginum
hafi verið skolað í burtu með
háþrýsti„smúl“. Þar sem veg-
urinn stóð áður er nú tandur-
hrein klöpp. Þar skammt frá er
sfðan komin risastór tjörn.
Það er ljóst að ýmislegt hefur
gengið á skammt frá fisk-
eldisstöðinni. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem sjór gengur
þetta langt á land, því fyrir réttu
ári hvarf vegurinn á löngum
kafla af sömu ástæðum.
RESTAURANT
Fyrsta flokks veitingasalur,
ekki bara fyrir hótelgesti
- heldur líka fyrir þig!
SÍMI 92-15 222
fjórum dögum áður en ég
fór heim týndi ég því á
járnbrautarstöð“, sagði
Þórdís í samtali við blaða-
mann. „Það var síðan í
október í fyrra sem ég fékk
bréf frá gamalli konu í
Noregi og í því stóð að hún
hafði fundið veskið á járn-
brautarstöðinni fyrir níu
árum og ætlað að koma
veskinu til skila. Hún hafi
hins vegar sett veskið frá
sér á það góðan geymslu-
stað að það hafi gleymst í
öll þessi ár. Nú er veskið
hins vegar komið til skila
eftir öll þessi ár og með
öllum þeim verðmætum
sem í því voru, skilríkjum
og peningum“, sagði Þór-
dís.
Þórdís sagðist hafa
komist að því að miklar
verðbreytingar hafi orðið
síðan 1981. Sem dæmi má
nefna að í veskinu var
rútumiði frá SBK sem
sagði til urn það að ferð
milli Keflavíkur og
Reykjavíkur kostaði 20
krónur í þá daga og á
þess-um níu árum hafa
norsku krónurnar sem voru
í veskinu tífaldað verðgildi
sitt.
LOKS GAF Á SJÓINN
Það hefur lítið gefið á
sjóinn hjá sjómönnum á
smærri bátunum frá því í
byrjun febrúar vegna ótíðar.
Við höfum fréttir af neta-
sjómönnum sem ekki gátu
vitjað um net sín í ellefu
daga og svona mætti lengi
telja.
Það var hins vegar rnikið
líf við bryggjurnar í Sand-
gerði á laugardaginn síðasta
þegar bátarnir kornu í land
hver á eftir öðrum með við- okkar, Hilmar Bragi, tók
unandi afla. Ljósmyndarinn meðfylgjandi myndir.
þá
BILAR I
ÖLLUM
VERÐFL0KKUM
-við allra hæfi
BÍLAKRINGLAN
GRÓFIN 7og 8
--- KEFLAVÍK -
Hafnargötu 52 - Sími 14290
SPÓNARPARKET
ÁALLT
HÚSIÐ...
Tekinn á
ógnarhraða
Lögreglan stöðvaði ungan
ökumann á ógnarhraða á
Hringbraut í Keflavík að-
faranótt sl. laugardags.
Þegar ökumaðurinn kom í
radar lögreglunnar reyndist
hann vera á 134 km hraða, en
leyfilegur hámarkshraði er 50
km á þessum slóðum, við bestu
skilyrði. Var ökumaðurinn
sviptur ökuleyfinu á staðnum.
Skýringin sem ökumaðurinn
gaf var að hann væri að prófa
bílinn.
Ók undir
vegartálma
Ökumaður var fluttur á
sjúkrahús til aðgerðar eftir að
hafa ekið bifreið sinni undir
vegartálma eða hlið við
Seltjöm, á veginum að malar-
náminu við Stapafell.
Tálminn. sem er stórt og
mikið járnrör þvert yfir veginn
í um meters hæð, kom í fram-
rúðu bílsins með fyrrgreindum
afleiðingum. Ökumaðurinn
fékk að fara heim að aðgerð
lokinni.
KANINN
REKINN
Körfuknattleiksráð ÍBK
hefur rekið Bandaríkjamanninn
Tom Lytle frá liðinu og í hans
stað hefur verið ráðinn Banda-
ríkjamaðurinn Tyrone Thorn-
ton, sem er 24 ára, 205 sm hár
leikmaður.
Astæðan fyrir brotthvarfi
Tom Lytle er sú að hann upp-
fyllir ekki þær kröfur sem IBK
gerir til erlendra leikmanna.
Von er á hinum nýja leikmanni,
Tyrone, til landsins í dag og
jafnvel að hann leiki með ÍBK
gegn ÍR í kvöld.
MUNDII
Nú er „pinninn“ búinn að prófa
bílinn og næst fær hann að prófa
að labba í nokkra mánuði..