Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.02.1991, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 14.02.1991, Blaðsíða 13
Karl Steinar Guðnason skrifar_ Óheillakrákur i álmálinu 13 Víkurfréttir 14. febrúar 1991 Viðtalið við Ólaf G. Einarsson í DV 3. feb. sl. Bygging nýs álvers hefur síð- ustu misseri verið ein helsta von Suðumesjamanna um nýja sókn í atvinnumálum svæðisins. Hvar- vetna hafa menn rætt þessi mál. Bjartsýni meðal manna óx mjög eftir að staðsetning álversins var ákveðin. Keilisnes er staðurinn. Hreinsað til í rústunum Umræður um stóriðju hafa á undanfömum árum verið býsna skrautlegar. Þegar Sjálfstæðis- flokkurinn réði iðnaðarráðu- neytinu fyrir þrem árum síðan reyndi þáverandi iðnaðarráð- herra, Friðrik Sophusson að ná árangri í stóriðjumálum. Það var auðvitað virðingarverð viðleitni. Það er hinsvegar athyglisvert að allar tilraunir ráðherra Sjálf- stæðisflokksins snémst um það að byggja við álverið í Straums- vík. Sjóndeildarhringurinn var ekki víðfeðmari. Skemmst er frá því að segja að þáverandi iðn- aðarráðherra náði engum árangri. Málefni stóriðju, -bygging nýs álvers vom í skötulíki þegar Sjálfstæðisflokkurinn hrökklaðist frá völdum vegna kjarkleysis í efnahagsmálum. Þegar núverandi iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, tók við embætti var það hans fyrsta verk að hreinsa til í rúst- unum sem Sjálfstæðisflokkurinn skildi eftir sig. Jóni Sigurðssyni tókst að laða nýja aðila til sam- starfs. þ.e. Bandaríkjamenn. Hjólin fóm að snúast. Málin gengu hratt fyrir sig. Hin nýja samsteypa, sem varð til fyrir fmmkvæði iðnaðarráðheija ákvað að reisa nýtt álver á Is- landi. Staðarval Þegar kom að staðarvali upp- hófust miklar hremmingar. Stór- yrði og bægslagangur varð alls- ráðandi. Sjálfstæðismenn fluttu tillögu á Alþingi um að ekki kæmi til greina að álverið yrði staðsett annarstaðar en fyrir norðan eða austan, sama hvað kostaði. Fram- sóknarmenn samþykktu svipað í þingflokki sínum. Alþýðubanda- lagið var á móti öllum hug- myndum um álver. Það var kvennalistinn líka. Framsókn og Alþýðubandalag hafa hinsvegar að athuguðu máli breytt um áherslur. Iðnaðarráðherra, Jón Sig- urðsson, með fullum stuðningi þingflokks Alþýðuflokks taldi eðlilegt að kanna alla möguleika. Hagkvæmni og arðsemi skyldi ráða ferðinni. Niðurstaðan var okkur Suðumesjamönnunt mikið fagnaðarefni. Keilisnes reyndist sá staður, sem á alla lund var hagkvæmastur. Enn ríða „hetjur“ um héruð Það fór lítið fyrir sveit sjálf- stæðismanna þegar barist var fyrir því að skynsemin skyldi ráða staðarvali. Þeir Sjálfstæðismenn, sem mest létu í sér heyra voru þeir Halldór Blöndal, Egill á Selja- völlum og fl. sem vart máttu vatni halda vegna heiftar í garð álvers á Keilisnesi. Þeir voru andlit Sjálfstæðisflokksins í umræðu um staðarval nýs álvers. Enn ríða „hetjur" Sjálfstæðisflokksins um hémð og útúða Jóni Sigurðssyni Karl Steinar Guðnason. og Alþýðuflokknum fyrir að ákveðið var að álver verði stað- sett á Suðumesjum. Við Suður- nesjamenn fylgjumst með þessu framlagi Sjálfstæðismanna til nýs álvers á Keilisnesi. Enn truflar íhaldið Stjóm Landsvirkjunar er þannig skipuð að Alþýðuflokk- urinn á engan fulltrúa þar. Sjálf- stæðismenn eru þar fjölmennir. Þar er líka Framsóknarmaður og Alþýðubandalagsmaður. Samn- ingaviðræður um byggingu ál- versins ásamt samningum um or- kuverð voru í fullum gangi. Starfslið Landsvirkjunar, helstu sérfræðingar hennar vom á kafí í undirbúningnum. Allt í einu ger- ast undarlegir hlutir. Sjálf- stæðismenn í bandalagi við aðra helstu andstæðinga álvers á Suð- umesjum þ.e. fulltrúa Alþýðu- bandalags og Framsóknar banna formanni stjómar Landsvirkjunar að undirrita þýðingarmikið áfangasamkomulag um álverið. Upplýst var á sama tíma að í stjóm Landsvirkjunar hafi málið verið rætt á 26 stjómarfundum og eins og fyrr segir að helstu sér- fræðingar og yfirmenn stofn- unarinnar höfðu unnið mikið og af fullum heilindum að málinu. Þrátt fyrir það héldu Sjálf- stæðismenn því fram að þeir vissu ekkert um málið. Svo leggjast þeir í utanferðir Síðan gerist það grátbroslega að þeir Davíð Oddsson og komp- aní leggjast í utanferðir til að blanda sér í málin. Ekki fer sögum af því að þeir hafi nokkm breytt. Þetta framlag mun hafa verkað mjög undarlega á við- semjendur okkar ytra. I huga þeirra var það staðfesting á því að mikil óeining væri um málið hér heima. Vissulega var á þessum tíma margt ófrágengið en málin vom á fullu skriði. Pólitískir fim- leikar Sjálfstæðisflokksins og viðhlægjenda þeirra hefur haft tmflandi áhrif á málið. Átakanleg öfund Það hefur vakið athygli hvað iðnaðarráðherra á gott með að laða menn til samkomulags í erf- iðum málum. Þegar hann var í sáttanefnd í erfiðum kjaradeilum kom þessi eiginleiki mjög vel fram. Það þekkja sjómenn. Það þekkja forystumenn verkalýðs- hreyfingar og atvinnurekenda. Það er hinsvegar illt í efni þegar pólitískir öfundarmenn vilja fórna öllu fyrir stundarhagsmuni í stjómntálum. I haust þegar rætt var um framlagningu fmmvarps um nýtt álver var í Dagblaðinu (3. okt.) viðtal við sjálfstæðismann- inn Olaf G. Einarsson. Þar svaraði hann aðspurður: „Sjálfstæðis- flokkurinn kemur ekki til hjálpar14. og átti hann þá við að þeir sjálfstæðismenn myndu gera allt hvað þeir gætu til að hindra samþykkt frumvarps um nýtt álver! Þessara orða skulum við Suðumesjamenn minnast. Tilhlökkun Matthíasar Persaflóastríðið hefur haft áhrif á fjármagnsmarkaði um allan heim. Lækkun dollars o.fl. hefur haft neikvæð áhrif á gang mála hvað nýtt álver snertir. Svo víðtæk áhrif hefur ófriðurinn við Persaflóa að forstjórum álveranna á Bandaríkjunum, Svíþjóð og Hollandi er bannað að fljúga yfir Atlantshafið. Það eru vissulega blikur á lofti. Það er þessvegna meiri ástæða en nokkru sinni fyrr að Islendingar sýni samstöðu, ákveðni og kjark í álversmálinu. Menn ýti flokkslegri óvild til hliðar. En hvað gerist? Sl. laug- ardag birtist viðtal í DV við Matthías á Matthiesen, þingmann Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi. f viðtalinu vall fram sú pólitíska öfund, sem lengi hefur blundað þar á bæ út í iðnað- arráðherra, sem fyrstur manna í áratugi hefur náð árangri í stór- iðjumálum. Hann tók við þessum málum í rúst eftir Sjálfstæð- isflokkinn. I viðtalinu má greina verulega tilhlökkun og eftir- væntingu eftir því að álmálinu seinki eða það tapist. Hann við- hefur stóryrði um iðnaðarráðherra og störf hans. Engin rök, aðeins skætingur og viss óskhyggja um að byggingu álvers seinki. Stöndum saman Bygging nýs álvers hefur aukið bjartsýni Suðumesjamanna í at- vinnumálum. Ekki er vafi á því að takist vel til, mun færast nýtt líf í atvinnumál á svæðinu. Við þurf- um öll án tillits til pólitískra skoðana að leggjast á eitt við að styðja við bakið á þeim, sem að elju og dugnaði hafa komið málum svo langt að nú hyllir undir byggingu álversins. Utan- aðkomandi erfiðleikar geta tafið fyrir, en það á ástæða til að fyrir- líta þá stjómmálamenn sem leynt og ljóst reyna að koma málinu fyrir kattamef í flokkspólitískum tilgangi. Það em óþurftarverk, sem munu kosta Suðumesjamenn mikið. Á næstu dögum mun iðnað- arráðherra leggja fram fmmvarp á Alþingi um nýtt álver. Við skulum fylgjast vel með því hverjir styðja það mál og hverjir reyna að tefja eða eyðileggja málið. Karl Steinar Guðnason (sign.) Árshátíö Árshátíð Golfklúbbs Suðurnesja verður haldin 2. mars n.k. Dagskrá: Tekið á móti gestum með tónlist og fordrykk kl. 19. Dinnertónlist: Steinar Guðmundsson og Kjartan Már Kjartansson Annáll: Valur Ketilsson Rakarakvartettinn Fjöldasöngur, Dansmeistari G.S., happdrætti, dans fram eftir nóttu. Veislustjóri: Albert K. Sanders. Mummi og Balli sjá um danstónlist. Miðapantanir í síma 54170 eða 14535. Skemmtinefnd Barnalæknir hefur opnaö í Heilsugæslustöö Suöur- nesja. Símapantanir í afgreiöslu Heilsugæslu- stöövarinnar í síma 14000. Úlfur Agnarsson, barnalæknir. Eldey hf. AÐALFUNDUR Aðalfundur Útgerðarfélagsins Eldeyjar hf. fyrir árin 1989 og 1990 verður hald- inn á Glóðinni, Hafnargötu 62, Keflavík, sunnudaginn 17. febrúar 1991 kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar, stjórn félagsins leggur til breytingar á 2. gr. samþykkta félagsins, sem miða að því að rýmka til- gang þess og markmið. 3. Önnur mál. Hluthafar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Stjórnin

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.