Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.02.1991, Síða 8

Víkurfréttir - 14.02.1991, Síða 8
8 Kirkja Keflavíkurkirkja: Laugardagur: Guðný Kristín Halldórsdóttir, Tjamargötu 33, Keflavík, sem lést á St. Jósefsspítalanum í Hafnarfirði 8. febrúar. verður jarðsungin, laug- ardaginn 16. febrúarkl. 14. Sunnudagur:. Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Mál- fríðar og Ragnars. Heimsókn frá Tónlistarskólanum,- Munið skóla- bílinn. Guðþjónusta kl. 14. Messudagur Tónlistarskólans í Keflavík. Tón- leikar frá kl. 13.30. Mikill tón- listarflutningur verður við guðþjón- ustuna. Kennarar tónlistarskólans lesa ritningarlestra. Ræðuefni: Tón- listin og kirkjan. Kór Keflavíkur- kirkju syngur. María Guðmunds- dóttir og Steinunn Karlsdóttir syngja tvísöng. Organisti Einar Örn Einarsson. Bifreið fer að íbúðum eldri borgara við Suðurgötu kl. 13.30, þaðan að Hlévangi við Faxa- braut og sömu leið til baka að lok- inni guðþjónustu. Sóknarprestur Ytri-Njarðvíkurkirkja: Barnastarf kl. 11. Sóknarprestur Kirkjuvogskirkja: Kirkjuskólinn laugardag kl. 13 í um- sjón Sigurðar Lúthers og Hrafn- hildar. Messa sunnudag kl. 14. Organisti Svanhvít Hallgrímsdóttir. Söngfólk úr kór Grindavíkurkirkju syngur. Messukaffi í félagsheimilinu í umsjón fóreldra fermingarbarna. Meðlætið selt á vægu verði. Ágóðinn rennur í ferðasjóð fermingarbarna. Sóknarprestur Hvalsneskirkja: Guðþjónusta kl. 11. Organisti Svavar Sigurðsson. Hjörtur Magni Jóhannsson Útskálakirkja: Guðþjónusta kl. 14. Organisti Svavar Sigurðsson. Garðvangur: Helgistund á Garðvangi, dvalar- heimili aldraðra, kl. 15.30. Hjörtur Magni Jóhannsson Innri-Njarðvíkurkirkja: Barnaguðþjónusta kl. 11. Barnakór syngur. Sóknarprestur Vegurinn Kristið samfélag Túngötu 12 Fimmtudagskvöld kl. 20:30. Sunnudagskvöld kl. 19:30. Sam- koma. Sunnudagaskóli kl. 14. Grindavíkurkirkja: Sunnudagaskóli kl. II. Fram- haldssaga. Börn úr Tónlistarskól- anum spila á ýmis hljóðfæri. Barnakórinn syngur. Sóknarprestur mdar-. „Ég missti bamatímann“ Almannavarnanefndir unnu eins og margir aðrir vel í fárviðrinu á dögunum. Kom þar að gagni að nokkrum vikum áður hafði stór æfing verið haldin og í fersku minni livað gera ætti á neyðarstundu. Voru menn vart komnir í stjórnstöð Al- mannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur er fyrsta símtalið kom og það nokkuð skondið. Ungur drengur hringdi og bað um aðstoð þar sem rafmagnið hefði farið er hann var að horfa á barnatímann og þvt fór hann fram á að almannvarnir björguðu því svo hann gæti sé þann dagskrárlið áfram. Fjórir Suður- nesjamenn á listanum Birtur hefur verið framboðslisti Sjálfstæðisflokks í Reykjaneskjör- dæmi. Þar kemur fram að fjórir Suðurnesjamenn eru meðal tuttugu og tveggja frambjóðanda. Þeir eru Árni Ragnar Ámason, Keflavík í 4. sæti. Viktor B. Kjartansson, Kefla- vík í 8. sæti. Hulda Matthíasdóttir, Garði í 17. og Eðvarð Júlíusson, Grindavík íþví 21. Skemmtidagskrá án leyfis eiganda Skemmtistaðurinn Breiðvangur í Reykjavík bíður nú upp á söng- og skemmtidagskránna „Við eigum samleið", sem byggð er á söngferli Vilhjálms heitins Vilhjálmssonar. Er hér um að ræða uppsetningu og vinnslu á sömu dagskrá og sýnd var í Glaumbergi í Keflavík á síðasta vetri. Það sem meira er, þá mun eigandi Breiðvangs, Ámi Sam- úelsson ekki hafa fengið heimild frá Ragnari Emi Péturssyni fyrrum veitingamanni í Glaumbergi fyrir að nota verk hins síðamefnda. Hafa Molar fregnað að Ragnar sé nú að kanna lögfræðihlið þess máls. Samkaup einnig í bleiustríöinu Eins og fram hefur komið í J grín • gagnrýni vangaveltur ^un^sjón^emil páll.*» tveimur síðustu molum. er í gangi verðstríð um bleiuverð í Stór- markaði Keflavíkur og Hagkaupi. Sendi Stórmarkaðurinn mæðrum bréf með sínu tilboði og síðan lækkaði Hagkaup sína vöru í það sama. Rangt var farið með í síðustu molum að þeir hefðu farið niður fyrir verð Stórmarkaðarins. Þá gleymdist einnig að minnast á að bleiustríð þetta tekur einnig yfir Samkaup og er þvt' háð milli alla markaðanna þriggja á Keflavíkuf- Njarðvíkursvæðinu og að þeir Samkaupsmenn hafa farið niður fyrir hina í verðlilboði. Eldey og Ólafsfjöröur Nokkuð skondin saga hefur komið upp nú milli útgerðar- félagsins Eldeyjar h.f. og Olafs- fjarðar. Snýst sagan um leigu á bátum. Að undanfömu hafa þeir haft á leigu bát frá Ólafsfirði er Guðvarður heitir, en þar sem ákveðið hefur verið að sá bátur fari í úreldingu, tóku þeir á leigu annan bát Völu ÓF 2. Sá bátur hefur þó aldrei komið til heimahafnar undir því nafni. Því hann er nýkeyptur frá Grindavík og var gefið þetta nafn hér syðra. I Grindavík hét báturinn Sigurþór GK. en á sínum tíma, áður en hann var keyptur til Grindavíkur var hann einmitt frá þessum sama Ólafsfirði og hét þá Anna ÓF. Búa í húsi sem er ekki til Er það ekki svolítið einkennilegt að búa í húsi, sem hvergi frnnst á pappírum, nema þegar innheimta þarf fasteignagjöld. Þannig er þó farið með íbúa húss eins í Keflavík, sem finnst hvergi í veðbókum og fær ekki fokheldisvottorð frá bygg- ingafulltrúa. Sökum þess er ekki hægt að taka lán út á húsið. Hús þetta var fyrir nokkrum misserum flutt til KeBavíkur úr sveit einni og sá sveitarhreppur innheimtir enn fasteignagjöld af því eins og Kefla- vík. Síðan stendur í stappi um húsið og byggingayfirvöld vilja ekki gefa sig fyrr en eigandi hússins hefur farið eflir þeim skilmálum sem settir voru fyrir llutningi hússins á þann slað sem það er á í dag. Víkurfréttir 14. febrúar 1991 Stjama Baldurs og Siguröar Þá er enn einni söngvakeppni lokið hjá Ríkissjónvarpinu. Eins og venjulega eru misjafnar skoðanir á því lagi sem valið var til að notast í keppninni á erlendri grundu. Að þessu sinni áttu tyeir ungir laga- höfundar úr Keflavík eitt lag sem komst í sjötta sæti í úrslitum. Var það lagið Stjarnan eftir þá Sigurð Sævarsson og Baldur Þórir Guð- mundsson. Margir vilja fá Glaumberg Nú þegar Veisla h.f. hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta, hafa margir sýnt áhuga á að leigja eða kaupa veitingastaðinn. Hefur þá verið rætt um að bústjóri leigi Keflavíkurbæ búið og þeir síðan framselji það til annarra aðila. Meðal þeirra nafna er heyrst hefur að sýnt hafi áhuga, eru menn eins og Hermann Ragnarsson, Axel Jónsson í Veisluþjónustunni, fyrr- um starfsmenn Glaumbergs með Val Ármann Gunnarsson í forsvari og síðan 20 manna hópur sem áður hefur komið fram með kauptilboð. Hefur bústjóri látið hafa eftir sér að þrotabúið verði auglýst til reksturs innan skamms, hvort sem einhver taki það á leigu fram að þeirn tíma eður ei. Sló í brýnu Nokkur hiti varð milli Vilhjálms Ketilssonar bæjarfulltrúa krata og þeirra Jónínu Guðmundsdóttur og Drífu Sigfúsdóttur fulltrúa meiri- hlutans á fundi bæjarstjómar í síð- ustu viku. Virðist Vilhjálmur eiga auðvelt með að draga þær og þá sérstaklega Jónínu út á hálan ís í umræðum. 1 einu tilfellanna sló Drífa forseti í borðið er Vilhjálmur vildi koma með fyrirspum eftir að umræðum lauk í tilteknu máli og atkvæðagreiðsla var hafin. Bannaði hún frekari umræðu og lauk ætl- unarverki sínu. 3 TIL UTGERÐAR- • MANNA í KEFLAVÍK Samkvæmt samþykkt Bæjarstjórnar Keflavíkur, ber öllum þeim aöilum, sem ákveöa aö selja veiöiheimildir af skipum skrásettum í Keflavík, aö auglýsa í staö- arblöðum, til þess aö gefa heimaaðilum kost á aö kaupa. Umsögn bæjaryfirvalda fæst aðeins aö uppfylltri aug- lýsingaskyldu. Bæjarstjórinn í Keflavík, Ellert Eiríksson Sálarrannsókn- arfélag Suöur- nesja auglýsir Enski skyggnilýsingamiðillinn RITA TAYLOR starfar á vegum félagsins dagana 18. febrúar til 11. mars. Bent skal á að hún teiknar árur fólks og myndir af framliðnum. Enn eru til óseldir miðar. Miðasala verður í húsi félagsins að Túngötu 22, Keflavík, laugardaginn 16. febrúar kl. 13-16. Jafnframt auglýsir félagið almennan skyggnilýsingafund með miðlinum fimmtudagskvöld 21. febrúar kl. 20.30. Stjórnin

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.